HönnunarMars er handan við hornið Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 28. febrúar 2015 12:15 Kristín og Tanja eru meðal þeirra hönnuða sem taka þátt í HönnunarMars í ár. Tanja Huld Levý Guðmundsdóttir, fata- og textílhönnuður sýnir sína fyrstu fatalínu, Eitur í flösku í Gallerí Ekkisens, Bergstaðarstræti 25b. Opnunin verður þann 11. mars klukkan 18.00 og sýningin verður opin alla daga til 15. mars frá klukkan 13.00 „Mér finnst hugmyndavinnan vera eitt það skemmtilegasta og mikilvægasta í ferlinu,“ segir Tanja Huld. „Ég byrja á að vinna þannig að ég bý til eitthvað konsept og út frá því þá tek ég myndir, les bækur, horfi á heimildarmyndir og bara allskonar. Allt sem mér dettur í hug í sambandi við konseptið.“ En línunni segir Tanja mega lýsa sem könnun á eigin fagurfræði. „Í þessu tilfelli fór ég að safna myndum af olíubrák og gerði litagreiningu út frá því.“Vísir/VilhelmFatalínan ber nafnið Eitur í flösku. „Nafnið er í rauninni tilvísun í bæði leikinn og eitrið sem olían er í hafinu.“ Skissubókin „Mér finnst mjög mikilvægt að vera með skissubók og vera svolítið hömlulaus og setja allt inn í hana sem tengist verkefninu,“ segir hún og bætir við að skissubókin sé einskonar biblía hönnuðarins. Óvenjulegur efniviður „Ég fór að skoða efni sem notað er í fluguhnýtingar. Ég fékk bara hugmyndina út frá flatfisknum. Ég nota þetta í sumar flíkurnar,“ segir Tanja um glitrandi efniviðinn.Fjölbreytt efni Efnin eru handþrykkt af Tönju en hún notast einnig einnig við digital-prent. „Flest efnin eru handþrykkt og svo læt ég líka digital-prenta fyrir mig og þrykki svo ofan á það.“Vísis/PjeturKristín Sigfríður Garðarsdóttir, keramiker sýnir í Húrra Reykjavík ásamt Ólöfu Erlu Bjarnardóttur, keramiker. Sýning þeirra ber nafnið Húrra Keramik og verður opnuð þann 12. mars klukkan 17.00. Sýningin verður opin frá 12. mars til 15. mars alla daga frá klukkan 11.00.Innblásturinn„Það að hræra í hafragrautnum á morgnana veitir mér til dæmis innblástur að teikningunum að sleifum og göfflum sem ég brenni síðan í glerunginn,“ segir Kristín sem veltir fyrir sér hversdagslegri stemningu og formum í verki sínu. „Hversu langt ég get teygt og togað diskinn án þess að eyðileggja formið. Hversu mikið get ég kreist og kramið bollann svo úr verði spennandi form?“ eru meðal spurninga sem Kristín veltir fyrir sér. „Annar sonur minn kallaði verkefnið Ófærur því diskarnir minntu hann á skaflana sem hafa verið að blása til og frá í vetur og skapa ótrúlega falleg form.“Skissubókin Í skissubók Kristínar má sjá rissaðar myndir af eldhúsáhöldum sem bollarnir og skálarnar verða skreytt með áður þau fara í síðasta skipti í brennsluofninn.Verk Í vinnslu Bollar og diskar bíða eftir að gafflar og skeiðar verði teiknuð á þá. „Undanfarin ár hef ég töluvert unnið með frekar hversdagslega stemningu, snerting af ýmsum toga hefur verið mér hugleikin. Til dæmis hvernig bollinn fer í hendi meðan maður veltir honum um í lófanum,“ segir Kristín. HönnunarMars Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Fleiri fréttir Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Sjá meira
Tanja Huld Levý Guðmundsdóttir, fata- og textílhönnuður sýnir sína fyrstu fatalínu, Eitur í flösku í Gallerí Ekkisens, Bergstaðarstræti 25b. Opnunin verður þann 11. mars klukkan 18.00 og sýningin verður opin alla daga til 15. mars frá klukkan 13.00 „Mér finnst hugmyndavinnan vera eitt það skemmtilegasta og mikilvægasta í ferlinu,“ segir Tanja Huld. „Ég byrja á að vinna þannig að ég bý til eitthvað konsept og út frá því þá tek ég myndir, les bækur, horfi á heimildarmyndir og bara allskonar. Allt sem mér dettur í hug í sambandi við konseptið.“ En línunni segir Tanja mega lýsa sem könnun á eigin fagurfræði. „Í þessu tilfelli fór ég að safna myndum af olíubrák og gerði litagreiningu út frá því.“Vísir/VilhelmFatalínan ber nafnið Eitur í flösku. „Nafnið er í rauninni tilvísun í bæði leikinn og eitrið sem olían er í hafinu.“ Skissubókin „Mér finnst mjög mikilvægt að vera með skissubók og vera svolítið hömlulaus og setja allt inn í hana sem tengist verkefninu,“ segir hún og bætir við að skissubókin sé einskonar biblía hönnuðarins. Óvenjulegur efniviður „Ég fór að skoða efni sem notað er í fluguhnýtingar. Ég fékk bara hugmyndina út frá flatfisknum. Ég nota þetta í sumar flíkurnar,“ segir Tanja um glitrandi efniviðinn.Fjölbreytt efni Efnin eru handþrykkt af Tönju en hún notast einnig einnig við digital-prent. „Flest efnin eru handþrykkt og svo læt ég líka digital-prenta fyrir mig og þrykki svo ofan á það.“Vísis/PjeturKristín Sigfríður Garðarsdóttir, keramiker sýnir í Húrra Reykjavík ásamt Ólöfu Erlu Bjarnardóttur, keramiker. Sýning þeirra ber nafnið Húrra Keramik og verður opnuð þann 12. mars klukkan 17.00. Sýningin verður opin frá 12. mars til 15. mars alla daga frá klukkan 11.00.Innblásturinn„Það að hræra í hafragrautnum á morgnana veitir mér til dæmis innblástur að teikningunum að sleifum og göfflum sem ég brenni síðan í glerunginn,“ segir Kristín sem veltir fyrir sér hversdagslegri stemningu og formum í verki sínu. „Hversu langt ég get teygt og togað diskinn án þess að eyðileggja formið. Hversu mikið get ég kreist og kramið bollann svo úr verði spennandi form?“ eru meðal spurninga sem Kristín veltir fyrir sér. „Annar sonur minn kallaði verkefnið Ófærur því diskarnir minntu hann á skaflana sem hafa verið að blása til og frá í vetur og skapa ótrúlega falleg form.“Skissubókin Í skissubók Kristínar má sjá rissaðar myndir af eldhúsáhöldum sem bollarnir og skálarnar verða skreytt með áður þau fara í síðasta skipti í brennsluofninn.Verk Í vinnslu Bollar og diskar bíða eftir að gafflar og skeiðar verði teiknuð á þá. „Undanfarin ár hef ég töluvert unnið með frekar hversdagslega stemningu, snerting af ýmsum toga hefur verið mér hugleikin. Til dæmis hvernig bollinn fer í hendi meðan maður veltir honum um í lófanum,“ segir Kristín.
HönnunarMars Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Fleiri fréttir Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Sjá meira