Mynd byggð á bók Yrsu verður „draugaþriller“ Kjartan Atli Kjartansson skrifar 17. mars 2015 08:00 Algjört draumaverkefni. Óskar Þór Axelsson leikstjóri segir það algjöran draum að fá að leikstýra kvikmynd byggðri á bók Yrsu. Yrsa Sigurðardóttir segist hafa brosað hringinn þegar hún las handritið sem Óskar gerði í samvinnu við Ottó Borg. Óskar Þór Axelsson, sem er hvað þekktastur fyrir leikstjórn sína á myndinni Svartur á leik, mun leikstýra mynd sem unnin er upp úr sögu Yrsu Sigurðardóttur, Ég man þig, sem naut mikilla vinsælda hérlendis og erlendis þegar hún kom út. „Ef ég ætti að lýsa myndinni þá myndi ég segja að hún verði draugaþriller,“ útskýrir leikstjórinn sem er farinn að huga að tökum. Myndin verður framleidd af Sigurjóni Sighvatssyni og Zik Zak kvikmynda. Í síðustu viku hlaut hún 90 milljóna króna styrk frá Kvikmyndamiðstöð Íslands og segir Óskar styrkinn vera gríðarlega mikilvægan. „Við hefðum aldrei getað gert myndina ef það væri ekki fyrir þennan styrk. Vissulega er heilmikill áhugi að utan, ekki síst vegna vinsælda sögunnar. En þegar maður gerir svona mynd þarf maður alltaf ákveðna viðurkenningu frá heimamarkaðinum. Þetta er mikilvægt til að geta ýtt verkefninu af stað,“ útskýrir hann.Yrsa Sigurðardóttir brosir nú hringinn.Brosir nú hringinn Óskar segir mikla pressu fylgja því að gera handrit byggt á áður útgefinni sögu, eins og í þessari mynd. „Þetta er auðvitað öðruvísi en að gera frumsamið handrit. Þessu fylgir meiri pressa, því fólk sér fyrir sér karakterana þegar það les bókina. En að sama skapi er gott að hafa söguna til að styðjast við þegar maður skrifar handritið, sem hjálpar mikið til. Svo er yfirleitt beðið eftir kvikmyndum sem byggðar eru á svona vinsælum sögum með mikilli eftirvæntingu,“ segir Óskar og bætir við að hann hafi verið afar sáttur við viðbrögð Yrsu, þegar hún las handritið. „Eftir að hafa kviðið því ógurlega að lesa kvikmyndahandritið að Ég man þig, brosi ég núna hringinn. Í stuttu máli þá er handritið sannkölluð meistarasmíð,“ segir Yrsa um handritið sem Óskar samdi ásamt Ottó Borg. „Sérstaklega þótti mér skemmtilegt sem höfundi sögunnar að sjá hvernig handritshöfundarnir tækla mikilvæg atriði sem koma til dæmis fram í hugsunum persónanna í frumtextanum,“ bætir Yrsa við.Tvær sögur fléttaðar saman „Þetta eru í raun tvær sögur sem fléttast saman í eina,“ segir Óskar um Ég man þig og bætir við: „Þessar sögur lúta ólíkum lögmálum. Önnur er alveg ekta draugasaga, en hin meiri sakamálasaga. Þær hafa ólíkan takt og það þarf að vanda vel til verka við að koma þeim til skila, hvorri á sinn hátt.“ Hann segir að þegar hann las söguna í fyrsta sinn hafi það aldrei vafist fyrir honum að hægt væri að gera sögunni góð skil á hvíta tjaldinu. „Þegar maður fer í svona verkefni er nauðsynlegt að lesa söguna nokkrum sinnum. Þegar ég las hana í fyrsta sinn var aldrei vafi á að þetta yrði að kvikmynd. Við fyrsta lestur reynir maður bara að ná tilfinningunni í sögunni. Maður sér fyrir sér nokkrar senur hér og þar, hvað virkar í kvikmynd og hvað ekki,“ segir Óskar. Myndin verður fyrsta kvikmyndin byggð á sögu eftir Yrsu. „Það er auðvitað ákveðinn skandall að það sé ekki búið að mynda neina af sögum Yrsu. Þetta er algjört draumaverkefni.“Ég man þig eftir Yrsu var vinsæl hérlendis og erlendis.Líklegast tekið upp fyrir vestan Sögusvið bókar Yrsu er Ísafjörður og Hesteyri. Óskar segist nokkuð kunnugur aðstæðum á Vestfjörðum og að allar líkur séu á að tökur fari að mestu fram þar. „Sagan gerist að vetri til. Við þurfum að huga að ýmsu þegar kemur að tökum. Við erum ekki búin að fullgera planið yfir tökur. En við viljum algjörlega taka upp á Ísafirði og Hesteyri. Það ættu að verða einhverjar svaðilfarir þarna fyrir vestan.