Arfur dætra okkar Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 10. mars 2015 08:00 Þegar við unglingsdóttir mín kúrðum saman yfir Ísland got talent fór hún að velta fyrir sér af hverju svo margir frá Grænlandi og Færeyjum kæmu til Íslands til að taka þátt í keppninni. Ég svaraði henni annars hugar að svona keppnir væru ekki haldnar í þessum löndum og þar sem Ísland væri eins konar stóri bróðir þeirra kæmi fólkið hingað. Þá sneri hún upp á sig, horfði á mig alvarlegum augum, reið og hneyksluð, og spurði: „Af hverju stóri bróðir? Af hverju ekki stóra systir?“ Jú, eða það, svaraði ég um hæl. Hún hummaði af dásamlegri réttlætiskennd. Svona eins og sigurvegarar gera - mmhmm! Dóttir mín er komin með hælana þar sem ég hef tærnar. Tilhugsunin um að hún og hennar kynslóð taki við arfi frá minni kynslóð og komist lengra í átt að kynjajafnrétti, mögulega á leiðarenda, er ansi góð. Þetta var á sunnudaginn. Á Alþjóðlegum baráttudegi kvenna. Á sama degi kom fram að konur og karlar fái ekki sömu laun fyrir sömu vinnu samkvæmt launakönnun VR. Launamunurinn eru heil mánaðarlaun á ári. Þetta skellti mér aldeilis niður á jörðina. Því mín kynslóð fékk líka flottan arf. Áður en ég fæddist gengu konur úr vinnu og af heimilum til að sýna fram á að vinnuframlag þeirra væri jafn mikilvægt og verðmætt og vinnuframlag karla. Við erum að halda upp á fjörutíu ára afmæli þessa viðburðar þetta árið. Er ekki frekar vandræðalegt að bjóða 8,5% kynbundnum launamun í veisluna? Unglingnum fannst þessi staðreynd jafn glötuð, óskiljanleg og óraunveruleg og tilhugsunin um líf án internets. Samkvæmt núverandi launaþróun verða kynin fyrst með jöfn laun þegar hún verður 35 ára. Það er fullkomlega glatað, algjörlega óskiljanlegt en því miður raunverulegt. Hún mun þó eiga arfinn sinn. Sem þýðir að hún mun að minnsta kosti snúa upp á sig, horfa á yfirmann sinn alvarlegum augum, reið og hneyksluð, og spyrja „af hverju?“ Vonandi mun hún síðan humma, svona eins og sigurvegarar gera - mmhmm! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erla Björg Gunnarsdóttir Mest lesið Halldór 23.11.2024 Halldór Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson Skoðun Teppuleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun
Þegar við unglingsdóttir mín kúrðum saman yfir Ísland got talent fór hún að velta fyrir sér af hverju svo margir frá Grænlandi og Færeyjum kæmu til Íslands til að taka þátt í keppninni. Ég svaraði henni annars hugar að svona keppnir væru ekki haldnar í þessum löndum og þar sem Ísland væri eins konar stóri bróðir þeirra kæmi fólkið hingað. Þá sneri hún upp á sig, horfði á mig alvarlegum augum, reið og hneyksluð, og spurði: „Af hverju stóri bróðir? Af hverju ekki stóra systir?“ Jú, eða það, svaraði ég um hæl. Hún hummaði af dásamlegri réttlætiskennd. Svona eins og sigurvegarar gera - mmhmm! Dóttir mín er komin með hælana þar sem ég hef tærnar. Tilhugsunin um að hún og hennar kynslóð taki við arfi frá minni kynslóð og komist lengra í átt að kynjajafnrétti, mögulega á leiðarenda, er ansi góð. Þetta var á sunnudaginn. Á Alþjóðlegum baráttudegi kvenna. Á sama degi kom fram að konur og karlar fái ekki sömu laun fyrir sömu vinnu samkvæmt launakönnun VR. Launamunurinn eru heil mánaðarlaun á ári. Þetta skellti mér aldeilis niður á jörðina. Því mín kynslóð fékk líka flottan arf. Áður en ég fæddist gengu konur úr vinnu og af heimilum til að sýna fram á að vinnuframlag þeirra væri jafn mikilvægt og verðmætt og vinnuframlag karla. Við erum að halda upp á fjörutíu ára afmæli þessa viðburðar þetta árið. Er ekki frekar vandræðalegt að bjóða 8,5% kynbundnum launamun í veisluna? Unglingnum fannst þessi staðreynd jafn glötuð, óskiljanleg og óraunveruleg og tilhugsunin um líf án internets. Samkvæmt núverandi launaþróun verða kynin fyrst með jöfn laun þegar hún verður 35 ára. Það er fullkomlega glatað, algjörlega óskiljanlegt en því miður raunverulegt. Hún mun þó eiga arfinn sinn. Sem þýðir að hún mun að minnsta kosti snúa upp á sig, horfa á yfirmann sinn alvarlegum augum, reið og hneyksluð, og spyrja „af hverju?“ Vonandi mun hún síðan humma, svona eins og sigurvegarar gera - mmhmm!
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun