Viðræður Sam-félagsins og Netflix á lokametrunum Haraldur Guðmundsson skrifar 8. janúar 2015 07:00 Árni Samúelsson, stofnandi og einn eigenda Sam-félagsins ehf., sem á og rekur Sambíóin og Samfilm. Vísir/Stefán Árni Samúelsson, stofnandi og einn eigenda Sam-félagsins ehf., segir viðræður fyrirtækisins við Netflix vera á lokastigi. Hann er fullviss um að bandaríska afþreyingarfyrirtækið eigi eftir að opna fyrir efnisveitu sína hér á landi á næstunni. „Netflix hefur verið í sambandi við okkur og við höfum fundað með þeim. Þeir eru spenntir fyrir því að gera samning við okkur en það er ekki búið að ganga endanlega frá honum en það er langt komið,“ segir Árni. Viðræðurnar hafa staðið yfir síðan í haust. Þær snúast meðal annars um möguleg kaup Netflix á sýningarrétti Sam-félagsins á myndefni frá sjálfstæðum framleiðendum. Þar er meðal annars um að ræða kvikmyndir frá bandarísku framleiðslufyrirtækjunum Summit Entertainment og Filmnation Entertainment. „Við eigum gífurlegt magn af efni hérna til að selja þeim og eigum langmest af því efni sem er á markaði hér á Íslandi sem þeir vilja fá. Ég get fullvissað þig um það að þeir eru á leiðinni hingað til Íslands og ætla að vera með löglega afgreiðslu á sínum vörum hérna. Það er alveg á hreinu að það skeður og það verður sjálfsagt ekkert langt í það,“ segir Árni og heldur áfram: „En þegar svona réttir eru seldir eins og Netflix vill kaupa af okkur þá kemur það ekki í veg fyrir að við getum selt það öðrum sem vilja koma hingað.“ Netflix á einnig í viðræðum við kvikmyndafyrirtækin Senu og Myndform, eins og komið hefur fram. Björn Sigurðsson, framkvæmdastjóri Senu, á von á því að niðurstaða liggi fyrir á næstu vikum. „Viðræður okkar eru enn í gangi en þetta snýst um kvikmyndir frá sjálfstæðum framleiðendum sem Sena hefur keypt rétt á hér á landi,“ segir Björn og nefnir sem dæmi myndir verðlaunaleikstjórans Quentins Tarantino. „Svo er þarna um að ræða mikið af barnaefni sem er hluti af þessu efni sem við eigum frá sjálfstæðum framleiðendum,“ segir Björn. Myndform hefur átt í viðræðum við Netflix síðan í ágúst. Gunnar Gunnarsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, segir Netflix hafa sérstakan áhuga á barnaefni sem Myndform kaupir meðal annars frá sænska dreifingarfyrirtækinu Svensk Filmindustri. „Það eru viðræður í gangi en það er enn talsvert í land enda eru þetta flóknar viðræður. Við vorum fyrsta fyrirtækið sem Netflix talaði við en við erum langstærstir í barnaefni frá sjálfstæðum framleiðendum,“ segir Gunnar. Netflix Tengdar fréttir Myndform og Netflix í viðræðum Fyrirtækin hafa ekki komist að samkomulagi um það myndefni sem Myndform á sýningarrétt á hér á landi. Viðræðurnar hafa staðið yfir í þrjá mánuði. Hafa rætt við þrjú stærstu kvikmyndafyrirtækin. 19. nóvember 2014 07:00 Lokað endanlega fyrir Netflix á Íslandi? Netflix vinnur nú að því að koma í veg fyrir að íbúar í löndum þar sem fyrirtækið starfar ekki geti fengið aðgang að þjónustu fyrirtækisins. 4. janúar 2015 16:39 Mest lesið Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Sjá meira
