Lífið

Steiktur humar með ólífusalsa, avókadó og grilluðu súrdeigsbrauði.

Humar
Humar
Eyþór Rúnarsson meistarakokkur gefur lesendum hér uppskrift að girnilegum humarrétti sem hann hristi fram úr erminni í þætti sínum Eldhúsinu hans Eyþórs á Stöð 2. Rétturinn er vonum framar bragðgóður og einfaldur í gerð. Steiktur humar með ólífusalsa, avókadó og grilluðu súrdeigsbrauði. Ólífusalsa · 100 g steinlausar ólífur í olíu · ½ fínt skorinn rauðlaukur · 1 stk. gul paprika fínt skorin · 1 msk. fínt skorið rautt chili · ½ stk. hunangsmelóna (skorin í litla teninga) · 2 msk. fínt skorin ítölsk steinselja · 2 msk. sítrónusafi · 100 ml extra virgin ólífuolía · sjávarsalt · hvítur pipar úr kvörn Skerið ólífurnar í fernt og setjið í skál með öllu hinu hráefninu. Smakkið til með salti og pipar. Humar og súrdeigsbrauð · 2 stk. fullþroskuð avókadó · 12 stk. pillaðir stórir humarhalar · 4 stk. súrdeigbrauðsneiðar · ½ sítróna · Ólífuolía · Sjávarsalt · Hvítur pipar úr kvörn Skerið avókadóið í tvennt, takið steininn úr því og skafið allt innan úr því með matskeið. Setjið á disk og kreistið safann úr sítrónunni yfir avókadóið, stappið allt saman með gaffli og smakkið til með saltinu og piparnum. Hitið pönnu með ólífuolíu og steikið humarinn í ca. 2 mín á hvorri hlið. Penslið súrdeigsbrauðið með ólífuolíu og grillið það á grillpönnu í ca. 1 mín á hvorri hlið. Kryddið brauðið með salti og pipar. Smyrjið avókadómaukinu yfir brauðið og raðið steikta humrinum ofan á brauðið og setjið ólífusalsað yfir.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×