Draumurinn varð að veruleika sigga dögg skrifar 20. febrúar 2015 10:00 Það hefur varla farið fram hjá einu einasta mannsbarni á Íslandi að Eurovision er á næsta leiti og við höfum kosið okkar fulltrúa, hina tuttugu og tveggja ára gömlu Maríu Ólafsdóttur. vísir Tónlist og leiklist renna um æðar hinnar ungu Maríu og erfitt er að aðskilja ástríðu frá áhugamáli sem stýrir svo námi og vinnu. María stundar nám í kennslu leiklistar, tónlistar og dans við Háskóla Íslands. Þar sameinar hún áhugamál, vinnu og ástríðu; leiklist, söng og dans. María var í kór í skólanum og hefur leikið í fjölda söngleikja og leikrita. Eitthvað sem í fyrstu var áhugamál er að verða að vinnu og því er draumurinn að verða að veruleika. Hún býst við miklum önnum á næstu misserum og mun því taka sér hlé frá námi til að uppfylla draum sinn um að syngja á sviði. Það er heldur ekki neitt smásvið heldur á sjálfu stóra sviðinu í Austurríki fyrir framan um 200 milljónir áhorfenda. „Ég hef alltaf elskað Eurovision og þegar strákarnir báðu mig um að syngja lagið þá sló ég til.“ María segist vera smá Eurovision-nörd og veit þó nokkuð margt um fyrri keppnir og keppendur. Þegar hún er innt eftir því hvaða ímynd hún gefi af sér fyrir alla hina áhugamennina þarna úti sem nú munu kynna sér hana þá roðnar hún og dæsir og svarar: „Æ, ég veit það ekki.“María að syngja lög eftir Michael Jackson á sýningu í BroadwayVísir/EinkaeiguSöngur allan daginn María semur lög og texta og segir laglínuna koma fyrst og textann svo. Hún er ekki tilbúin að deila tónlistinni með alheiminum, eins og hún segir: „Það þarf þor til að leyfa öðru fólki að hlusta á tónlistina.“ Enn sem komið er eru lagasmíðarnar persónulegar og frekar eitthvað sem hún grípur í og dútlar sér við. Hún spilar á píanó og var að eignast gítar sem hún glamrar á í hjáverkum. Dívur líkt og Céline Dion og Whitney Houston veita henni innblástur. Draumadúettinn væri þó með Eyþóri Inga því „ég sé fyrir mér að raddir okkar passi svo vel saman og svo er hann svo viðkunnanlegur“, að sögn Maríu. Eyþór Ingi er þekktur fyrir líflega sviðsframkomu og þar sér María fyrir sér að bakgrunnur hennar úr leikhúsinu kæmi sér vel. Blaðamann grunar að það sé ekki langt í að söngur þeirra muni tvinnast fallega saman á öldum ljósvakans.Vísir/EinkaeiguLeiklistin á hug og hjarta Áhuginn á leiklist kviknaði þegar hún var tíu ára og fór með vinkonu sinni á leiklistarnámskeið hjá Bæjarleikhúsinu í Mosfellsbæ. Nú í vetur hefur María svo gegnt hlutverki Ronju ræningjadóttur í uppsetningu Bæjarleikhússins. Þegar hún er spurð að því hvort hún tengi sérstaklega við Ronju sem persónu þá segir hún: „Ronja er mjög ólík mér, ég fékk ótrúlega mikla útrás við að leika hana því hún er ekki feimin. Ronja segir það sem henni finnst og er andstæða við það sem ég er en hún hjálpaði mér pínu að verða ákveðin og koma út úr skelinni.“ Það má því draga þá ályktun að Ronja verði með henni á stóra sviðinu í Austurríki í vor. Maríu dreymir um frama í leiklist og söng. Þó vill hún ekki endilega meina að hún muni sameina þetta tvennt á fjölum Broadway heldur einbeita sér að leiklistinni og leyfa söngnum að fylgja með. Hún stefnir á framhaldsnám í leiklist og mun fara í nokkrar áheyrnarprufur erlendis með vorinu og verður sú fyrsta í Guildford í London. Þá er nú ekki slæmt að vera með þátttöku í Eurovision á ferilskránni. Hún roðnar smá í kinnum þegar hún er innt eftir draumamótleikaranum hér á Íslandi og nefnir þann sem fær margar dömur til að kikna í hnjánum, hann Þorvald Davíð. María segist vera hrifin af rómantískum gamanmyndum og þar er Jennifer Aniston í