Hreyfing eftir barnsburð Nanna Árnadóttir íþróttafræðingur skrifar 13. mars 2015 11:00 Vísir/Getty Margar konur bíða í ofvæni eftir því að byrja að hreyfa sig eftir barnsburð á meðan aðrar njóta þess að taka því rólega eftir fæðinguna og eru ekkert að hugsa sér til hreyfings. Þetta tvennt er fullkomlega eðlilegt og þurfa konurnar sjálfar að finna út úr því hvenær þær eru andlega og líkamlega tilbúnar. Það eru þó nokkrir hlutir sem þarf að hafa í huga áður en ákvörðunin er tekin: Er líkaminn tilbúinn? Yfirleitt er talað um að konur eigi ekki að byrja að hreyfa sig fyrr en um sex vikum eftir barnsburð. Oftast er þó í lagi að byrja fyrr ef líkamleg heilsa er góð og verður að meta aðstæður hverju sinni. Þær konur sem hafa farið í keisaraskurð þurfa yfirleitt lengri tíma til þess að jafna sig. Mikilvægt er að byrja rólega og ætla sér ekki um of í upphafi. Líkaminn er enn að jafna sig og meðgönguhormónin hægt og rólega að yfirgefa líkamann. Þeirra á meðal er hormónið relaxín en það slakar á öllum liðböndum og auðveldar fæðinguna sjálfa og því mikilvægt að fara, sem fyrr segir, rólega af stað.Hvað má ég gera? Yfirleitt er gott að byrja á því að fara í göngutúra og gera léttar þolæfingar áður en byrjað er að lyfta lóðum. Þær konur sem eru mjög vanar lóðalyftingum ættu þó að geta byrjað aftur en verða að fara hægt í sakirnar og byrja á því að taka léttari lóð og af minni ákefð en áður. Til eru ýmsir hóptímar og námskeið sem eru sérhönnuð fyrir nýbakaðar mæður. Það er yfirleitt hægt að taka börnin með í tíma og því tilvalinn vettvangur fyrir mæður til þess að geta hreyft sig með börnunum sínum, en einnig til að sækja í félagsskap mæðra sem eru í svipuðum sporum. Varðandi kviðæfingar þá geta kviðvöðvarnir færst í sundur hver frá öðrum og tekur það 4-8 vikur eftir fæðingu að jafna sig. Ef það hefur myndast gat milli vöðvanna er best að bíða þangað til kviðvöðvarnir hafa færst til baka áður en farið er að gera æfingarnar.Vísir/GettyMinnkar brjóstamjólkin? Nei, hún ætti ekki að gera það. Það sem þarf þó að passa upp á er að drekka nægan vökva, fyrir, á meðan og eftir æfingu. Einnig þarf að passa upp á að borða nægilega mikið af hollum og næringarríkum mat þar sem líkaminn notar hitaeiningar við mjólkurframleiðsluna. Gott er að hafa í huga að leggja barnið á brjóst áður en byrjað er að hreyfa sig svo brjóstin séu ekki yfirfull á meðan á hreyfingunni stendur. Einnig er gott að vera í góðum, aðhaldsmiklum íþróttatoppi vegna þess að brjóstin eru yfirleitt viðkvæm á þessum tíma. Toppurinn má þó ekki vera of þröngur vegna áhættu á brjóstastíflu. Passa skal líka upp á að móðurinni verði ekki of kalt, hvorki á brjóstunum né höndunum, til þess að minnka líkurnar á stíflum. Aðalatriðið í hreyfingu kvenna eftir barnsburð er að hlusta á líkamann. Farðu í göngutúr, ræktina eða mömmutímann þinn ef þig langar til þess og líður vel. Ekki gera það ef þig langar það ekki en finnur til utanaðkomandi þrýstings vegna útlitskrafna. Hreyfing eftir meðgöngu á að snúast um andlegt og líkamlegt heilbrigði sem endurspeglast í því að líða vel eftir æfingar, hafa meiri orku, fá útrás og hjartað til að slá. Hún á ekki að snúast um það að vera fyrsta konan í mömmuhópnum til þess að passa aftur í gömlu gallabuxurnar eða að missa sem flest kíló. Fæðingarorlofið er bara nokkrir mánuðir og þá ætti að nýta í að hugsa um litla gullmolann sem maður var að fá í hendurnar og að kynnast barninu og sjálfri sér sem móður. Heilsa Mest lesið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira
