Bankarnir ráða Sigurjón M. Egilsson skrifar 3. mars 2015 00:00 Grímseyingar lifa í ótta. Með öllu er óvíst hvort byggð helst áfram í eynni. Vilji heimamanna er skýr. Þeir vilja viðhalda byggðinni. Vilji Íslandsbanka er skýr. Hann vill innheimta skuldir Grímseyinga. Bankinn mun ráða. Byggðin er í mikilli óvissu. Tilraun um að viðhalda henni og atvinnu er við að mistakast. Fyrir fáum árum var drjúgur hluti fiskveiðikvóta Grímseyinga til sölu. Nokkrir heimamenn gerðu hvað þeir gátu, slógu lán og keyptu hluta kvótans. Þar með töldu þeir, og aðrir Grímseyingar, að byggðinni væri bjargað. Dæmið gekk ekki upp. Vonlaust er og var að láta enda ná saman, gera út með öllum kostnaði, borga laun og svo af kvótaláninu við bankann. Innst inni vissu eflaust flestir að svona myndi fara. Bankinn tók þátt, lánaði til kvótakaupanna og hann mun síðastur allra axla sína ábyrgð á því sem gert var. Bankinn tók þátt í öllu með lánveitingunum. Hann verður víst að fá sitt. Bankans er valdið um framtíð Grímseyjar. Ekki heimamanna eða stjórnmálamanna. Bæjarstjórn Vestmannaeyja, þess sjávarpláss sem einna mestrar velgengni hefur notið, gerir athugasemdir við þetta og finnur greinilega til með Grímseyingum. Í bókun bæjarstjórnarinnar segir að fjármálastofnanir hafi ráðandi vægi í rekstri margra útgerðarfyrirtækja og illu heilli virðist það háð geðþótta þeirra hverjum sé gert kleift að gera út og hverjum ekki. Og þar með virðist byggðaþróun á Íslandi ákveðin í höfuðstöðvum bankanna þriggja. Ekki af Byggðastofnun eða Alþingi. Framgangurinn er í höndum viðskiptabankanna. Þar er ekki spurt um hagsæld fólks eða hvernig er best að byggð þróist, viðhaldist eða ekki. Ísland hefur verið gagnrýnt fyrir að hafa ekki markverða byggðastefnu. Kannski er hún óþörf. Eftir skuldsetningaræðið í aðdraganda hrunsins er valdið sem fyrr segir hjá bönkunum. Þeirra samfélagslegu skyldur koma á eftir arðsemiskröfu eigendanna. Bæjarstjórn Vestmannaeyja, sem er tengdari sjávarútvegi en almennt gerist, sér að staðan er afleit. Nú beinist kastljósið að Grímsey, sem er sérlega áberandi tilfelli, síðast var það Djúpivogur, Þingeyri og Húsavík. Hvar það verður næst er vont um að segja, en það verður einhvers staðar. Enn vantar að tekist verði á um hvað beri að gera. Á að hámarka arðsemi í sjávarútvegi, halda áfram að færa kvótann á færri hendur eða á að nota hann líka til byggðaverkefna? Íslenska ríkið útdeilir fimm prósentum kvótans og tekist er á um hvort auka eigi ríkiskvótann. Stóri áhrifavaldurinn í byggðaþróun eru bankarnir. Þeir ráða mestu vegna skuldsetningar fjölda útgerða, oft útgerða sem eru örlagavaldar um hvort byggð helst á viðkomandi stað eða ekki. Grímsey er skýrt dæmi um það. „Þar með ráða þessar fjármálastofnanir orðið byggðaþróun á Íslandi í gegnum lánsveð í aflaheimildum. Þau tengsl sem hingað til hafa verið milli útgerða og íbúa sjávarbyggða eru þar með rofin,“ segir bæjarstjórn Vestmannaeyja og lýsir þar með ágætlega hinni raunverulegu byggðastefnu á Íslandi. Fyrsti liður hennar tryggir að rukkararnir fái sitt og svo er séð til með aðra. Þetta er vonlaust fyrirkomulag. Að baki er fólk sem á allt sitt undir öðrum framgangsmáta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón M. Egilsson Mest lesið Halldór 02.11.24 Halldór Baldursson Halldór Hvenær nær Bitcoin $1,000,000? Víkingur Hauksson Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun „Hækkar bara og hækkar“ Hjalti Þórisson Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Réttlæti Hallgríms Helgasonar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Hversu góð eru laun lækna? Teitur Ari Theodórsson Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir Skoðun Kveðja, nýútskrifaði kennarinn Hugrún Stefánsdóttir Skoðun Ég er alveg nógu verðmæt eins og ég er! Ragnheiður Stephensen Skoðun
