Ekki talið að Harper Lee hafi verið göbbuð til að gefa út nýja sögu Kjartan Atli Kjartansson skrifar 14. mars 2015 13:00 Harper Lee er orðin 88 ára gömul og er sögð nánast blind og heyrnarlaus. Í kjölfar þess að tilkynnt var um að rithöfundurinn Harper Lee myndi gefa út sína aðra skáldsögu hefur grunur leikið á að hún hafi verið göbbuð til að skrifa undir útgáfusamning. Í gær lauk rannsókn stofnunar sem kallast Alabama Securities Commission á málinu og er niðurstaðan sú að hin 88 ára gamla Lee sé sátt við ferlið og sé spennt fyrir útgáfu skáldsögunnar Go Set a Watchman, sjálfstæðu framhaldi af To Kill a Mockingbird, sem kom út 1960.Hefur skoðanir Joseph Borg, framkvæmdastjóri Alabama Securities Commission, stýrði rannsókn málsins. Hann segir, í samtali við New York Times, að hin aldraða Lee hafi getað svarað öllum þeim spurningum sem fyrir hana voru lagðar: „Hún hefur skoðanir á þessu öllu og virðist algjörlega vita hvað er í gangi með bókina og útgáfusamninginn.“ Í frétt New York Times kemur einnig fram að önnur rannsókn á málinu sé enn í fullum gangi, en hún er framkvæmd af stofnun sem kallast Mannauðsstofnun Alabama-fylkis.Enn ekki öllu svarað Í vefútgáfu tímaritsins The Atlantic, sem gefið hefur verið út frá árinu 1857, er ýmsum spurningum er varða málið velt upp. Þar kemur fram að Lee sé nánast algjörlega blind og heyrnarlaus. Í greininni kemur fram að vinir hennar séu ósammála um hversu meðvituð um útgáfuna Lee sé í raun og veru. Fjallað er um Alice, systur Harper Lee, sem var eins konar verndari hennar. Hún lést í nóvember og telja einhverjir það undarlegt að Harper Lee vilji gefa út sína aðra skáldsögu á ferlinum svo skömmu eftir dauða Alice, sem varði systur sína fyrir ágangi fjölmiðla alla þeirra ævi.Harper Lee sópaði að sér verðlaunum fyrir bókina To kill a mockingbird.Áætluð útgáfa í júlí Í síðasta mánuði tjáði Harper Lee sig við fjölmiðla með skriflegri yfirlýsingu. Hún hefur í gegnum tíðina verið lítið fyrir að tjá sig við fjölmiðla. Á vef BBC var haft eftir henni að hún hlakkað til útgáfu bókarinnar: „Ég er spræk og hamingjusöm með viðtökurnar sem bókin hefur fengið.“ Bókin á að koma út í Bandaríkjunum þann 14. júlí. Fylgst er með helstu söguhetju To Kill a Mockingbird, Jean Louise „Scout“ Finch, á fullorðinsárum hennar. Hún heimsækir föður sinn tuttugu árum eftir atburðina í To Kill a Mockingbird. Lögfræðingurinn fann söguna Harper Lee skrifaði Go Set a Watchman áður en hún skrifaði hina margverðlaunuðu To Kill a Mockingbird. Lögfræðingur rithöfundarins, Tonja Carter, er sögð hafa fundið söguna ásamt öðrum hlutum í eigu Harper Lee. Sagan mun hafa verið skrifuð á sjötta áratug síðustu aldar, en útgefandi Harper Lee hvatti hana til þess að skrifa sögu frá sjónarhorni „Scout“ þegar hún var yngri. Handritið af Go Set a Watchman hafi svo týnst og svo fundist tæpum sex áratugum síðar, síðastliðið haust. Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Fleiri fréttir Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Sjá meira
Í kjölfar þess að tilkynnt var um að rithöfundurinn Harper Lee myndi gefa út sína aðra skáldsögu hefur grunur leikið á að hún hafi verið göbbuð til að skrifa undir útgáfusamning. Í gær lauk rannsókn stofnunar sem kallast Alabama Securities Commission á málinu og er niðurstaðan sú að hin 88 ára gamla Lee sé sátt við ferlið og sé spennt fyrir útgáfu skáldsögunnar Go Set a Watchman, sjálfstæðu framhaldi af To Kill a Mockingbird, sem kom út 1960.Hefur skoðanir Joseph Borg, framkvæmdastjóri Alabama Securities Commission, stýrði rannsókn málsins. Hann segir, í samtali við New York Times, að hin aldraða Lee hafi getað svarað öllum þeim spurningum sem fyrir hana voru lagðar: „Hún hefur skoðanir á þessu öllu og virðist algjörlega vita hvað er í gangi með bókina og útgáfusamninginn.“ Í frétt New York Times kemur einnig fram að önnur rannsókn á málinu sé enn í fullum gangi, en hún er framkvæmd af stofnun sem kallast Mannauðsstofnun Alabama-fylkis.Enn ekki öllu svarað Í vefútgáfu tímaritsins The Atlantic, sem gefið hefur verið út frá árinu 1857, er ýmsum spurningum er varða málið velt upp. Þar kemur fram að Lee sé nánast algjörlega blind og heyrnarlaus. Í greininni kemur fram að vinir hennar séu ósammála um hversu meðvituð um útgáfuna Lee sé í raun og veru. Fjallað er um Alice, systur Harper Lee, sem var eins konar verndari hennar. Hún lést í nóvember og telja einhverjir það undarlegt að Harper Lee vilji gefa út sína aðra skáldsögu á ferlinum svo skömmu eftir dauða Alice, sem varði systur sína fyrir ágangi fjölmiðla alla þeirra ævi.Harper Lee sópaði að sér verðlaunum fyrir bókina To kill a mockingbird.Áætluð útgáfa í júlí Í síðasta mánuði tjáði Harper Lee sig við fjölmiðla með skriflegri yfirlýsingu. Hún hefur í gegnum tíðina verið lítið fyrir að tjá sig við fjölmiðla. Á vef BBC var haft eftir henni að hún hlakkað til útgáfu bókarinnar: „Ég er spræk og hamingjusöm með viðtökurnar sem bókin hefur fengið.“ Bókin á að koma út í Bandaríkjunum þann 14. júlí. Fylgst er með helstu söguhetju To Kill a Mockingbird, Jean Louise „Scout“ Finch, á fullorðinsárum hennar. Hún heimsækir föður sinn tuttugu árum eftir atburðina í To Kill a Mockingbird. Lögfræðingurinn fann söguna Harper Lee skrifaði Go Set a Watchman áður en hún skrifaði hina margverðlaunuðu To Kill a Mockingbird. Lögfræðingur rithöfundarins, Tonja Carter, er sögð hafa fundið söguna ásamt öðrum hlutum í eigu Harper Lee. Sagan mun hafa verið skrifuð á sjötta áratug síðustu aldar, en útgefandi Harper Lee hvatti hana til þess að skrifa sögu frá sjónarhorni „Scout“ þegar hún var yngri. Handritið af Go Set a Watchman hafi svo týnst og svo fundist tæpum sex áratugum síðar, síðastliðið haust.
Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Fleiri fréttir Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Sjá meira