Lífið

Kalla á allt gamla Hverfisliðið

adda soffía ingvarsdóttir skrifar
Bjarni býður gamla sem nýja Hverfisbarsaðdáendur velkomna.
Bjarni býður gamla sem nýja Hverfisbarsaðdáendur velkomna. Fréttablaðið/Valli
Dyr Hverfisbarsins heitins verða opnaðar á ný á föstudag. „Okkur langaði að draga fram gamla andann sem var á staðnum,“ segir Bjarni Hallgrímur Bjarnason, einn aðstandenda staðarins.

Margir muna eftir Hverfisbarnum en honum var lokað árið 2010. Síðan þá hafa verið þar staðir eins og Bankinn, Buddah bar, Mánabar og nú síðast Park. „Nýi staðurinn verður mjög líkur þeim gamla, en talsvert nútímalegri. Barinn og básarnir munu minna svolítið á gamla staðinn,“ segir Bjarni.

Staðurinn verður opinn fimmtudaga til laugardaga. „Á gamla Hverfisbarnum voru fimmtudagarnir mjög vinsælir, og okkur langar svolítið að vekja upp þá stemningu aftur,“ segir hann.

Staðurinn verður opnaður með pompi og prakt á föstudagskvöld. „Það væri gaman að fá gamla Hverfisliðið aftur á staðinn, við erum kannski svolítið að reyna að kalla á það aftur inn á staðinn,“ segir Bjarni hress. Staðurinn verður opnaður eins og áður sagði á föstudag klukkan sjö.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.