Grímseyingar lifa í ótta. Með öllu er óvíst hvort byggð helst áfram í eynni. Vilji heimamanna er skýr. Þeir vilja viðhalda byggðinni. Vilji Íslandsbanka er skýr. Hann vill innheimta skuldir Grímseyinga. Bankinn mun ráða. Byggðin er í mikilli óvissu. Tilraun um að viðhalda henni og atvinnu er við að mistakast. Fyrir fáum árum var drjúgur hluti fiskveiðikvóta Grímseyinga til sölu. Nokkrir heimamenn gerðu hvað þeir gátu, slógu lán og keyptu hluta kvótans. Þar með töldu þeir, og aðrir Grímseyingar, að byggðinni væri bjargað. Dæmið gekk ekki upp. Vonlaust er og var að láta enda ná saman, gera út með öllum kostnaði, borga laun og svo af kvótaláninu við bankann. Innst inni vissu eflaust flestir að svona myndi fara. Bankinn tók þátt, lánaði til kvótakaupanna og hann mun síðastur allra axla sína ábyrgð á því sem gert var. Bankinn tók þátt í öllu með lánveitingunum. Hann verður víst að fá sitt. Bankans er valdið um framtíð Grímseyjar. Ekki heimamanna eða stjórnmálamanna. Bæjarstjórn Vestmannaeyja, þess sjávarpláss sem einna mestrar velgengni hefur notið, gerir athugasemdir við þetta og finnur greinilega til með Grímseyingum. Í bókun bæjarstjórnarinnar segir að fjármálastofnanir hafi ráðandi vægi í rekstri margra útgerðarfyrirtækja og illu heilli virðist það háð geðþótta þeirra hverjum sé gert kleift að gera út og hverjum ekki. Og þar með virðist byggðaþróun á Íslandi ákveðin í höfuðstöðvum bankanna þriggja. Ekki af Byggðastofnun eða Alþingi. Framgangurinn er í höndum viðskiptabankanna. Þar er ekki spurt um hagsæld fólks eða hvernig er best að byggð þróist, viðhaldist eða ekki. Ísland hefur verið gagnrýnt fyrir að hafa ekki markverða byggðastefnu. Kannski er hún óþörf. Eftir skuldsetningaræðið í aðdraganda hrunsins er valdið sem fyrr segir hjá bönkunum. Þeirra samfélagslegu skyldur koma á eftir arðsemiskröfu eigendanna. Bæjarstjórn Vestmannaeyja, sem er tengdari sjávarútvegi en almennt gerist, sér að staðan er afleit. Nú beinist kastljósið að Grímsey, sem er sérlega áberandi tilfelli, síðast var það Djúpivogur, Þingeyri og Húsavík. Hvar það verður næst er vont um að segja, en það verður einhvers staðar. Enn vantar að tekist verði á um hvað beri að gera. Á að hámarka arðsemi í sjávarútvegi, halda áfram að færa kvótann á færri hendur eða á að nota hann líka til byggðaverkefna? Íslenska ríkið útdeilir fimm prósentum kvótans og tekist er á um hvort auka eigi ríkiskvótann. Stóri áhrifavaldurinn í byggðaþróun eru bankarnir. Þeir ráða mestu vegna skuldsetningar fjölda útgerða, oft útgerða sem eru örlagavaldar um hvort byggð helst á viðkomandi stað eða ekki. Grímsey er skýrt dæmi um það. „Þar með ráða þessar fjármálastofnanir orðið byggðaþróun á Íslandi í gegnum lánsveð í aflaheimildum. Þau tengsl sem hingað til hafa verið milli útgerða og íbúa sjávarbyggða eru þar með rofin,“ segir bæjarstjórn Vestmannaeyja og lýsir þar með ágætlega hinni raunverulegu byggðastefnu á Íslandi. Fyrsti liður hennar tryggir að rukkararnir fái sitt og svo er séð til með aðra. Þetta er vonlaust fyrirkomulag. Að baki er fólk sem á allt sitt undir öðrum framgangsmáta.