Hvenær er rétti tíminn fyrir kynlíf? sigga dögg skrifar 20. febrúar 2015 11:00 Vísir/Getty Í viku hverri flakka ég á milli grunnskóla og félagsmiðstöðva og svara nafnlausum spurningum nemenda um kynlíf og líkamann. Ég er gjarnan spurð hvort ég greini mun á spurningum unglinga frá því að ég byrjaði með kynfræðsluna árið 2010 og núna. Ég er alltaf að hitta nýja unglinga og spurningarnar eru því gjarnan þær sömu. Hér eru nýlegar nafnlausar spurningar úr kynfræðslu grunnskólanemenda á aldrinum 13 ára til 16 ára.Spurning: Er hægt að fá kynsjúkdóm í munninn?Svar: Það er svo sannarlega hægt. Kynsjúkdómar smitast með snertingu slímhúðar og/eða með blóði. Ef munnmök eru stunduð, munnur á kynfæri, og kynfærið er sýkt af kynsjúkdómi þá getur viðkomandi smitast. Einnig geta frunsur af munni smitast á kynfæri. Það er mælt með því að nota verjur við munnmök. Ef um ræðir typpi þá er notaður smokkur. Það er ein af ástæðum þess að framleiddir eru smokkar með bragði. Ef um píku ræðir eða rass þá er mælt með að nota plastfilmu líkt og tannlæknar nota. Slíkt hefur ekki verið fáanlegt hér á landi og því er mælt með að klippa smokk langsum og strengja yfir staðinn sem á að sleikja. Ef viðkomandi hefur bara stundað óvarin munnmök þá yrði það greint með stroku í hálsi. Ef viðkomandi stundaði einnig óvarðar samfarir þá ætti að vera nóg að greina með þvagprufu. Þú getur fengið kynsjúkdóma í hálsinn, rassinn og kynfærin og þú getur verið með nokkra kynsjúkdóma í einu. Þess vegna skiptir máli að þekkja kynsjúkdómastöðu viðkomandi áður en óvarið kynlíf er stundað, nú eða bara nota smokkinn. Þetta er kjörið til að ræða frekar með skólahjúkrunarfræðingnum sem er sérfræðingur í öllu sem tengist kynsjúkdómum og verjum.Spurning: Hvernig veit maður hvort maður sér tilbúin/n til að stunda kynlíf?Svar: Það getur verið vandasamt að vita það en ég bjó til gátlista fyrir unglinga og gott er að muna að kynlíf er meira en bara samfarir. Allt kynlíf byrjar í heilanum, hvað segir hann þér? Segir hann já eða er hann stressaður og kvíðinn? Heili stýrir kynfærum og því þarf hann að vera með ef þú ert að velta þessu fyrir þér. Annað, áfengi deyfir kynfæri og heila og því er mikilvægt að vera edrú. Ef þú treystir þér ekki til þess, þá ertu ekki tilbúin/n. Hefur þú stundað sjálfsfróun? Allt kynlíf byrjar á okkur sjálfum og því þurfum við að þekkja eigin líkama áður en við stundum kynlíf með annarri manneskju. Þá vil ég líka að þú getir talað við bólfélagann þinn. Spurt hvað viðkomandi þyki gott og sagt hvað þér þyki gott. Horfst í augu og spurt hvort ekki sé allt í lagi og hvort megi halda áfram. Kynlíf er ákveðinn tjáningarmáti fólks og því mikilvægt að geta talað við bólfélagann. Getur þú keypt smokka og kanntu að nota þá? Veistu hvað það er að fara í tékk? Getur þú leitað til einhvers fullorðins sem þú treystir til að gefa svar og ráð við kynferðislegum málefnum? Það getur margt komið upp á í kynlífi og því er gott að geta leitað til einhvers sem svarar spurningum manns á hreinskilinn og heiðarlegan hátt. Heilsa Tengdar fréttir Hvað gerist í kynsjúkdómaskoðun? Hefur þú ekki alltaf velt því fyrir þér hvað raunverulega felist í því að láta kanna hvort þú sért með kynsjúkdóm? 9. febrúar 2015 11:00 Fer kynlífshegðun eftir kynhneigð? Það er gömul og úrelt mýta að kynhneigð stýri kynhegðun 30. janúar 2015 14:00 Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira
