ON áætlar 13 milljarða króna fjárfestingar til ársins 2019 Svavar Hávarðsson skrifar 7. mars 2015 12:00 Varnir gegn brennisteinsgasmengun og meðferð á vinnsluvatni. Vísir/Vilhelm Fjárfestingaráætlun Orku náttúrunnar (ON), eins þriggja dótturfélaga Orkuveitu Reykjavíkur, hljóðar upp á þrettán milljarða króna á næstu fimm árum. Umhverfismál skýra að stærstum hluta fjárfestingar árin 2017 til 2019 – gangi áætlunin eftir. Stærsta einstaka verkefnið er lagning Hverahlíðarlagnar frá borholum við Hverahlíð á Hellisheiði að Hellisheiðarvirkjun, en ON heldur utan um orkuframleiðslu OR. Verkið er þegar hafið en mestur þungi framkvæmda er nú í ár; frágangi mun ljúka 2016. Um 2,5 milljarðar renna til þess verkefnis á árinu en fjárfestingin alls er áætluð tæpir fjórir milljarðar króna. Páll Erland, framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar, spurður um einstaka þætti áætlunarinnar, segir að ákvarðanir um einstök verkefni liggi ekki fyrir. Hins vegar miði áætlunin að því að sinna helst tveimur þáttum; áframhaldandi orkuöflun og umhverfismálum. Undir orkuöflun fellur Hverahlíðarlögnin, en þegar líður á tímabilið eru umhverfismálin í forgrunni. Verkefnin snúa að því að draga úr hveralykt og mengun frá Hellisheiðarvirkjun og því að skila vinnsluvatni aftur niður í jarðhitageyminn. „Þetta eru stóru málin og skýra um fimm milljarða af þessum áætlaða fjárfestingarkostnaði,“ segir Páll og bætir við að tæknilausn Orkuveitunnar vegna brennisteinsvetnismengunar hafi reynst vel. „Ef allt gengur að óskum vonumst við til að þurfa ekki að leggja í allan þennan kostnað, heldur þvert á móti. Þetta er því varfærin áætlun til að eiga handbæra peninga ef þarf að fara út í miklar aðgerðir,“ segir Páll og staðfestir að engin ný virkjanauppbygging sé inni í áætluninni til 2019 heldur snúist hún um að hlúa að núverandi virkjanasvæðum; á Hellisheiði, á Nesjavöllum og Andakílsvirkjun. Skiljuvatnslögn frá Hellisheiðarvirkjun til sjávar, sem yrði 23,5 kílómetra löng, er innan þessara áforma. Um er að ræða lögn meðfram Þrengslavegi og áfram með Þorlákshafnarvegi til sjávar við Þorlákshöfn sem Fréttablaðið hefur sagt frá í tengslum við aðalskipulag Ölfuss. Páll segir að óvissa um niðurdælingu með skiljuvatnið skýri hugmyndir um lögnina. Hún er hins vegar háð ýmsum leyfum og verkefnið stutt á veg komið. Mest lesið Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Afkoma ársins undir væntingum Viðskipti innlent Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Viðskipti innlent Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Viðskipti innlent Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Fleiri fréttir Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Áttar sig ekki á bjartsýni Arion Níu matvælaframleiðendur hljóta styrk Guðjón og Ómar Ingi unnu Gulleggið Milljarðaviðskipti í bönkunum í morgunsárið Bankarnir áður svikið neytendur Sjá meira
Fjárfestingaráætlun Orku náttúrunnar (ON), eins þriggja dótturfélaga Orkuveitu Reykjavíkur, hljóðar upp á þrettán milljarða króna á næstu fimm árum. Umhverfismál skýra að stærstum hluta fjárfestingar árin 2017 til 2019 – gangi áætlunin eftir. Stærsta einstaka verkefnið er lagning Hverahlíðarlagnar frá borholum við Hverahlíð á Hellisheiði að Hellisheiðarvirkjun, en ON heldur utan um orkuframleiðslu OR. Verkið er þegar hafið en mestur þungi framkvæmda er nú í ár; frágangi mun ljúka 2016. Um 2,5 milljarðar renna til þess verkefnis á árinu en fjárfestingin alls er áætluð tæpir fjórir milljarðar króna. Páll Erland, framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar, spurður um einstaka þætti áætlunarinnar, segir að ákvarðanir um einstök verkefni liggi ekki fyrir. Hins vegar miði áætlunin að því að sinna helst tveimur þáttum; áframhaldandi orkuöflun og umhverfismálum. Undir orkuöflun fellur Hverahlíðarlögnin, en þegar líður á tímabilið eru umhverfismálin í forgrunni. Verkefnin snúa að því að draga úr hveralykt og mengun frá Hellisheiðarvirkjun og því að skila vinnsluvatni aftur niður í jarðhitageyminn. „Þetta eru stóru málin og skýra um fimm milljarða af þessum áætlaða fjárfestingarkostnaði,“ segir Páll og bætir við að tæknilausn Orkuveitunnar vegna brennisteinsvetnismengunar hafi reynst vel. „Ef allt gengur að óskum vonumst við til að þurfa ekki að leggja í allan þennan kostnað, heldur þvert á móti. Þetta er því varfærin áætlun til að eiga handbæra peninga ef þarf að fara út í miklar aðgerðir,“ segir Páll og staðfestir að engin ný virkjanauppbygging sé inni í áætluninni til 2019 heldur snúist hún um að hlúa að núverandi virkjanasvæðum; á Hellisheiði, á Nesjavöllum og Andakílsvirkjun. Skiljuvatnslögn frá Hellisheiðarvirkjun til sjávar, sem yrði 23,5 kílómetra löng, er innan þessara áforma. Um er að ræða lögn meðfram Þrengslavegi og áfram með Þorlákshafnarvegi til sjávar við Þorlákshöfn sem Fréttablaðið hefur sagt frá í tengslum við aðalskipulag Ölfuss. Páll segir að óvissa um niðurdælingu með skiljuvatnið skýri hugmyndir um lögnina. Hún er hins vegar háð ýmsum leyfum og verkefnið stutt á veg komið.
Mest lesið Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Afkoma ársins undir væntingum Viðskipti innlent Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Viðskipti innlent Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Viðskipti innlent Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Fleiri fréttir Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Áttar sig ekki á bjartsýni Arion Níu matvælaframleiðendur hljóta styrk Guðjón og Ómar Ingi unnu Gulleggið Milljarðaviðskipti í bönkunum í morgunsárið Bankarnir áður svikið neytendur Sjá meira