Margar konur bíða í ofvæni eftir því að byrja að hreyfa sig eftir barnsburð á meðan aðrar njóta þess að taka því rólega eftir fæðinguna og eru ekkert að hugsa sér til hreyfings. Þetta tvennt er fullkomlega eðlilegt og þurfa konurnar sjálfar að finna út úr því hvenær þær eru andlega og líkamlega tilbúnar. Það eru þó nokkrir hlutir sem þarf að hafa í huga áður en ákvörðunin er tekin: Er líkaminn tilbúinn? Yfirleitt er talað um að konur eigi ekki að byrja að hreyfa sig fyrr en um sex vikum eftir barnsburð. Oftast er þó í lagi að byrja fyrr ef líkamleg heilsa er góð og verður að meta aðstæður hverju sinni. Þær konur sem hafa farið í keisaraskurð þurfa yfirleitt lengri tíma til þess að jafna sig. Mikilvægt er að byrja rólega og ætla sér ekki um of í upphafi. Líkaminn er enn að jafna sig og meðgönguhormónin hægt og rólega að yfirgefa líkamann. Þeirra á meðal er hormónið relaxín en það slakar á öllum liðböndum og auðveldar fæðinguna sjálfa og því mikilvægt að fara, sem fyrr segir, rólega af stað.Hvað má ég gera? Yfirleitt er gott að byrja á því að fara í göngutúra og gera léttar þolæfingar áður en byrjað er að lyfta lóðum. Þær konur sem eru mjög vanar lóðalyftingum ættu þó að geta byrjað aftur en verða að fara hægt í sakirnar og byrja á því að taka léttari lóð og af minni ákefð en áður. Til eru ýmsir hóptímar og námskeið sem eru sérhönnuð fyrir nýbakaðar mæður. Það er yfirleitt hægt að taka börnin með í tíma og því tilvalinn vettvangur fyrir mæður til þess að geta hreyft sig með börnunum sínum, en einnig til að sækja í félagsskap mæðra sem eru í svipuðum sporum. Varðandi kviðæfingar þá geta kviðvöðvarnir færst í sundur hver frá öðrum og tekur það 4-8 vikur eftir fæðingu að jafna sig. Ef það hefur myndast gat milli vöðvanna er best að bíða þangað til kviðvöðvarnir hafa færst til baka áður en farið er að gera æfingarnar.Vísir/GettyMinnkar brjóstamjólkin? Nei, hún ætti ekki að gera það. Það sem þarf þó að passa upp á er að drekka nægan vökva, fyrir, á meðan og eftir æfingu. Einnig þarf að passa upp á að borða nægilega mikið af hollum og næringarríkum mat þar sem líkaminn notar hitaeiningar við mjólkurframleiðsluna. Gott er að hafa í huga að leggja barnið á brjóst áður en byrjað er að hreyfa sig svo brjóstin séu ekki yfirfull á meðan á hreyfingunni stendur. Einnig er gott að vera í góðum, aðhaldsmiklum íþróttatoppi vegna þess að brjóstin eru yfirleitt viðkvæm á þessum tíma. Toppurinn má þó ekki vera of þröngur vegna áhættu á brjóstastíflu. Passa skal líka upp á að móðurinni verði ekki of kalt, hvorki á brjóstunum né höndunum, til þess að minnka líkurnar á stíflum. Aðalatriðið í hreyfingu kvenna eftir barnsburð er að hlusta á líkamann. Farðu í göngutúr, ræktina eða mömmutímann þinn ef þig langar til þess og líður vel. Ekki gera það ef þig langar það ekki en finnur til utanaðkomandi þrýstings vegna útlitskrafna. Hreyfing eftir meðgöngu á að snúast um andlegt og líkamlegt heilbrigði sem endurspeglast í því að líða vel eftir æfingar, hafa meiri orku, fá útrás og hjartað til að slá. Hún á ekki að snúast um það að vera fyrsta konan í mömmuhópnum til þess að passa aftur í gömlu gallabuxurnar eða að missa sem flest kíló. Fæðingarorlofið er bara nokkrir mánuðir og þá ætti að nýta í að hugsa um litla gullmolann sem maður var að fá í hendurnar og að kynnast barninu og sjálfri sér sem móður.
Heilsa Mest lesið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira