Af hverju eitthvað annað? Jón Hákon Halldórsson skrifar 25. mars 2015 07:00 Það hefur verið vinsæll samkvæmisleikur síðustu dagana að geta sér til um hvað veldur því að Píratar mælast sífellt vinsælli í hverri skoðanakönnuninni á fætur annarri undanfarna daga. Forystumönnum gömlu stjórnmálaflokkanna eru eitthvað mislagðar hendur þessa dagana. Sú skýring sem flestir hafa gripið til við að skýra fylgisaukningu Píratanna er því að kjósendur vilji „eitthvað annað“ en þá kosti sem í boði eru. Þetta er ekki ósennileg skýring og þá ekki í fyrsta skipti sem framboð fær byr í seglin af þessari ástæðu. Fyrir borgarstjórnarkosningarnar 2010 rauk Besti flokkurinn upp í skoðanakönnunum. Í einni könnuninni mældist flokkurinn með hreinan meirihluta í Reykjavíkurborg. Niðurstaðan í kosningum varð flokknum ekki svo góð, en þó sú að hann hlaut sex borgarfulltrúa kjörna og varð stærsti flokkurinn í borgarstjórn. Og það eftir mjög skrautleg og jafnframt óljós kosningaloforð. Fólk man auðvitað eftir loforðum um ísbjörn í Húsdýragarðinn og svo annað loforð um að öll gefin loforð yrðu svikin. Þetta framboð sló í gegn, sennilegast af því að kjósendur vildu þá eins og nú „eitthvað annað“. Það væri rangt að halda því fram að verk meirihluta Besta flokksins og Samfylkingarinnar hefðu fallið öllum í geð. Enda fór það svo að Björt framtíð og Samfylkingin sömdu við Pírata og VG um myndun meirihluta að loknu kjörtímabilinu. En ýmislegt gerðu þeir vel. Hávær umræða var um það á síðasta kjörtímabili að kjörnir fulltrúar hefðu veitt embættismönnum borgarinnar aukin völd. Sú ráðstöfun á valdi þarf þó ekki að hafa verið slæm, enda störfuðu embættismennirnir á ábyrgð þessara sömu kjörnu fulltrúa. Og þegar kom að Orkuveitunni valdi meirihlutinn fagmenn úr atvinnulífinu til að mynda meirihluta í stjórn. Þeir gripu til sársaukafullra aðgerða til þess að snúa fyrirtækinu á rétta braut. Aðgerða sem pólitískt kjörnir fulltrúar í stjórn Orkuveitunnar annaðhvort höfðu ekki haft vit á að grípa til eða ekki þorað. Vel má vera að það sé akkúrat þessi meðferð á valdi sem fólk horfir til núna þegar það segist vilja eitthvað annað en fjórflokkinn við landsstjórnina. Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, er gagnrýninn á þá spurningu hvort hann væri reiðubúinn til þess að setjast í ríkisstjórn ef niðurstöður kosninga yrðu í samræmi við það sem skoðanakannanir þessa dagana benda til. Í tilsvörum við slíkum spurningum hefur hann fyrst og fremst lagt áherslu á að hann vilji skerpa á þrígreiningu ríkisvaldsins með því að ráðherrar sitji ekki á þingi. Þessu markmiði er auðvitað hægt að ná með því að ráðherraefni af þinginu segi af sér þingmennsku. Og þá leið hafa Píratar ekki útilokað. En hljóti Píratar fylgi til að mynda ríkisstjórn gætu þeir líka náð þessu markmiði sínu með því að beita einmitt þeirri aðferð sem Besti flokkurinn beitti á síðasta kjörtímabili. Að velja fagmenn sem ráðherra í ráðuneytin í stað þess að skipa kjörna þingmenn. Breytt sjónarmið myndu þá hugsanlega ráða því hverjir vermdu ráðherrastólana. Þannig myndi vonandi fagþekking á sviði þeirra mála sem heyra undir ráðuneytin skipta meira máli en það úr hvaða kjördæmi viðkomandi aðili kemur úr eða hvar hann hefði raðast á framboðslista fyrir síðustu kosningar. Hugmyndin um utanþingsráðherra er svo sem ekki ný. Einn situr í núverandi ríkisstjórn og virðist taka ákvarðanir af yfirvegun. Tveir sátu í tíð vinstri stjórnarinnar. Því miður réðu pólitísk sjónarmið því að þeim var skipt út á miðju kjörtímabili. Kannski eigum við eftir að sjá sterkara ákall eftir slíkum ráðherrum í framtíðinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Framúrskarandi þjónusta byggir upp traust á fyrirtækjum Ingibjörg Valdimarsdóttir Skoðun Athugasemdir við eignaumsýslu Landsbanka Íslands Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Í aðdraganda jóla – hugleiðing Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór
Það hefur verið vinsæll samkvæmisleikur síðustu dagana að geta sér til um hvað veldur því að Píratar mælast sífellt vinsælli í hverri skoðanakönnuninni á fætur annarri undanfarna daga. Forystumönnum gömlu stjórnmálaflokkanna eru eitthvað mislagðar hendur þessa dagana. Sú skýring sem flestir hafa gripið til við að skýra fylgisaukningu Píratanna er því að kjósendur vilji „eitthvað annað“ en þá kosti sem í boði eru. Þetta er ekki ósennileg skýring og þá ekki í fyrsta skipti sem framboð fær byr í seglin af þessari ástæðu. Fyrir borgarstjórnarkosningarnar 2010 rauk Besti flokkurinn upp í skoðanakönnunum. Í einni könnuninni mældist flokkurinn með hreinan meirihluta í Reykjavíkurborg. Niðurstaðan í kosningum varð flokknum ekki svo góð, en þó sú að hann hlaut sex borgarfulltrúa kjörna og varð stærsti flokkurinn í borgarstjórn. Og það eftir mjög skrautleg og jafnframt óljós kosningaloforð. Fólk man auðvitað eftir loforðum um ísbjörn í Húsdýragarðinn og svo annað loforð um að öll gefin loforð yrðu svikin. Þetta framboð sló í gegn, sennilegast af því að kjósendur vildu þá eins og nú „eitthvað annað“. Það væri rangt að halda því fram að verk meirihluta Besta flokksins og Samfylkingarinnar hefðu fallið öllum í geð. Enda fór það svo að Björt framtíð og Samfylkingin sömdu við Pírata og VG um myndun meirihluta að loknu kjörtímabilinu. En ýmislegt gerðu þeir vel. Hávær umræða var um það á síðasta kjörtímabili að kjörnir fulltrúar hefðu veitt embættismönnum borgarinnar aukin völd. Sú ráðstöfun á valdi þarf þó ekki að hafa verið slæm, enda störfuðu embættismennirnir á ábyrgð þessara sömu kjörnu fulltrúa. Og þegar kom að Orkuveitunni valdi meirihlutinn fagmenn úr atvinnulífinu til að mynda meirihluta í stjórn. Þeir gripu til sársaukafullra aðgerða til þess að snúa fyrirtækinu á rétta braut. Aðgerða sem pólitískt kjörnir fulltrúar í stjórn Orkuveitunnar annaðhvort höfðu ekki haft vit á að grípa til eða ekki þorað. Vel má vera að það sé akkúrat þessi meðferð á valdi sem fólk horfir til núna þegar það segist vilja eitthvað annað en fjórflokkinn við landsstjórnina. Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, er gagnrýninn á þá spurningu hvort hann væri reiðubúinn til þess að setjast í ríkisstjórn ef niðurstöður kosninga yrðu í samræmi við það sem skoðanakannanir þessa dagana benda til. Í tilsvörum við slíkum spurningum hefur hann fyrst og fremst lagt áherslu á að hann vilji skerpa á þrígreiningu ríkisvaldsins með því að ráðherrar sitji ekki á þingi. Þessu markmiði er auðvitað hægt að ná með því að ráðherraefni af þinginu segi af sér þingmennsku. Og þá leið hafa Píratar ekki útilokað. En hljóti Píratar fylgi til að mynda ríkisstjórn gætu þeir líka náð þessu markmiði sínu með því að beita einmitt þeirri aðferð sem Besti flokkurinn beitti á síðasta kjörtímabili. Að velja fagmenn sem ráðherra í ráðuneytin í stað þess að skipa kjörna þingmenn. Breytt sjónarmið myndu þá hugsanlega ráða því hverjir vermdu ráðherrastólana. Þannig myndi vonandi fagþekking á sviði þeirra mála sem heyra undir ráðuneytin skipta meira máli en það úr hvaða kjördæmi viðkomandi aðili kemur úr eða hvar hann hefði raðast á framboðslista fyrir síðustu kosningar. Hugmyndin um utanþingsráðherra er svo sem ekki ný. Einn situr í núverandi ríkisstjórn og virðist taka ákvarðanir af yfirvegun. Tveir sátu í tíð vinstri stjórnarinnar. Því miður réðu pólitísk sjónarmið því að þeim var skipt út á miðju kjörtímabili. Kannski eigum við eftir að sjá sterkara ákall eftir slíkum ráðherrum í framtíðinni.