Rís grái herinn? Sigurjón M. Egilsson skrifar 26. mars 2015 07:00 Kjör eldra fólks eru um margt vond. Aldraðir eiga fá ráð til að berjast fyrir bættum kjörum. Kannski er það þess vegna sem staða þessa fólks er jafn bág og raun ber vitni. Fréttablaðið hefur verið duglegt við að benda á hver staða fólksins í raun og veru er. Sem dæmi þá eru greiddir vasapeningar þegar lífeyrisgreiðslur falla niður vegna vistunar. Að hámarki eru vasapeningar 53.354 krónur á mánuði. Vasapeningarnir eru svo lágir að þeir duga ekki til einföldustu framfærslu. „Ég er búin, ég get þetta ekki. Ég gæti ekki einu sinni flutt ef ég kæmist inn á stofnun því ég hefði ekki ráð á að flytja stólana með mér. Á meðan ég er ekki með pláss þá þarf ég hins vegar að halda þessari íbúð, þarf að borga hita og rafmagn og standa í skilum. Ég get það ekki lengur,“ sagði Guðrún Bjarnadóttir, 82 ára öryrki, þegar hún lýsti kjörum sínum í viðtali við Fréttablaðið. Saga Guðrúnar er ekki einstök. Því miður. Hún varð öryrki árið 1987 eftir fjölda uppskurða. Guðrún getur ekki gengið nema að nota til þess sérsmíðaða skó sem styðja við ökklann. Nýverið ætlaði hún að kaupa sér slíka skó og sækja um hjólastól til að geta hreyft sig en fékk synjun. „Ég fæ ekki hjólastól af því að stofnuninni, sem ég er á bið eftir að komast á, er skylt að sjá fyrir því. Ég fæ heldur ekki stuðningsskó af því að ég er að fara á stofnun. Þetta gengur ekki, á ég að ganga eða á ég bara að vera uppi í rúmi þangað til ég kemst á hjúkrunarheimili?“ Guðrúnu hefur, með baráttu sinni, tekist að fá gálgafrest. Ekki lausn, bara frest til skamms tíma. Saga Guðrúnar og barátta hennar mun eflaust kveikja vilja meðal annarra til að láta ekki ósómann yfir sig ganga. Hver veit nema þetta verði til þess að aldraðir Íslendingar rísi upp, safnist saman og berjist fyrir bættum lífskjörum. Kannski verður grái herinn til. „Það var sárt að horfa upp á mömmu brotna smátt og smátt saman þegar ekki var hlustað á óskir hennar, komið fram við hana af vanvirðingu og talað við hana eins og smábarn. Ég viðurkenni fúslega að mamma var skapmanneskja, hún lét í sér heyra og líklega átti hún við geðraskanir að stríða í restina. En hversu erfiðir sem sjúklingar eru ber okkur skylda til að sýna virðingu, umburðarlyndi og vera kurteis við gamalt fólk sem á að fá að líða vel síðustu æviárin,“ sagði dóttir aldraðrar konu sem er á hjúkrunarheimili. Önnur kona í sömu sporum sagði: „„Ég finn að allt er reynt að gera fyrir fólkið og starfsmenn vilja vel en það eru ýmsir hlutir sem eru ekki fólki bjóðandi. Það er erfitt að sjá foreldra sína ekki fá þá þjónustu sem þeir þurfa hvað varðar umönnun en einnig mannlega þáttinn.“ Þessi dæmi og önnur eru óþolandi og ljóður á samfélaginu. Það kemur að því að aldraðir segja hingað og ekki lengra. Aðeins er spurt um tíma og aðferðir. Guðrún Bjarnadóttir tók til sinna ráða og vann stundarsigur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón M. Egilsson Mest lesið Halldór 02.11.24 Halldór Baldursson Halldór Hvenær nær Bitcoin $1,000,000? Víkingur Hauksson Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun „Hækkar bara og hækkar“ Hjalti Þórisson Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Réttlæti Hallgríms Helgasonar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Hversu góð eru laun lækna? Teitur Ari Theodórsson Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir Skoðun Kveðja, nýútskrifaði kennarinn Hugrún Stefánsdóttir Skoðun Ég er alveg nógu verðmæt eins og ég er! Ragnheiður Stephensen Skoðun
Kjör eldra fólks eru um margt vond. Aldraðir eiga fá ráð til að berjast fyrir bættum kjörum. Kannski er það þess vegna sem staða þessa fólks er jafn bág og raun ber vitni. Fréttablaðið hefur verið duglegt við að benda á hver staða fólksins í raun og veru er. Sem dæmi þá eru greiddir vasapeningar þegar lífeyrisgreiðslur falla niður vegna vistunar. Að hámarki eru vasapeningar 53.354 krónur á mánuði. Vasapeningarnir eru svo lágir að þeir duga ekki til einföldustu framfærslu. „Ég er búin, ég get þetta ekki. Ég gæti ekki einu sinni flutt ef ég kæmist inn á stofnun því ég hefði ekki ráð á að flytja stólana með mér. Á meðan ég er ekki með pláss þá þarf ég hins vegar að halda þessari íbúð, þarf að borga hita og rafmagn og standa í skilum. Ég get það ekki lengur,“ sagði Guðrún Bjarnadóttir, 82 ára öryrki, þegar hún lýsti kjörum sínum í viðtali við Fréttablaðið. Saga Guðrúnar er ekki einstök. Því miður. Hún varð öryrki árið 1987 eftir fjölda uppskurða. Guðrún getur ekki gengið nema að nota til þess sérsmíðaða skó sem styðja við ökklann. Nýverið ætlaði hún að kaupa sér slíka skó og sækja um hjólastól til að geta hreyft sig en fékk synjun. „Ég fæ ekki hjólastól af því að stofnuninni, sem ég er á bið eftir að komast á, er skylt að sjá fyrir því. Ég fæ heldur ekki stuðningsskó af því að ég er að fara á stofnun. Þetta gengur ekki, á ég að ganga eða á ég bara að vera uppi í rúmi þangað til ég kemst á hjúkrunarheimili?“ Guðrúnu hefur, með baráttu sinni, tekist að fá gálgafrest. Ekki lausn, bara frest til skamms tíma. Saga Guðrúnar og barátta hennar mun eflaust kveikja vilja meðal annarra til að láta ekki ósómann yfir sig ganga. Hver veit nema þetta verði til þess að aldraðir Íslendingar rísi upp, safnist saman og berjist fyrir bættum lífskjörum. Kannski verður grái herinn til. „Það var sárt að horfa upp á mömmu brotna smátt og smátt saman þegar ekki var hlustað á óskir hennar, komið fram við hana af vanvirðingu og talað við hana eins og smábarn. Ég viðurkenni fúslega að mamma var skapmanneskja, hún lét í sér heyra og líklega átti hún við geðraskanir að stríða í restina. En hversu erfiðir sem sjúklingar eru ber okkur skylda til að sýna virðingu, umburðarlyndi og vera kurteis við gamalt fólk sem á að fá að líða vel síðustu æviárin,“ sagði dóttir aldraðrar konu sem er á hjúkrunarheimili. Önnur kona í sömu sporum sagði: „„Ég finn að allt er reynt að gera fyrir fólkið og starfsmenn vilja vel en það eru ýmsir hlutir sem eru ekki fólki bjóðandi. Það er erfitt að sjá foreldra sína ekki fá þá þjónustu sem þeir þurfa hvað varðar umönnun en einnig mannlega þáttinn.“ Þessi dæmi og önnur eru óþolandi og ljóður á samfélaginu. Það kemur að því að aldraðir segja hingað og ekki lengra. Aðeins er spurt um tíma og aðferðir. Guðrún Bjarnadóttir tók til sinna ráða og vann stundarsigur.