AmabAdamA og FM Belfast spila í Eyjum Jóhann Óli Eiðsson skrifar 19. mars 2015 08:00 Reggíið frá AmabAdamA getur breytt óveðri í sólskin. mynd/aðsend Reggístórsveitin AmabAdamA og stuðbandið FM Belfast munu koma fram á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í sumar. Sveitirnar eru tvær þær fyrstu sem tilkynnt er að spili á hátíðinni. „Þetta er í fyrsta skipti sem ég fer á Þjóðhátíð og meira að segja í fyrsta sinn sem ég fer til Eyja,“ segir Steinunn Jónsdóttir en hún syngur í AmabAdamA ásamt Gnúsa Yones, barnsföður sínum, og Sölku Sól Eyfeld. AmabAdamA gaf í fyrra út plötuna Heyrðu mig nú sem var ein vinsælasta plata ársins. Óhætt er síðan að fullyrða að lagið Hossa hossa hafi verið sumarsmellur ársins í fyrra en lgið tróndi svo vikum skipti efst á vinsældalistum útvarpsstöðva. „Þetta hefur legið aðeins í loftinu og dálítið síðan þessari hugmynd var fyrst velt upp,“ segir Steinunn aðspurð um það hvort það hafi legið lengi fyrir að þau spili í Eyjum. „En við fengum þetta ekki staðfest fyrr en í gær.“ Meðlimir hljómsveitarinnar eru alls níu og Steinunn segir að líklegast sé að þau muni sigla með Herjólfi til Eyja. „Ég held ég ljúgi engu þegar ég segi að ekkert okkar hafi komið á Þjóðhátíð áður. Mögulega gæti trommarinn hafa spilað þar einu sinni.“Á BRÓKINNI Árni á sviði á Iceland Airwaves síðasta haust.fréttablaðið/andri marinó„Ég er spenntastur fyrir hvítu tjöldunum,“ segir Árni Vilhjálmsson, einn söngvara FM Belfast. „Ég er með konu á námskeiði sem segir að ég verði að skoða hvítu tjöldin og smakka matinn þar. Þetta verður smá matartúrismaferð hjá mér.“ Árni hefur einu sinni komið til Vestmannaeyja en þá var hann tólf ára. Hann hefur aldrei komið á Þjóðhátíð og heldur að það sama gildi um aðra meðlimi. Allir sem hafa farið á tónleika með FM Belfast vita að þar er rífandi stemning og enginn sem ekki dansar. Árni vonar að sú stemning skili sér í brekkuna. „Við ætlum ekkert að draga úr okkar boðskap. Það væri ákjósanlegast ef Eyjamenn tækju sig til og myndu æfa sig að vera á FM Belfast-tónleikum fram að hátíðinni,“ segir hann. „Hver veit, kannski sjáum við 15.000 manns hlaupa um Herjólfsdal á brókinni einni klæða.“ Forsala Þjóðhátíðarmiða hefst 9. apríl næstkomandi á dalurinn.is. Mest lesið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fleiri fréttir Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Sjá meira
Reggístórsveitin AmabAdamA og stuðbandið FM Belfast munu koma fram á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í sumar. Sveitirnar eru tvær þær fyrstu sem tilkynnt er að spili á hátíðinni. „Þetta er í fyrsta skipti sem ég fer á Þjóðhátíð og meira að segja í fyrsta sinn sem ég fer til Eyja,“ segir Steinunn Jónsdóttir en hún syngur í AmabAdamA ásamt Gnúsa Yones, barnsföður sínum, og Sölku Sól Eyfeld. AmabAdamA gaf í fyrra út plötuna Heyrðu mig nú sem var ein vinsælasta plata ársins. Óhætt er síðan að fullyrða að lagið Hossa hossa hafi verið sumarsmellur ársins í fyrra en lgið tróndi svo vikum skipti efst á vinsældalistum útvarpsstöðva. „Þetta hefur legið aðeins í loftinu og dálítið síðan þessari hugmynd var fyrst velt upp,“ segir Steinunn aðspurð um það hvort það hafi legið lengi fyrir að þau spili í Eyjum. „En við fengum þetta ekki staðfest fyrr en í gær.“ Meðlimir hljómsveitarinnar eru alls níu og Steinunn segir að líklegast sé að þau muni sigla með Herjólfi til Eyja. „Ég held ég ljúgi engu þegar ég segi að ekkert okkar hafi komið á Þjóðhátíð áður. Mögulega gæti trommarinn hafa spilað þar einu sinni.“Á BRÓKINNI Árni á sviði á Iceland Airwaves síðasta haust.fréttablaðið/andri marinó„Ég er spenntastur fyrir hvítu tjöldunum,“ segir Árni Vilhjálmsson, einn söngvara FM Belfast. „Ég er með konu á námskeiði sem segir að ég verði að skoða hvítu tjöldin og smakka matinn þar. Þetta verður smá matartúrismaferð hjá mér.“ Árni hefur einu sinni komið til Vestmannaeyja en þá var hann tólf ára. Hann hefur aldrei komið á Þjóðhátíð og heldur að það sama gildi um aðra meðlimi. Allir sem hafa farið á tónleika með FM Belfast vita að þar er rífandi stemning og enginn sem ekki dansar. Árni vonar að sú stemning skili sér í brekkuna. „Við ætlum ekkert að draga úr okkar boðskap. Það væri ákjósanlegast ef Eyjamenn tækju sig til og myndu æfa sig að vera á FM Belfast-tónleikum fram að hátíðinni,“ segir hann. „Hver veit, kannski sjáum við 15.000 manns hlaupa um Herjólfsdal á brókinni einni klæða.“ Forsala Þjóðhátíðarmiða hefst 9. apríl næstkomandi á dalurinn.is.
Mest lesið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fleiri fréttir Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Sjá meira