Enn er látið reka á reiðanum Óli Kristján Ármannsson skrifar 31. mars 2015 07:00 Vísbendingar eru um að vöxtur ferðaþjónustunnar sé að baki nær allri fjölgun starfandi fólks á síðasta ári, og skýri 2.700 af 2.800 nýju störfum sem urðu til. Í blaðinu í gær er haft eftir Edward H. Huijbens, prófessor við Háskólann á Akureyri og sérfræðingi við Rannsóknamiðstöð ferðamála, að fjölgi gestum áfram eins og spár segi til um, sem hann segir allt benda til, þá þurfi að flytja inn töluvert af vinnuafli til að mæta aukningunni. „Eins og staðan er í dag búum við ekki yfir nægjanlegum fjölda með færni til að mæta fjölda gesta og tryggja gæði þjónustu,“ er haft eftir Edward sem um leið bendir á að hér skorti stefnu um menntun og stjórnun þjónustugæða í ferðaþjónustu. Úr því þurfi að bæta með hraði. Haldið hefur verið á lofti ógnartölum um hversu mikið þurfi að bæta hér við af hótelum til þess að halda í við aukningu ferðamanna, hún hafi numið einhverjum fimmtungi á ári og þannig megi reikna sig áfram inn í framtíðina. Ætli fólk hins vegar að draga einhvern lærdóm af hruninu þá gæti þar ein lexían verið að atburðir fortíðar eru afleitur mælikvarði á það sem á eftir að gerast. Tuttugu prósenta ársvöxtur á hverju ári inn í framtíðina er eins og hver annar blautur Excel-draumur. Slíkur vöxtur helst ekki endalaust, það er augljóst. Raunhæfa sýn og og stefnu þarf til að styrkja stoðir ferðaþjónustunnar til þess að tryggja að hún drepist ekki úr vaxtarverkjum og við fáum byggt á þeim árangri sem náðst hefur. Geiri þessi þarf að ná að verða sjálfbær áður en kemur að þolmörkum bólunnar og hún springur í andlitið á fólki. Í þeim efnum er enn beðið aðgerða, bæði stefnumörkunar á borð við þá sem Edward H. Huijbens kallar eftir og aðgerðum til verndar og uppbyggingar ferðamannastaða. Til þessa hefur inngrip hins opinbera einna helst birst í að banna fólki að heimta gjald inn á svæði þar sem þó sárvantar fjármagn í viðhald og uppbyggingu um leið og dragnast er áfram með vitavitlausa hugmynd um sértæka skattheimtu til þess að standa undir slíku viðhaldi hingað og þangað. Og á meðan fjasað er um málið gerist ekki neitt. Einn helsti ferðamannastaður þjóðarinnar, Geysir í Haukadal, er að verða eitt drullusvað. Er í alvöru boðlegt að draga lappirnar í aðgerðum þar? Frekar en að vandræðast með náttúrupassa á ríkið þegar að setja fjármuni í að passa þessi svæði. Það er ekki eins og ekki séu neinar tekur af þessum fjölda ferðamanna sem hingað streymir. Í gær var kynnt í ríkisstjórn að viðbótargjald á makríl ætti að skila ríkinu einum og hálfum milljarði króna á ári næstu sex ár. Fyrir helgi birti Rannsóknarsetur verslunarinnar tölur um að í febrúar, vetrarmánuði, hefðu erlendir ferðamenn notað hér greiðslukort sín til að kaupa varning fyrir 7,9 milljarða króna. Ljóst er að ferðaþjónusta er landinu auðlind, en hana þarf líka að umgangast þannig að við fælum ekki frá okkur aflann. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óli Kr. Ármannsson Mest lesið Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason Skoðun Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson Skoðun
Vísbendingar eru um að vöxtur ferðaþjónustunnar sé að baki nær allri fjölgun starfandi fólks á síðasta ári, og skýri 2.700 af 2.800 nýju störfum sem urðu til. Í blaðinu í gær er haft eftir Edward H. Huijbens, prófessor við Háskólann á Akureyri og sérfræðingi við Rannsóknamiðstöð ferðamála, að fjölgi gestum áfram eins og spár segi til um, sem hann segir allt benda til, þá þurfi að flytja inn töluvert af vinnuafli til að mæta aukningunni. „Eins og staðan er í dag búum við ekki yfir nægjanlegum fjölda með færni til að mæta fjölda gesta og tryggja gæði þjónustu,“ er haft eftir Edward sem um leið bendir á að hér skorti stefnu um menntun og stjórnun þjónustugæða í ferðaþjónustu. Úr því þurfi að bæta með hraði. Haldið hefur verið á lofti ógnartölum um hversu mikið þurfi að bæta hér við af hótelum til þess að halda í við aukningu ferðamanna, hún hafi numið einhverjum fimmtungi á ári og þannig megi reikna sig áfram inn í framtíðina. Ætli fólk hins vegar að draga einhvern lærdóm af hruninu þá gæti þar ein lexían verið að atburðir fortíðar eru afleitur mælikvarði á það sem á eftir að gerast. Tuttugu prósenta ársvöxtur á hverju ári inn í framtíðina er eins og hver annar blautur Excel-draumur. Slíkur vöxtur helst ekki endalaust, það er augljóst. Raunhæfa sýn og og stefnu þarf til að styrkja stoðir ferðaþjónustunnar til þess að tryggja að hún drepist ekki úr vaxtarverkjum og við fáum byggt á þeim árangri sem náðst hefur. Geiri þessi þarf að ná að verða sjálfbær áður en kemur að þolmörkum bólunnar og hún springur í andlitið á fólki. Í þeim efnum er enn beðið aðgerða, bæði stefnumörkunar á borð við þá sem Edward H. Huijbens kallar eftir og aðgerðum til verndar og uppbyggingar ferðamannastaða. Til þessa hefur inngrip hins opinbera einna helst birst í að banna fólki að heimta gjald inn á svæði þar sem þó sárvantar fjármagn í viðhald og uppbyggingu um leið og dragnast er áfram með vitavitlausa hugmynd um sértæka skattheimtu til þess að standa undir slíku viðhaldi hingað og þangað. Og á meðan fjasað er um málið gerist ekki neitt. Einn helsti ferðamannastaður þjóðarinnar, Geysir í Haukadal, er að verða eitt drullusvað. Er í alvöru boðlegt að draga lappirnar í aðgerðum þar? Frekar en að vandræðast með náttúrupassa á ríkið þegar að setja fjármuni í að passa þessi svæði. Það er ekki eins og ekki séu neinar tekur af þessum fjölda ferðamanna sem hingað streymir. Í gær var kynnt í ríkisstjórn að viðbótargjald á makríl ætti að skila ríkinu einum og hálfum milljarði króna á ári næstu sex ár. Fyrir helgi birti Rannsóknarsetur verslunarinnar tölur um að í febrúar, vetrarmánuði, hefðu erlendir ferðamenn notað hér greiðslukort sín til að kaupa varning fyrir 7,9 milljarða króna. Ljóst er að ferðaþjónusta er landinu auðlind, en hana þarf líka að umgangast þannig að við fælum ekki frá okkur aflann.
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun