Fyrsti eða annar flokkur? Skjóðan skrifar 11. mars 2015 12:00 Sex og hálfuári eftir að bankarnir þrír féllu er samfélagið ekki búið að vinna sig út úr hruninu og því þrotabúsástandi sem fylgdi í kjölfarið. Slitabú gömlu bankanna eru óuppgerð og hillir ekki einu sinni undir uppgjör. Slitastjórn Glitnis hefur t.a.m. sett sér rekstraráætlun fram til ársins 2019, sem bendir til að á þeim bænum búast menn við að sitja við kjötkatlana í mörg ár enn. Talað er um að aflétta fjármagnshöftum en ljóst er að þeim verður ekki aflétt nema að hluta á meðan krónan er okkar mynt. Lífeyrissjóðirnir eru lokaðir inni í haftakerfi eins og aðrir. Afleiðingarnar af því geta orðið geigvænlegar. Fjárfestingarþörf lífeyrissjóðanna nemur u.þ.b. 120-150 milljörðum á ári og í höftum fá þeir ekki að fjárfesta annars staðar en á Íslandi. Seðlabankinn hefur búið til hjáleiðir fyrir sjóðina. Þannig var Icelandair á síðasta ári heimilað að gefa út skuldabréf í erlendri mynt til að selja fyrir krónur hér innanlands. Þessi bréf verða endurgreidd í gjaldeyri og jafngilda því erlendri fjárfestingu hjá kaupendum, sem eru fyrst og fremst íslensku lífeyrissjóðirnir. Svona einstakar hjáleiðir duga hins vegar ekki lífeyrissjóðunum. Umhverfið í heild sinni verður að vera viðunandi. Megnið af fjárfestingum lífeyrissjóðanna fer því inn á íslenska markaðinn. Þessa sér merki á miklum hækkunum á hlutabréfamarkaði og fasteignamarkaði. Þó þarf ekki að efa að lífeyrissjóðirnir fara eins varlega í fjárfestingar hér innanlands og kostur er. Stjórnendum þeirra er ljós sú hætta sem sjóðunum stafar af ofhitnun íslensks verðbréfamarkaðar. Í höftum geta lífeyrissjóðir og aðrir fjárfestar ekki stundað eðlilega áhættudreifingu á eignasafni sínu. Til lengdar hefur slíkt neikvæð áhrif á ávöxtun þeirra og þar með þjóðarhag. Ljóst er að lífeyrissjóðirnir geta ekki hámarkað ávöxtun sína til lengri tíma og lágmarkað áhættu nema allar fjármagnshömlur hverfi, sem mun ekki gerast á meðan íslenska krónan er gjaldmiðill þjóðarinnar. Lífeyrissjóðirnir þurfa á því að halda að Ísland verði hluti af stóru myntsvæði. Ríkisstjórnin vill halda í krónuna. Þetta er fátæktarstefna sem dregur úr lífskjörum fólks og skerðir afkomu fyrirtækja annarra en útflutningsfyrirtækja, sem hvort eð er hafa sínar tekjur, og skuldir eru í erlendri mynt. Venjuleg atvinnufyrirtæki og almenningur í landinu eiga ekki sama láni að fagna. Séum við Íslendingar sáttir við að vera annars flokks dugar krónan okkur vel áfram en ef við viljum komast í fyrsta flokk verðum við að losa okkur undan krónunni og gerast þátttakendur í stærra myntsvæði. Þetta er ekki flókið.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi. Skjóðan Mest lesið Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Viðskipti innlent Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Viðskipti innlent Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Viðskipti innlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Viðskipti innlent Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Fleiri fréttir Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Sjá meira
Sex og hálfuári eftir að bankarnir þrír féllu er samfélagið ekki búið að vinna sig út úr hruninu og því þrotabúsástandi sem fylgdi í kjölfarið. Slitabú gömlu bankanna eru óuppgerð og hillir ekki einu sinni undir uppgjör. Slitastjórn Glitnis hefur t.a.m. sett sér rekstraráætlun fram til ársins 2019, sem bendir til að á þeim bænum búast menn við að sitja við kjötkatlana í mörg ár enn. Talað er um að aflétta fjármagnshöftum en ljóst er að þeim verður ekki aflétt nema að hluta á meðan krónan er okkar mynt. Lífeyrissjóðirnir eru lokaðir inni í haftakerfi eins og aðrir. Afleiðingarnar af því geta orðið geigvænlegar. Fjárfestingarþörf lífeyrissjóðanna nemur u.þ.b. 120-150 milljörðum á ári og í höftum fá þeir ekki að fjárfesta annars staðar en á Íslandi. Seðlabankinn hefur búið til hjáleiðir fyrir sjóðina. Þannig var Icelandair á síðasta ári heimilað að gefa út skuldabréf í erlendri mynt til að selja fyrir krónur hér innanlands. Þessi bréf verða endurgreidd í gjaldeyri og jafngilda því erlendri fjárfestingu hjá kaupendum, sem eru fyrst og fremst íslensku lífeyrissjóðirnir. Svona einstakar hjáleiðir duga hins vegar ekki lífeyrissjóðunum. Umhverfið í heild sinni verður að vera viðunandi. Megnið af fjárfestingum lífeyrissjóðanna fer því inn á íslenska markaðinn. Þessa sér merki á miklum hækkunum á hlutabréfamarkaði og fasteignamarkaði. Þó þarf ekki að efa að lífeyrissjóðirnir fara eins varlega í fjárfestingar hér innanlands og kostur er. Stjórnendum þeirra er ljós sú hætta sem sjóðunum stafar af ofhitnun íslensks verðbréfamarkaðar. Í höftum geta lífeyrissjóðir og aðrir fjárfestar ekki stundað eðlilega áhættudreifingu á eignasafni sínu. Til lengdar hefur slíkt neikvæð áhrif á ávöxtun þeirra og þar með þjóðarhag. Ljóst er að lífeyrissjóðirnir geta ekki hámarkað ávöxtun sína til lengri tíma og lágmarkað áhættu nema allar fjármagnshömlur hverfi, sem mun ekki gerast á meðan íslenska krónan er gjaldmiðill þjóðarinnar. Lífeyrissjóðirnir þurfa á því að halda að Ísland verði hluti af stóru myntsvæði. Ríkisstjórnin vill halda í krónuna. Þetta er fátæktarstefna sem dregur úr lífskjörum fólks og skerðir afkomu fyrirtækja annarra en útflutningsfyrirtækja, sem hvort eð er hafa sínar tekjur, og skuldir eru í erlendri mynt. Venjuleg atvinnufyrirtæki og almenningur í landinu eiga ekki sama láni að fagna. Séum við Íslendingar sáttir við að vera annars flokks dugar krónan okkur vel áfram en ef við viljum komast í fyrsta flokk verðum við að losa okkur undan krónunni og gerast þátttakendur í stærra myntsvæði. Þetta er ekki flókið.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi.
Skjóðan Mest lesið Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Viðskipti innlent Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Viðskipti innlent Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Viðskipti innlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Viðskipti innlent Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Fleiri fréttir Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Sjá meira