Heiðraður á stærstu hátíð kvikmyndahúsaeigenda í heiminum Jóhann Óli Eiðsson skrifar 24. mars 2015 08:30 Baltasar Kormákur hefur fjölmörg járn í eldinum. mynd/universal Leikstjórinn og kvikmyndagerðarmaðurinn Baltasar Kormákur verður heiðraður á CinemaCon-hátíðinni. Verðlaunin sem falla honum í skaut eru fyrir alþjóðlegan kvikmyndagerðarmann ársins. Þetta er í fimmta skipti sem hátíðin er haldin en hún fer fram í Las Vegas 20.-23. apríl næstkomandi. „Ég vissi af þessu fyrir fáeinum dögum,“ segir Baltasar Kormákur. „Þetta er mikil viðurkenning. Hátíðin er sú stærsta af þessari gerð í heiminum en eigendur allra stærstu kvikmyndahúsa Bandaríkjanna verða á staðnum auk þess sem flestar stjörnurnar mæta og sýna sig.“ Baltasar vinnur nú hörðum höndum við að ljúka gerð nýjustu myndar sinnar, Everest, og var að vinna að upptökum tónlistar myndarinnar þegar blaðamaður náði tali af honum. Sú mynd verður frumsýnd síðari hluta septembermánaðar. Sýnishorn úr Everest verður frumsýnt á CinemaCon. „Everest er miklu stærri en allt annað sem ég hef gert,“ segir Baltasar og bætir við að strax í kjölfar hátíðarinnar muni fara fram blaðamannafundir í Los Angeles og New York vegna frumsýningar sýnishornsins. „Það er eitthvað sem ég hef aldrei gert áður.“ „Ég hugsa að ég taki mér einhvern tíma eftir Everest til að hvíla mig og forgangsraða aðeins öðruvísi,“ segir Baltasar. Vinnslu myndarinnar hafa fylgt heilmörg ferðalög og aðrir hlutir hafa örlítið setið á hakanum. Það breytir því ekki að Baltasar er með mörg járn í eldinum. Hér heima er hann að framleiða þættina Ófærð og leikstýrir einnig tveimur þáttum í þáttaröðinni. Hann er framleiðandi myndar Dags Kára, Fúsa, sem frumsýnd verður hér á landi í lok vikunnar. Að auki vinnur hann að spennutryllinum The Oath, langar að gera víkingamynd og mynd hér á landi. „Eitt það ánægjulegasta við velgengni mína úti er að hún gerir mér kleift að gera svo margt heima á Íslandi,“ segir Baltasar. Aðspurður um hvort hann haldi að verðlaunin komi til með að skila sér í fleiri tilboðum svarar hann að nú þegar fái hann fleiri tilboð en hann geti komist yfir. „Ég get ekkert nefnt hvaða myndir það eru en einhverjar þeirra eru hundraða milljóna dollara myndir,“ segir hann að lokum. Tengdar fréttir Baltasar vinnur að nýrri mynd Leikstjórinn lýsir henni sem raunverulegri útgáfu af Taken. 8. febrúar 2015 11:23 Ný mynd úr Everest Kvikmyndaverið Universal hefur nú birt glænýja ljósmynd úr kvikmyndinni Everest sem er í leikstjórn Baltasars Kormáks. 21. desember 2014 19:44 Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Jörundur og Magdalena selja íbúð á eftirsóttum stað „Hann var of góður fyrir þennan grimma heim sem við búum í“ „Mér finnst ekkert skemmtilegra en að spila bridge“ Sjá meira
Leikstjórinn og kvikmyndagerðarmaðurinn Baltasar Kormákur verður heiðraður á CinemaCon-hátíðinni. Verðlaunin sem falla honum í skaut eru fyrir alþjóðlegan kvikmyndagerðarmann ársins. Þetta er í fimmta skipti sem hátíðin er haldin en hún fer fram í Las Vegas 20.-23. apríl næstkomandi. „Ég vissi af þessu fyrir fáeinum dögum,“ segir Baltasar Kormákur. „Þetta er mikil viðurkenning. Hátíðin er sú stærsta af þessari gerð í heiminum en eigendur allra stærstu kvikmyndahúsa Bandaríkjanna verða á staðnum auk þess sem flestar stjörnurnar mæta og sýna sig.“ Baltasar vinnur nú hörðum höndum við að ljúka gerð nýjustu myndar sinnar, Everest, og var að vinna að upptökum tónlistar myndarinnar þegar blaðamaður náði tali af honum. Sú mynd verður frumsýnd síðari hluta septembermánaðar. Sýnishorn úr Everest verður frumsýnt á CinemaCon. „Everest er miklu stærri en allt annað sem ég hef gert,“ segir Baltasar og bætir við að strax í kjölfar hátíðarinnar muni fara fram blaðamannafundir í Los Angeles og New York vegna frumsýningar sýnishornsins. „Það er eitthvað sem ég hef aldrei gert áður.“ „Ég hugsa að ég taki mér einhvern tíma eftir Everest til að hvíla mig og forgangsraða aðeins öðruvísi,“ segir Baltasar. Vinnslu myndarinnar hafa fylgt heilmörg ferðalög og aðrir hlutir hafa örlítið setið á hakanum. Það breytir því ekki að Baltasar er með mörg járn í eldinum. Hér heima er hann að framleiða þættina Ófærð og leikstýrir einnig tveimur þáttum í þáttaröðinni. Hann er framleiðandi myndar Dags Kára, Fúsa, sem frumsýnd verður hér á landi í lok vikunnar. Að auki vinnur hann að spennutryllinum The Oath, langar að gera víkingamynd og mynd hér á landi. „Eitt það ánægjulegasta við velgengni mína úti er að hún gerir mér kleift að gera svo margt heima á Íslandi,“ segir Baltasar. Aðspurður um hvort hann haldi að verðlaunin komi til með að skila sér í fleiri tilboðum svarar hann að nú þegar fái hann fleiri tilboð en hann geti komist yfir. „Ég get ekkert nefnt hvaða myndir það eru en einhverjar þeirra eru hundraða milljóna dollara myndir,“ segir hann að lokum.
Tengdar fréttir Baltasar vinnur að nýrri mynd Leikstjórinn lýsir henni sem raunverulegri útgáfu af Taken. 8. febrúar 2015 11:23 Ný mynd úr Everest Kvikmyndaverið Universal hefur nú birt glænýja ljósmynd úr kvikmyndinni Everest sem er í leikstjórn Baltasars Kormáks. 21. desember 2014 19:44 Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Jörundur og Magdalena selja íbúð á eftirsóttum stað „Hann var of góður fyrir þennan grimma heim sem við búum í“ „Mér finnst ekkert skemmtilegra en að spila bridge“ Sjá meira
Baltasar vinnur að nýrri mynd Leikstjórinn lýsir henni sem raunverulegri útgáfu af Taken. 8. febrúar 2015 11:23
Ný mynd úr Everest Kvikmyndaverið Universal hefur nú birt glænýja ljósmynd úr kvikmyndinni Everest sem er í leikstjórn Baltasars Kormáks. 21. desember 2014 19:44