Lífið

Söngleikur um Elly Vilhjálms

Adda Soffía Ingvarsdóttir skrifar
Gísli Örn vinnur nú hörðum höndum að því að finna rétta fólkið í hlutverkin.
Gísli Örn vinnur nú hörðum höndum að því að finna rétta fólkið í hlutverkin.
„Já, nú er leitin að Elly í aðalhlutverkið hafin,“ segir Gísli Örn Garðarsson leikari, en hann vinnur að söngleik sem byggður er á ævisögu söngkonunnar.

Vesturport hefur gengið frá samningi um ævisögu Ellyjar Vilhjálmsdóttur sem Margrét Blöndal skrifaði, bæði til söngleikja- og kvikmyndagerðar. Handritið mun hann skrifa ásamt Ólafi Agli Egilssyni. „Við erum búin að ganga með þetta í maganum í nokkur ár og það verður frábært að hafa Margréti okkur innan handar. Hún er hlaðin af upplýsingum eftir tveggja ára vinnu við gerð bókarinnar og það verður ómetanlegt að hafa hana með í ferlinu,“ segir Gísli.

Hann segir ævi Ellyjar hafa verið einstaklega viðburðarríka og í karlaheiminum hafi hún staðið í miðjum hvirfilbylnum. „Saga hennar er svo merkileg. Það var svo mikið að gerast í tónlist á þessum tíma og skemmtilegur tími, en þetta var mikill karlaheimur sem hún var í,“ segir Gísli. Nú tekur við leit að leik- og söngvurum í söngleikinn. „Við þurfum að finna í öll helstu hlutverkin; Elly og Vilhjálm og alla sem voru í tónlist á þessum tíma,“ segir Gísli.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.