Endurkoma Toy Machine tileinkuð stórhuga sjómanni Guðrún Ansnes skrifar 23. febrúar 2015 09:00 Baldvin Z, leikstjóri og trommari vísir/vilhelm Rokksveitarinnar Toy Machine, sem gerði garðinn frægan fyrir tæpum einum og hálfum áratug, ætlar að snúa aftur. Markmið meðlima sveitarinnar er að heiðra minningu sjómannsins Guðmundar Cesars Magnússonar, sem dó hetjudauða við að bjarga lífi tengdarsonar síns árið 2009. Meðlimir Toy Machine vilja segja frá aðkomu Guðmundar að tónlistarlífi og segja hann hafa fengið hugmyndina að hinni vinsælu tónlistarhátíð Iceland Airwaves. „Nú er kominn tími á að ljúka einhverju sem við byrjuðum á,“ segir Baldvin Z, leikstjóri og trommuleikari sveitarinnar, sem legið hefur í dvala undanfarin þrettán ár. „Endurkoman er til að segja sögu sem hefur verið ósögð alltof lengi. Ætlum að segja ósögðustu sögu íslenskrar tónlistarsögu á tónleikunum. Við viljum skerpa á aðkomu Cesars heitins að málinu,“ segir Baldvin. Neðanjarðarharðkjarnahljómsveitina skipa þeir Jenni í Brain Police, Atli Hergilsson (Atli leðja) og Kristján Örnólfsson auk Baldvins Z. Árni Elliot sem einnig var meðlimur bandsins er fjarri góðu gamni að þessu sinni. Stendur Baldvin á því fastar en fótunum að Guðmundur Cesar Magnússon eigi hugmyndina að hátíðinni. Hún hafi upphaflega fengið byr undir báða vængi á Sjallanum á Akureyri fyrir um fimmtán árum. „Við héldum smá tónleikaveislu á Sjallanum fyrir nokkra útlendinga sem boðið var til landsins að hlusta á íslensk bönd og þar gerðist eitthvað,“ segir Baldvin. Útvarpskempan Ólafur Páll Gunnarsson, betur þekktur sem Óli Palli, tekur undir með Baldvini og segir Guðmund Cesar hafa verið stórhuga mann sem skyndilega fékk áhuga á að flytja íslenska tónlist út. „Hann stóð á fimmtugu þegar hann fór að sjá fyrir sér að fá útlendinga til landsins og þannig flytja út böndin. Hann bar þetta upp við Magnús Stephensen, þáverandi markaðsstjóra Icelandair, sem tók vel í það og þaðan fór boltinn svo að rúlla,“ segir Óli Palli. „Við verðum að muna eftir þessum hetjum og halda minningunni á lofti. Hvað ef Guðmundur Cesar hefði ekki komið með þessa hugmynd?“ segir Óli Palli og bendir hér á gríðarlega veigamikið hlutverk Iceland Airwaves í uppgangi íslensks tónlistarlífs undanfarin ár. „Október var steindauður í ferðamannadagatalinu hér á landi í kringum 1999. Nú er það þrautin þyngri að ná herbergi í Reykjavík á þessum tíma“, segir Óli Palli og bendir þannig á veigamikil áhrif Iceland Airwaves á ferðamennsku og íslenskt tónlistarlíf. Tengdar fréttir Tuttugu ára afmæli X-977 - Brain Police Hljómsveitin Brain Police er ein af þeim sveitum sem koma fram á afmælistónleikum X-977 í listasafni Reykjavíkur á þriðjudagskvöldið. 24. október 2013 10:29 Skapaði hliðarheim til að flýja sársaukann Kvikmyndin Vonarstræti var frumsýnd í vikunni og vakti einróma hrifningu. Leikstjórinn Baldvin Z segist hálfklökkur yfir viðtökunum. 10. maí 2014 12:00 Höll minninganna: Frá Baldvini Z til Baldvins Z Leikstjórinn tengist fegurðardrottningum órjúfanlegum böndum. 10. september 2014 09:00 Mest lesið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Jörundur og Magdalena selja íbúð á eftirsóttum stað „Hann var of góður fyrir þennan grimma heim sem við búum í“ „Mér finnst ekkert skemmtilegra en að spila bridge“ „Sköpunargáfan er svo mikill prakkari að hún ullar á plön“ Sjá meira
Rokksveitarinnar Toy Machine, sem gerði garðinn frægan fyrir tæpum einum og hálfum áratug, ætlar að snúa aftur. Markmið meðlima sveitarinnar er að heiðra minningu sjómannsins Guðmundar Cesars Magnússonar, sem dó hetjudauða við að bjarga lífi tengdarsonar síns árið 2009. Meðlimir Toy Machine vilja segja frá aðkomu Guðmundar að tónlistarlífi og segja hann hafa fengið hugmyndina að hinni vinsælu tónlistarhátíð Iceland Airwaves. „Nú er kominn tími á að ljúka einhverju sem við byrjuðum á,“ segir Baldvin Z, leikstjóri og trommuleikari sveitarinnar, sem legið hefur í dvala undanfarin þrettán ár. „Endurkoman er til að segja sögu sem hefur verið ósögð alltof lengi. Ætlum að segja ósögðustu sögu íslenskrar tónlistarsögu á tónleikunum. Við viljum skerpa á aðkomu Cesars heitins að málinu,“ segir Baldvin. Neðanjarðarharðkjarnahljómsveitina skipa þeir Jenni í Brain Police, Atli Hergilsson (Atli leðja) og Kristján Örnólfsson auk Baldvins Z. Árni Elliot sem einnig var meðlimur bandsins er fjarri góðu gamni að þessu sinni. Stendur Baldvin á því fastar en fótunum að Guðmundur Cesar Magnússon eigi hugmyndina að hátíðinni. Hún hafi upphaflega fengið byr undir báða vængi á Sjallanum á Akureyri fyrir um fimmtán árum. „Við héldum smá tónleikaveislu á Sjallanum fyrir nokkra útlendinga sem boðið var til landsins að hlusta á íslensk bönd og þar gerðist eitthvað,“ segir Baldvin. Útvarpskempan Ólafur Páll Gunnarsson, betur þekktur sem Óli Palli, tekur undir með Baldvini og segir Guðmund Cesar hafa verið stórhuga mann sem skyndilega fékk áhuga á að flytja íslenska tónlist út. „Hann stóð á fimmtugu þegar hann fór að sjá fyrir sér að fá útlendinga til landsins og þannig flytja út böndin. Hann bar þetta upp við Magnús Stephensen, þáverandi markaðsstjóra Icelandair, sem tók vel í það og þaðan fór boltinn svo að rúlla,“ segir Óli Palli. „Við verðum að muna eftir þessum hetjum og halda minningunni á lofti. Hvað ef Guðmundur Cesar hefði ekki komið með þessa hugmynd?“ segir Óli Palli og bendir hér á gríðarlega veigamikið hlutverk Iceland Airwaves í uppgangi íslensks tónlistarlífs undanfarin ár. „Október var steindauður í ferðamannadagatalinu hér á landi í kringum 1999. Nú er það þrautin þyngri að ná herbergi í Reykjavík á þessum tíma“, segir Óli Palli og bendir þannig á veigamikil áhrif Iceland Airwaves á ferðamennsku og íslenskt tónlistarlíf.
Tengdar fréttir Tuttugu ára afmæli X-977 - Brain Police Hljómsveitin Brain Police er ein af þeim sveitum sem koma fram á afmælistónleikum X-977 í listasafni Reykjavíkur á þriðjudagskvöldið. 24. október 2013 10:29 Skapaði hliðarheim til að flýja sársaukann Kvikmyndin Vonarstræti var frumsýnd í vikunni og vakti einróma hrifningu. Leikstjórinn Baldvin Z segist hálfklökkur yfir viðtökunum. 10. maí 2014 12:00 Höll minninganna: Frá Baldvini Z til Baldvins Z Leikstjórinn tengist fegurðardrottningum órjúfanlegum böndum. 10. september 2014 09:00 Mest lesið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Jörundur og Magdalena selja íbúð á eftirsóttum stað „Hann var of góður fyrir þennan grimma heim sem við búum í“ „Mér finnst ekkert skemmtilegra en að spila bridge“ „Sköpunargáfan er svo mikill prakkari að hún ullar á plön“ Sjá meira
Tuttugu ára afmæli X-977 - Brain Police Hljómsveitin Brain Police er ein af þeim sveitum sem koma fram á afmælistónleikum X-977 í listasafni Reykjavíkur á þriðjudagskvöldið. 24. október 2013 10:29
Skapaði hliðarheim til að flýja sársaukann Kvikmyndin Vonarstræti var frumsýnd í vikunni og vakti einróma hrifningu. Leikstjórinn Baldvin Z segist hálfklökkur yfir viðtökunum. 10. maí 2014 12:00
Höll minninganna: Frá Baldvini Z til Baldvins Z Leikstjórinn tengist fegurðardrottningum órjúfanlegum böndum. 10. september 2014 09:00