sérstöku uppáhaldi. Það er spurning hvort ekki sé kominn tími á íslenska gamanrómantík með þeim Maríu og Þorvaldi í aðalhlutverki.María með systrum sínum á útskriftardaginnVísir/EinkaeiguFrægðarsólin rís hátt María er hlédræg og feimin. Hún vill fá að halda sér og sínu aðeins út af fyrir sig, sérstaklega eftir því sem athyglin sem beinist að henni eykst. Hún er með lítið hjarta og þolir illa eitthvað sem tekur á taugarnar eins og hryllingsmyndir. Hún gæti verkað lokuð en í raun þá velur hún vandlega hverjum hún hleypir að sér og því getur það tekið hana smá tíma að kynnast fólki. Þessi feimni hverfur þegar hún baðar sig í ljóma sviðsljóssins. Henni líður vel á sviði og finnst hún vera komin heim. Þessi skyndilega frægð sem hefur fylgt sigri hennar í Söngvakeppninni hefur komið henni ögn í opna skjöldu og hún segist þurfa að venjast því að fólk úti á götu viti allt í einu hver hún er og veiti henni sérstaka athygli. María er ekki ókunnug söng og sviðsljósinu því þegar hún var aðeins sextán ára gömul þá lék hún næstelstu von Trapp-dótturina, Lovísu, í Söngvaseiði í Borgarleikhúsinu. María segir þann söngleik vera í sérstöku uppáhaldi hjá sér og mætti í raun flokka sem hennar uppáhaldsmynd. Hlutverkið hafi því í raun verið ákveðinn draumur að rætast. Lovísa lifir í henni því María segist vera stríðnispúki í eðli sínu. Það hálfhlakkar í henni þegar við ræðum um Lovísu von Trapp því „það kemur bara smá púki í mig stundum“, segir hún og brosir. Hún rifjar upp hvernig hún hrekkti systur sínar þegar hún var yngri, og segist hafa verið pínu pirrandi litla systir, alltaf að „bögga þær og fela dótið þeirra, ég var eiginlega óþolandi“. Þær virðast ekki erfa það við hana því hún segist finna fyrir miklum stuðningi frá fjölskyldu sinni.María með strákunum í StopWaitGoVísir/EinkaeiguFlýgur til Austurríkis María á þrjú systkini, einn bróður og tvær systur. Hún segir fjölskylduna vera mjög spennta fyrir Eurovision og að öll langi þau til að fylgja henni hvert fótmál. Þó sé raunin sú að ansi fáir miðar séu í boði á sjálfa keppnina svo einhverjir fjölskyldumeðlimir verði að láta sér nægja að styðja hana úr fjarska. María er ekki eini söngfuglinn í fjölskyldunni því pabbi hennar er í kór og eldri systir hennar, Ardís, tók þátt í Idol fyrir þó nokkrum árum og komst í undanúrslitin. María man vel eftir þeim tíma, hún var tíu ára og fannst mjög merkilegt að systir sín skyldi vera keppandi. Hún mætti á allar sýningarnar í Smáralind og útbjó spjald Ardísi til stuðnings. Hún tók inn á sig gagnrýni dómaranna, varð þeim reið, og var frekar miður sín þegar Ardís datt úr keppni. Þrátt fyrir þessa upplifun þá finnst henni ekki vera samhljómur á milli þessa tíma og nú í dag þegar hún sjálf er í sviðsljósinu. Ardís hefur endurgoldið henni stuðninginn og mætti með mynd af henni á keppnina og hvetur hana til dáða. María lætur sér fátt um álit annarra á laginu finnast og er sterk og ákveðin í að standa sig vel enda beinast augu þjóðarinnar að henni og þegar hún er spurð hvort hún ætli að gera okkur það að vinna keppnina þá svarar hún með stríðnisglotti: „Á maður nokkuð að vera að gera það?“ Það er greinilegt að þessi stúlka ætlar sér alla leið og við þurfum að fara að huga alvarlega að því að kannski munum við loksins vinna keppnina. Eurovision Lífið Mest lesið Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Lífið „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Bíó og sjónvarp Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar Lífið Hefndi sín með því að missa meydóminn Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Lífið Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Lífið Fleiri fréttir Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Sjá meira
