Ala á þrælsótta Sigurjón M. Egilsson skrifar 4. mars 2015 07:00 Tveir forsvarsmenn Samtaka iðnaðarins hafa upplýst að af 220 milljarða tekjum af útflutningi áls frá Íslandi verði um eitt hundrað milljarðar eftir hér á landi. Að 120 milljarðar af tekjunum flytjist því úr landi. Er það mikið, eða er það lítið? Þeir segja að hundrað milljarðarnir, sem verða eftir hér, séu tvöfalt meira en framlag íslenska ríkisins til Landspítalans. Það eru miklir peningar og það eru líka þeir 120 milljarðar sem verða til á Íslandi en eru fluttir út árlega. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hefur sagt að erlend fjárfesting á Íslandi sé litlu eða engu betri en erlendar lántökur. Hvort sem er kallar á að miklir peningar flytjist héðan. Forsvarsmönnum iðnaðarins er hugleikið að nýverið voru fréttir, eða umræða öllu heldur, um að Alcoa Fjarðaál hafi verið skuldsett í drep og tryggt að fyrirtækið verði í áraraðir að gera upp við lánveitandann og því séu skattgreiðslur lægri en ella. Umræðan fór af stað og fékk nokkurn meðbyr. Eðlilega. Forsvarsmönnum iðnaðarins er ekki skemmt. Þeir óttast að efasemdarumræða hér geti móðgað ríka útlendinga sem vilji þá jafnvel ekki fjárfesta hér hjá okkur: „Það vantar sárlega meiri erlenda fjárfestingu á Íslandi. Hún hefur og á að byggjast upp á okkar styrkleikum, t.d. hvað varðar orkumál, mannauði og fjölbreytni starfa. Það er einnig mikilvægt að hér byggist upp fjölbreyttur iðnaður þannig að atvinnulíf og hagvöxtur byggi á fleiri stoðum. Ísland hefur marga kosti þegar kemur að því að laða erlenda fjárfesta til landsins. En það er líka margt sem vinnur gegn okkur. Eitt af því er að starfsemi alþjóðlegra fyrirtækja á Íslandi sé gerð tortryggileg.“ Ísland er engin undantekning hvað varðar þörfina á erlendri fjárfestingu. Hún er kannski ekki mikils virði ef hún kostar að ekki megi hreyfa efasemdum og hafa uppi tortryggni um eitt og annað sem fylgir jafn stórri og mikilli starfsemi og stóru iðjuveri. Fyrirtæki sem verður frá fyrsta degi mótandi fyrir það samfélag sem verður þar um alla framtíð. Formælendur iðnaðarins benda pent á og segja: „Efnahagslegur ávinningur af erlendri fjárfestingu er afar mikill. Í þessu samhengi hefur áliðnaðurinn á Íslandi mikið verið ræddur. Álútflutningur nemur 220 milljörðum króna á hverju ári og þar af verða um 100 milljarðar eftir í landinu. Það er rúmlega tvöfalt framlag ríkisins til Landspítalans, sem þó er stærsti útgjaldaliðurinn á fjárlögum. Það segir sig sjálft að það væri verulegt högg fyrir íslenskt þjóðarbú ef við yrðum af þessum tekjum.“ Hvað er gefið í skyn? Að við verðum af tekjunum sem skapast af álverunum. Er þetta hótun um að ef við högum okkur ekki betur fari þau með starfsemi sína burt frá Íslandi? Hættið þessari vitleysu. Allir vita betur. Íslendingar verða ekkert af þessum tekjum. Efasemdirnar snúa að því hvort okkur beri að fá meira en nú er, eða ekki. Þau fyrirtæki sem þola ekki þannig umræðu og bollaleggingar verða að líta í eigin barm og meta hvort þau fái þrifist í gagnrýnu samfélagi eins og okkar eða ekki. Efasemdir eru eðlilegar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón M. Egilsson Mest lesið Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson Skoðun
Tveir forsvarsmenn Samtaka iðnaðarins hafa upplýst að af 220 milljarða tekjum af útflutningi áls frá Íslandi verði um eitt hundrað milljarðar eftir hér á landi. Að 120 milljarðar af tekjunum flytjist því úr landi. Er það mikið, eða er það lítið? Þeir segja að hundrað milljarðarnir, sem verða eftir hér, séu tvöfalt meira en framlag íslenska ríkisins til Landspítalans. Það eru miklir peningar og það eru líka þeir 120 milljarðar sem verða til á Íslandi en eru fluttir út árlega. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hefur sagt að erlend fjárfesting á Íslandi sé litlu eða engu betri en erlendar lántökur. Hvort sem er kallar á að miklir peningar flytjist héðan. Forsvarsmönnum iðnaðarins er hugleikið að nýverið voru fréttir, eða umræða öllu heldur, um að Alcoa Fjarðaál hafi verið skuldsett í drep og tryggt að fyrirtækið verði í áraraðir að gera upp við lánveitandann og því séu skattgreiðslur lægri en ella. Umræðan fór af stað og fékk nokkurn meðbyr. Eðlilega. Forsvarsmönnum iðnaðarins er ekki skemmt. Þeir óttast að efasemdarumræða hér geti móðgað ríka útlendinga sem vilji þá jafnvel ekki fjárfesta hér hjá okkur: „Það vantar sárlega meiri erlenda fjárfestingu á Íslandi. Hún hefur og á að byggjast upp á okkar styrkleikum, t.d. hvað varðar orkumál, mannauði og fjölbreytni starfa. Það er einnig mikilvægt að hér byggist upp fjölbreyttur iðnaður þannig að atvinnulíf og hagvöxtur byggi á fleiri stoðum. Ísland hefur marga kosti þegar kemur að því að laða erlenda fjárfesta til landsins. En það er líka margt sem vinnur gegn okkur. Eitt af því er að starfsemi alþjóðlegra fyrirtækja á Íslandi sé gerð tortryggileg.“ Ísland er engin undantekning hvað varðar þörfina á erlendri fjárfestingu. Hún er kannski ekki mikils virði ef hún kostar að ekki megi hreyfa efasemdum og hafa uppi tortryggni um eitt og annað sem fylgir jafn stórri og mikilli starfsemi og stóru iðjuveri. Fyrirtæki sem verður frá fyrsta degi mótandi fyrir það samfélag sem verður þar um alla framtíð. Formælendur iðnaðarins benda pent á og segja: „Efnahagslegur ávinningur af erlendri fjárfestingu er afar mikill. Í þessu samhengi hefur áliðnaðurinn á Íslandi mikið verið ræddur. Álútflutningur nemur 220 milljörðum króna á hverju ári og þar af verða um 100 milljarðar eftir í landinu. Það er rúmlega tvöfalt framlag ríkisins til Landspítalans, sem þó er stærsti útgjaldaliðurinn á fjárlögum. Það segir sig sjálft að það væri verulegt högg fyrir íslenskt þjóðarbú ef við yrðum af þessum tekjum.“ Hvað er gefið í skyn? Að við verðum af tekjunum sem skapast af álverunum. Er þetta hótun um að ef við högum okkur ekki betur fari þau með starfsemi sína burt frá Íslandi? Hættið þessari vitleysu. Allir vita betur. Íslendingar verða ekkert af þessum tekjum. Efasemdirnar snúa að því hvort okkur beri að fá meira en nú er, eða ekki. Þau fyrirtæki sem þola ekki þannig umræðu og bollaleggingar verða að líta í eigin barm og meta hvort þau fái þrifist í gagnrýnu samfélagi eins og okkar eða ekki. Efasemdir eru eðlilegar.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun