Lífið

Flight Facilities á Secret Solstice

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Meðlimir sveitarinnar þykja líflegir og segir Friðrik Ólafsson, framkvæmdastjóri Secret Solstice, að hann og hans fólk kynni sveitina með miklu stolti.
Meðlimir sveitarinnar þykja líflegir og segir Friðrik Ólafsson, framkvæmdastjóri Secret Solstice, að hann og hans fólk kynni sveitina með miklu stolti.
Ástralska rafsveitin Flight Facilities mun troða upp á Secret Solstice næsta sumar. Sveitin hefur getið sér gott orð fyrir framkomu á tónleikum og vakti hún nýverið sérstaka athygli fyrir myndbandið við lagið Down to Earth. Leikarinn Sam Rockwell kom fram í myndbandinu en hann er þekktur fyrir leik sinn í myndum á borð við Confessions of a Dangerous Mind og The Green Mile.

Sam Rockwell
„Við erum mjög stolt að kynna Flight Facilities til leiks,“ segir Friðrik Ólafsson, framkvæmdastjóri Secret Solstice, og heldur áfram: „Sveitin spilar mjög flotta og lifandi hústónlist og mun spila á stóra sviðinu hjá okkur.“

Flight Facilities gaf út plötuna Down to Earth í fyrra og naut sveitin mikilla vinsælda í fjölfarið. Nú í ár hefur hún sent frá sér tvö lög sem hafa ratað á vinsældalista í Ástralíu og eru meðlimir sveitarinnar nú á leið til Bandaríkjanna á tónleikaferðalag. 

Sam Rockwell segist einmitt hafa hrifist af sveitinni og hafi því verið meira en tilbúinn að koma fram í myndbandinu. „Mér finnst gaman að hrista á mér stélið,“ sagði hann í viðtali og bætti við að hann hefði lært ný dansspor við gerð myndbandsins sem munu nýtast honum á dansgólfinu til frambúðar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.