Tónlist og leiklist renna um æðar hinnar ungu Maríu og erfitt er að aðskilja ástríðu frá áhugamáli sem stýrir svo námi og vinnu. María stundar nám í kennslu leiklistar, tónlistar og dans við Háskóla Íslands. Þar sameinar hún áhugamál, vinnu og ástríðu; leiklist, söng og dans. María var í kór í skólanum og hefur leikið í fjölda söngleikja og leikrita. Eitthvað sem í fyrstu var áhugamál er að verða að vinnu og því er draumurinn að verða að veruleika. Hún býst við miklum önnum á næstu misserum og mun því taka sér hlé frá námi til að uppfylla draum sinn um að syngja á sviði. Það er heldur ekki neitt smásvið heldur á sjálfu stóra sviðinu í Austurríki fyrir framan um 200 milljónir áhorfenda. „Ég hef alltaf elskað Eurovision og þegar strákarnir báðu mig um að syngja lagið þá sló ég til.“ María segist vera smá Eurovision-nörd og veit þó nokkuð margt um fyrri keppnir og keppendur. Þegar hún er innt eftir því hvaða ímynd hún gefi af sér fyrir alla hina áhugamennina þarna úti sem nú munu kynna sér hana þá roðnar hún og dæsir og svarar: „Æ, ég veit það ekki.“María að syngja lög eftir Michael Jackson á sýningu í BroadwayVísir/EinkaeiguSöngur allan daginn María semur lög og texta og segir laglínuna koma fyrst og textann svo. Hún er ekki tilbúin að deila tónlistinni með alheiminum, eins og hún segir: „Það þarf þor til að leyfa öðru fólki að hlusta á tónlistina.“ Enn sem komið er eru lagasmíðarnar persónulegar og frekar eitthvað sem hún grípur í og dútlar sér við. Hún spilar á píanó og var að eignast gítar sem hún glamrar á í hjáverkum. Dívur líkt og Céline Dion og Whitney Houston veita henni innblástur. Draumadúettinn væri þó með Eyþóri Inga því „ég sé fyrir mér að raddir okkar passi svo vel saman og svo er hann svo viðkunnanlegur“, að sögn Maríu. Eyþór Ingi er þekktur fyrir líflega sviðsframkomu og þar sér María fyrir sér að bakgrunnur hennar úr leikhúsinu kæmi sér vel. Blaðamann grunar að það sé ekki langt í að söngur þeirra muni tvinnast fallega saman á öldum ljósvakans.Vísir/EinkaeiguLeiklistin á hug og hjarta Áhuginn á leiklist kviknaði þegar hún var tíu ára og fór með vinkonu sinni á leiklistarnámskeið hjá Bæjarleikhúsinu í Mosfellsbæ. Nú í vetur hefur María svo gegnt hlutverki Ronju ræningjadóttur í uppsetningu Bæjarleikhússins. Þegar hún er spurð að því hvort hún tengi sérstaklega við Ronju sem persónu þá segir hún: „Ronja er mjög ólík mér, ég fékk ótrúlega mikla útrás við að leika hana því hún er ekki feimin. Ronja segir það sem henni finnst og er andstæða við það sem ég er en hún hjálpaði mér pínu að verða ákveðin og koma út úr skelinni.“ Það má því draga þá ályktun að Ronja verði með henni á stóra sviðinu í Austurríki í vor. Maríu dreymir um frama í leiklist og söng. Þó vill hún ekki endilega meina að hún muni sameina þetta tvennt á fjölum Broadway heldur einbeita sér að leiklistinni og leyfa söngnum að fylgja með. Hún stefnir á framhaldsnám í leiklist og mun fara í nokkrar áheyrnarprufur erlendis með vorinu og verður sú fyrsta í Guildford í London. Þá er nú ekki slæmt að vera með þátttöku í Eurovision á ferilskránni. Hún roðnar smá í kinnum þegar hún er innt eftir draumamótleikaranum hér á Íslandi og nefnir þann sem fær margar dömur til að kikna í hnjánum, hann Þorvald Davíð. María segist vera hrifin af rómantískum gamanmyndum og þar er Jennifer Aniston í sérstöku uppáhaldi. Það er spurning hvort ekki sé kominn tími á íslenska gamanrómantík með þeim Maríu og Þorvaldi í aðalhlutverki.María