“ Ekki er búið að ráða í hlutverk í myndinni. Yrsa segist sjálf hlakka mikið til þess að sjá hvaða leikkonur verði í aðalhlutverkum. Hún segist vera hvað ánægðust með að Katrín og Líf haldi sessi sínum sem burðarpersónur sögunnar í þeim hluta sem gerist á Hesteyri og vísar þar til umræðunnar um skort á spennandi kvenhlutverkum í kvikmyndum. „Ég er mjög spennt að sjá hvaða leikkonur verða valdar í hlutverk þeirra, sem og auðvitað önnur hlutverk. Það gleður mig líka að myndin skuli verða íslensk í húð og hár. Ég hlakka mikið til að sjá afraksturinn, ekki síst til að geta dáðst að fögru umhverfi Vestfjarða á hvíta tjaldinu,“ bætir hún við. Mest lesið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Lífið „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Bíó og sjónvarp Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Lífið Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Lífið Heitir Vilhjálmur eins og pabbi Lífið Það heitasta fyrir jólin: Heimagerður andlitsmaski og klútar Lífið Hittust bara einu sinni eftir Friends Lífið Höll sumarlandsins komin á sölu Lífið Fleiri fréttir Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Hittust bara einu sinni eftir Friends Heitir Vilhjálmur eins og pabbi Það heitasta fyrir jólin: Heimagerður andlitsmaski og klútar Safna upplýsingum um jólahefðir Íslendinga Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Allen White verður Rotta, sonur Jabba jöfurs Hvernig á að finna tíma til að elskast um jólin? Heillandi hæð kvikmyndagerðakonu við Ægisíðu Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Höll sumarlandsins komin á sölu Mætti á dregilinn þrátt fyrir ásakanirnar Yrsa reykspólar fram úr Geir Villi Vill og Halla Vilhjálms á Nínu Umræða um kólesteról á villigötum Vala Eiríks og Óskar orðin foreldrar Einu sinni á ári eiga rithöfundar að umturnast í skemmtikrafta Keypti fyrstu íbúðina 21 árs og reif allt út Tileinkaði sér hæglæti og býr nú skuldlaust í sveitinni Friður og fegurð með silfurrefunum í Sigur Rós „Ég hrundi“ Mari sló met í eggheimtu Halla Vilhjálms á lausu Kittý og Egill byrjuð saman Stjörnulífið: Brúðkaup í Rússlandi og hiti í desember Var Kurt Cobain myrtur? Enginn ætti að lesa skilaboðin sem honum hafi borist Krakkatían: Póstnúmer, prumpulagið og pólitík Bein útsending: Sterkustu skákmenn landsins mætast Sjá meira
Óskar Þór Axelsson, sem er hvað þekktastur fyrir leikstjórn sína á myndinni Svartur á leik, mun leikstýra mynd sem unnin er upp úr sögu Yrsu Sigurðardóttur, Ég man þig, sem naut mikilla vinsælda hérlendis og erlendis þegar hún kom út. „Ef ég ætti að lýsa myndinni þá myndi ég segja að hún verði draugaþriller,“ útskýrir leikstjórinn sem er farinn að huga að tökum. Myndin verður framleidd af Sigurjóni Sighvatssyni og Zik Zak kvikmynda. Í síðustu viku hlaut hún 90 milljóna króna styrk frá Kvikmyndamiðstöð Íslands og segir Óskar styrkinn vera gríðarlega mikilvægan. „Við hefðum aldrei getað gert myndina ef það væri ekki fyrir þennan styrk. Vissulega er heilmikill áhugi að utan, ekki síst vegna vinsælda sögunnar. En þegar maður gerir svona mynd þarf maður alltaf ákveðna viðurkenningu frá heimamarkaðinum. Þetta er mikilvægt til að geta ýtt verkefninu af stað,“ útskýrir hann.Yrsa Sigurðardóttir brosir nú hringinn.Brosir nú hringinn Óskar segir mikla pressu fylgja því að gera handrit byggt á áður útgefinni sögu, eins og í þessari mynd. „Þetta er auðvitað öðruvísi en að gera frumsamið handrit. Þessu fylgir meiri pressa, því fólk sér fyrir sér karakterana þegar það les bókina. En að sama skapi er gott að hafa söguna til að styðjast við þegar maður skrifar handritið, sem hjálpar mikið til. Svo er yfirleitt beðið eftir kvikmyndum sem byggðar eru á svona vinsælum sögum með mikilli eftirvæntingu,“ segir Óskar og bætir við að hann hafi verið afar sáttur við viðbrögð Yrsu, þegar hún las handritið. „Eftir að hafa kviðið því ógurlega að lesa kvikmyndahandritið að Ég man þig, brosi ég núna hringinn. Í stuttu máli þá er handritið sannkölluð meistarasmíð,“ segir Yrsa um handritið sem Óskar samdi ásamt Ottó Borg. „Sérstaklega þótti mér skemmtilegt sem höfundi sögunnar að sjá hvernig handritshöfundarnir tækla mikilvæg atriði sem koma til dæmis fram í hugsunum persónanna í frumtextanum,“ bætir Yrsa við.Tvær sögur fléttaðar saman „Þetta eru í raun tvær sögur sem fléttast saman í eina,“ segir Óskar um Ég man þig og bætir við: „Þessar sögur lúta ólíkum lögmálum. Önnur er alveg ekta draugasaga, en hin meiri sakamálasaga. Þær hafa ólíkan takt og það þarf að vanda vel til verka við að koma þeim til skila, hvorri á sinn hátt.