Í viku hverri flakka ég á milli grunnskóla og félagsmiðstöðva og svara nafnlausum spurningum nemenda um kynlíf og líkamann. Ég er gjarnan spurð hvort ég greini mun á spurningum unglinga frá því að ég byrjaði með kynfræðsluna árið 2010 og núna. Ég er alltaf að hitta nýja unglinga og spurningarnar eru því gjarnan þær sömu. Hér eru nýlegar nafnlausar spurningar úr kynfræðslu grunnskólanemenda á aldrinum 13 ára til 16 ára.Spurning: Er hægt að fá kynsjúkdóm í munninn?Svar: Það er svo sannarlega hægt. Kynsjúkdómar smitast með snertingu slímhúðar og/eða með blóði. Ef munnmök eru stunduð, munnur á kynfæri, og kynfærið er sýkt af kynsjúkdómi þá getur viðkomandi smitast. Einnig geta frunsur af munni smitast á kynfæri. Það er mælt með því að nota verjur við munnmök. Ef um ræðir typpi þá er notaður smokkur. Það er ein af ástæðum þess að framleiddir eru smokkar með bragði. Ef um píku ræðir eða rass þá er mælt með að nota plastfilmu líkt og tannlæknar nota. Slíkt hefur ekki verið fáanlegt hér á landi og því er mælt með að klippa smokk langsum og strengja yfir staðinn sem á að sleikja. Ef viðkomandi hefur bara stundað óvarin munnmök þá yrði það greint með stroku í hálsi. Ef viðkomandi stundaði einnig óvarðar samfarir þá ætti að vera nóg að greina með þvagprufu. Þú getur fengið kynsjúkdóma í hálsinn, rassinn og kynfærin og þú getur verið með nokkra kynsjúkdóma í einu. Þess vegna skiptir máli að þekkja kynsjúkdómastöðu viðkomandi áður en óvarið kynlíf er stundað, nú eða bara nota smokkinn. Þetta er kjörið til að ræða frekar með skólahjúkrunarfræðingnum sem er sérfræðingur í öllu sem tengist kynsjúkdómum og verjum.Spurning: Hvernig veit maður hvort maður sér tilbúin/n til að stunda kynlíf?Svar: Það getur verið vandasamt að vita það en ég bjó til gátlista fyrir unglinga og gott er að muna að kynlíf er meira en bara samfarir. Allt kynlíf byrjar í heilanum, hvað segir hann þér? Segir hann já eða er hann stressaður og kvíðinn? Heili stýrir kynfærum og því þarf hann að vera með ef þú ert að velta þessu fyrir þér. Annað, áfengi deyfir kynfæri og heila og því er mikilvægt að vera edrú. Ef þú treystir þér ekki til þess, þá ertu ekki tilbúin/n. Hefur þú stundað sjálfsfróun? Allt kynlíf byrjar á okkur sjálfum og því þurfum við að þekkja eigin líkama áður en við stundum kynlíf með annarri manneskju. Þá vil ég líka að þú getir talað við bólfélagann þinn. Spurt hvað viðkomandi þyki gott og sagt hvað þér þyki gott. Horfst í augu og spurt hvort ekki sé allt í lagi og hvort megi halda áfram. Kynlíf er ákveðinn tjáningarmáti fólks og því mikilvægt að geta talað við bólfélagann. Getur þú keypt smokka og kanntu að nota þá? Veistu hvað það er að fara í tékk? Getur þú leitað til einhvers fullorðins sem þú treystir til að gefa svar og ráð við kynferðislegum málefnum? Það getur margt komið upp á í kynlífi og því er gott að geta leitað til einhvers sem svarar spurningum manns á hreinskilinn og heiðarlegan hátt.
Heilsa Tengdar fréttir Hvað gerist í kynsjúkdómaskoðun? Hefur þú ekki alltaf velt því fyrir þér hvað raunverulega felist í því að láta kanna hvort þú sért með kynsjúkdóm? 9. febrúar 2015 11:00 Fer kynlífshegðun eftir kynhneigð? Það er gömul og úrelt mýta að kynhneigð stýri kynhegðun 30. janúar 2015 14:00 Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira
Hvað gerist í kynsjúkdómaskoðun? Hefur þú ekki alltaf velt því fyrir þér hvað raunverulega felist í því að láta kanna hvort þú sért með kynsjúkdóm? 9. febrúar 2015 11:00
Fer kynlífshegðun eftir kynhneigð? Það er gömul og úrelt mýta að kynhneigð stýri kynhegðun 30. janúar 2015 14:00