Árni Samúelsson, stofnandi og einn eigenda Sam-félagsins ehf., segir viðræður fyrirtækisins við Netflix vera á lokastigi. Hann er fullviss um að bandaríska afþreyingarfyrirtækið eigi eftir að opna fyrir efnisveitu sína hér á landi á næstunni. „Netflix hefur verið í sambandi við okkur og við höfum fundað með þeim. Þeir eru spenntir fyrir því að gera samning við okkur en það er ekki búið að ganga endanlega frá honum en það er langt komið,“ segir Árni. Viðræðurnar hafa staðið yfir síðan í haust. Þær snúast meðal annars um möguleg kaup Netflix á sýningarrétti Sam-félagsins á myndefni frá sjálfstæðum framleiðendum. Þar er meðal annars um að ræða kvikmyndir frá bandarísku framleiðslufyrirtækjunum Summit Entertainment og Filmnation Entertainment. „Við eigum gífurlegt magn af efni hérna til að selja þeim og eigum langmest af því efni sem er á markaði hér á Íslandi sem þeir vilja fá. Ég get fullvissað þig um það að þeir eru á leiðinni hingað til Íslands og ætla að vera með löglega afgreiðslu á sínum vörum hérna. Það er alveg á hreinu að það skeður og það verður sjálfsagt ekkert langt í það,“ segir Árni og heldur áfram: „En þegar svona réttir eru seldir eins og Netflix vill kaupa af okkur þá kemur það ekki í veg fyrir að við getum selt það öðrum sem vilja koma hingað.“ Netflix á einnig í viðræðum við kvikmyndafyrirtækin Senu og Myndform, eins og komið hefur fram. Björn Sigurðsson, framkvæmdastjóri Senu, á von á því að niðurstaða liggi fyrir á næstu vikum. „Viðræður okkar eru enn í gangi en þetta snýst um kvikmyndir frá sjálfstæðum framleiðendum sem Sena hefur keypt rétt á hér á landi,“ segir Björn og nefnir sem dæmi myndir verðlaunaleikstjórans Quentins Tarantino. „Svo er þarna um að ræða mikið af barnaefni sem er hluti af þessu efni sem við eigum frá sjálfstæðum framleiðendum,“ segir Björn. Myndform hefur átt í viðræðum við Netflix síðan í ágúst. Gunnar Gunnarsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, segir Netflix hafa sérstakan áhuga á barnaefni sem Myndform kaupir meðal annars frá sænska dreifingarfyrirtækinu Svensk Filmindustri. „Það eru viðræður í gangi en það er enn talsvert í land enda eru þetta flóknar viðræður. Við vorum fyrsta fyrirtækið sem Netflix talaði við en við erum langstærstir í barnaefni frá sjálfstæðum framleiðendum,“ segir Gunnar.
Netflix Tengdar fréttir Myndform og Netflix í viðræðum Fyrirtækin hafa ekki komist að samkomulagi um það myndefni sem Myndform á sýningarrétt á hér á landi. Viðræðurnar hafa staðið yfir í þrjá mánuði. Hafa rætt við þrjú stærstu kvikmyndafyrirtækin. 19. nóvember 2014 07:00 Lokað endanlega fyrir Netflix á Íslandi? Netflix vinnur nú að því að koma í veg fyrir að íbúar í löndum þar sem fyrirtækið starfar ekki geti fengið aðgang að þjónustu fyrirtækisins. 4. janúar 2015 16:39 Mest lesið Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Sjá meira
Myndform og Netflix í viðræðum Fyrirtækin hafa ekki komist að samkomulagi um það myndefni sem Myndform á sýningarrétt á hér á landi. Viðræðurnar hafa staðið yfir í þrjá mánuði. Hafa rætt við þrjú stærstu kvikmyndafyrirtækin. 19. nóvember 2014 07:00
Lokað endanlega fyrir Netflix á Íslandi? Netflix vinnur nú að því að koma í veg fyrir að íbúar í löndum þar sem fyrirtækið starfar ekki geti fengið aðgang að þjónustu fyrirtækisins. 4. janúar 2015 16:39