“ Hann segir að þegar hann las söguna í fyrsta sinn hafi það aldrei vafist fyrir honum að hægt væri að gera sögunni góð skil á hvíta tjaldinu. „Þegar maður fer í svona verkefni er nauðsynlegt að lesa söguna nokkrum sinnum. Þegar ég las hana í fyrsta sinn var aldrei vafi á að þetta yrði að kvikmynd. Við fyrsta lestur reynir maður bara að ná tilfinningunni í sögunni. Maður sér fyrir sér nokkrar senur hér og þar, hvað virkar í kvikmynd og hvað ekki,“ segir Óskar. Myndin verður fyrsta kvikmyndin byggð á sögu eftir Yrsu. „Það er auðvitað ákveðinn skandall að það sé ekki búið að mynda neina af sögum Yrsu. Þetta er algjört draumaverkefni.“Ég man þig eftir Yrsu var vinsæl hérlendis og erlendis.Líklegast tekið upp fyrir vestan Sögusvið bókar Yrsu er Ísafjörður og Hesteyri. Óskar segist nokkuð kunnugur aðstæðum á Vestfjörðum og að allar líkur séu á að tökur fari að mestu fram þar. „Sagan gerist að vetri til. Við þurfum að huga að ýmsu þegar kemur að tökum. Við erum ekki búin að fullgera planið yfir tökur. En við viljum algjörlega taka upp á Ísafirði og Hesteyri. Það ættu að verða einhverjar svaðilfarir þarna fyrir vestan.“ Ekki er búið að ráða í hlutverk í myndinni. Yrsa segist sjálf hlakka mikið til þess að sjá hvaða leikkonur verði í aðalhlutverkum. Hún segist vera hvað ánægðust með að Katrín og Líf haldi sessi sínum sem burðarpersónur sögunnar í þeim hluta sem gerist á Hesteyri og vísar þar til umræðunnar um skort á spennandi kvenhlutverkum í kvikmyndum. „Ég er mjög spennt að sjá hvaða leikkonur verða valdar í hlutverk þeirra, sem og auðvitað önnur hlutverk. Það gleður mig líka að myndin skuli verða íslensk í húð og hár. Ég hlakka mikið til að sjá afraksturinn, ekki síst til að geta dáðst að fögru umhverfi Vestfjarða á hvíta tjaldinu,“ bætir hún við.
Mest lesið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Lífið „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Bíó og sjónvarp Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Lífið Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Lífið Heitir Vilhjálmur eins og pabbi Lífið Það heitasta fyrir jólin: Heimagerður andlitsmaski og klútar Lífið Hittust bara einu sinni eftir Friends Lífið Höll sumarlandsins komin á sölu Lífið Fleiri fréttir Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Hittust bara einu sinni eftir Friends Heitir Vilhjálmur eins og pabbi Það heitasta fyrir jólin: Heimagerður andlitsmaski og klútar Safna upplýsingum um jólahefðir Íslendinga Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Allen White verður Rotta, sonur Jabba jöfurs Hvernig á að finna tíma til að elskast um jólin? Heillandi hæð kvikmyndagerðakonu við Ægisíðu Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Höll sumarlandsins komin á sölu Mætti á dregilinn þrátt fyrir ásakanirnar Yrsa reykspólar fram úr Geir Villi Vill og Halla Vilhjálms á Nínu Umræða um kólesteról á villigötum Vala Eiríks og Óskar orðin foreldrar Einu sinni á ári eiga rithöfundar að umturnast í skemmtikrafta Keypti fyrstu íbúðina 21 árs og reif allt út Tileinkaði sér hæglæti og býr nú skuldlaust í sveitinni Friður og fegurð með silfurrefunum í Sigur Rós „Ég hrundi“ Mari sló met í eggheimtu Halla Vilhjálms á lausu Kittý og Egill byrjuð saman Stjörnulífið: Brúðkaup í Rússlandi og hiti í desember Var Kurt Cobain myrtur? Enginn ætti að lesa skilaboðin sem honum hafi borist Krakkatían: Póstnúmer, prumpulagið og pólitík Bein útsending: Sterkustu skákmenn landsins mætast Sjá meira