Tanja Huld Levý, fata- og textílhönnuður, varð ótrúlega glöð þegar hún frétti að Walter Van Beirendonck, uppáhaldsfatahönnuður hennar, væri á leið til landsins vegna HönnunarMars en hann mun tala á Design talks í dag.
„Ég varð jafn spennt og ef ég hefði frétt að Spice Girls væru á leið til landsins, þegar ég var átta ára.“
Tanja tók sig til og bróderaði mynd af átrúnaðargoðinu í pappír og ætlar hún að færa honum gjöfina í dag.
„Ég var í Japan í vetur og þar voru allir alltaf að gefa manni gjafir. Og mér fannst það svo sætt og gestrisið af þeim að ég ákvað að taka Japana til fyrirmyndar.“