með systrum sínum á útskriftardaginnVísir/EinkaeiguFrægðarsólin rís hátt María er hlédræg og feimin. Hún vill fá að halda sér og sínu aðeins út af fyrir sig, sérstaklega eftir því sem athyglin sem beinist að henni eykst. Hún er með lítið hjarta og þolir illa eitthvað sem tekur á taugarnar eins og hryllingsmyndir. Hún gæti verkað lokuð en í raun þá velur hún vandlega hverjum hún hleypir að sér og því getur það tekið hana smá tíma að kynnast fólki. Þessi feimni hverfur þegar hún baðar sig í ljóma sviðsljóssins. Henni líður vel á sviði og finnst hún vera komin heim. Þessi skyndilega frægð sem hefur fylgt sigri hennar í Söngvakeppninni hefur komið henni ögn í opna skjöldu og hún segist þurfa að venjast því að fólk úti á götu viti allt í einu hver hún er og veiti henni sérstaka athygli. María er ekki ókunnug söng og sviðsljósinu því þegar hún var aðeins sextán ára gömul þá lék hún næstelstu von Trapp-dótturina, Lovísu, í Söngvaseiði í Borgarleikhúsinu. María segir þann söngleik vera í sérstöku uppáhaldi hjá sér og mætti í raun flokka sem hennar uppáhaldsmynd. Hlutverkið hafi því í raun verið ákveðinn draumur að rætast. Lovísa lifir í henni því María segist vera stríðnispúki í eðli sínu. Það hálfhlakkar í henni þegar við ræðum um Lovísu von Trapp því „það kemur bara smá púki í mig stundum“, segir hún og brosir. Hún rifjar upp hvernig hún hrekkti systur sínar þegar hún var yngri, og segist hafa verið pínu pirrandi litla systir, alltaf að „bögga þær og fela dótið þeirra, ég var eiginlega óþolandi“. Þær virðast ekki erfa það við hana því hún segist finna fyrir miklum stuðningi frá fjölskyldu sinni.María með strákunum í StopWaitGoVísir/EinkaeiguFlýgur til Austurríkis María á þrjú systkini, einn bróður og tvær systur. Hún segir fjölskylduna vera mjög spennta fyrir Eurovision og að öll langi þau til að fylgja henni hvert fótmál. Þó sé raunin sú að ansi fáir miðar séu í boði á sjálfa keppnina svo einhverjir fjölskyldumeðlimir verði að láta sér nægja að styðja hana úr fjarska. María er ekki eini söngfuglinn í fjölskyldunni því pabbi hennar er í kór og eldri systir hennar, Ardís, tók þátt í Idol fyrir þó nokkrum árum og komst í undanúrslitin. María man vel eftir þeim tíma, hún var tíu ára og fannst mjög merkilegt að systir sín skyldi vera keppandi. Hún mætti á allar sýningarnar í Smáralind og útbjó spjald Ardísi til stuðnings. Hún tók inn á sig gagnrýni dómaranna, varð þeim reið, og var frekar miður sín þegar Ardís datt úr keppni. Þrátt fyrir þessa upplifun þá finnst henni ekki vera samhljómur á milli þessa tíma og nú í dag þegar hún sjálf er í sviðsljósinu. Ardís hefur endurgoldið henni stuðninginn og mætti með mynd af henni á keppnina og hvetur hana til dáða. María lætur sér fátt um álit annarra á laginu finnast og er sterk og ákveðin í að standa sig vel enda beinast augu þjóðarinnar að henni og þegar hún er spurð hvort hún ætli að gera okkur það að vinna keppnina þá svarar hún með stríðnisglotti: „Á maður nokkuð að vera að gera það?“ Það er greinilegt að þessi stúlka ætlar sér alla leið og við þurfum að fara að huga alvarlega að því að kannski munum við loksins vinna keppnina.
Eurovision Lífið Mest lesið Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Lífið „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Bíó og sjónvarp Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar Lífið Hefndi sín með því að missa meydóminn Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Lífið Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Lífið Fleiri fréttir Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Sjá meira