Svakalega stoltur af árangrinum hjá ÍBV Henry Birgir Gunnarsson skrifar 2. apríl 2015 06:00 Margir eru á því að Gunnar hafi unnið kraftaverk með því að taka stóru titlana með ÍBV. vísir/stefán „Það er engin dramatík í þessari ákvörðun heldur bara breytingar á fjölskylduhögum,“ segir Gunnar Magnússon en hann mun láta af þjálfun Íslands- og bikarmeistara ÍBV eftir tímabilið. „Konan mín er kennari og það kom í ljós fyrir stuttu að það væru margir að koma til baka í skólann og því liti ekki vel út með vinnu hjá henni næsta vetur. Það er svona aðalástæðan fyrir því að við höfum ákveðið að flytja í bæinn. Við höfum verið á fimm ára flakki og vorum farin að huga að því að fara til Reykjavíkur þar sem fjölskyldan er.“ Undir stjórn Gunnars hefur lið ÍBV komið gríðarlega á óvart. Liðið varð Íslandsmeistari í fyrra og svo bikarmeistari á dögunum. Liðið er því handhafi beggja stærstu titlanna. Þessum árangri náði Gunnar með lið sem fáir þorðu að spá svo góðu gengi. Ætlaði að taka ár í viðbót „Okkur hefur liðið alveg ótrúlega vel í Vestmannaeyjum og þetta hefur auðvitað verið algjört ævintýri,“ segir Gunnar þakklátur fyrir góða tíma en hann ætlaði sér samt að staldra við örlítið lengur í Eyjum. „Planið var að taka eitt ár í viðbót en svo kom þetta upp á með vinnu konunnar og þá tókum við þessa ákvörðun.“ Gunnar segist ekkert hafa rætt við félög í bænum en hugur hans stefnir þó klárlega á að halda áfram í þjálfun. Miðað við það sem hann hefur afrekað í Eyjum ætti ekki að vera neinn skortur á eftispurn.vísir/þórdísFramhaldið óráðið „Þetta er tiltölulega nýkomið upp þannig að ég fer að skoða framhaldið bara í kjölfarið. Svo er tímabilinu auðvitað ekki lokið hjá okkur og við ætlum að koma grimmir inn í úrslitakeppnina þar sem við höfum titil að verja,“ segir Gunnar en hann er einnig fyrrverandi bankamaður og útilokar ekki að taka upp þráðinn þar síðar. „Ég á klárlega eftir að fara í bankann aftur enda er það líka eitthvað sem mig langar að gera. Það verður þó ekki alveg á næstunni enda stefnir hugurinn á að vera áfram í þjálfun.“ Það leynir sér ekki er maður talar við Gunnar að hann hefur notið tímans í Eyjum í botn.Mjög stoltur „Ég er svakalega stoltur af þeim árangri sem ég náði hjá ÍBV og þeirri vinnu sem hefur verið í gangi. Ég geng mjög sáttur frá borði. Ekki bara út af gengi meistaraflokksins heldur líka út af yngriflokkastarfinu sem hefur blómstrað. Það hefur verið gaman að eiga þátt í því líka. ÍBV er komið á kortið sem stórveldi í handbolta,“ segir Gunnar og bætir við að þessi árangur sé nú ekki allur sér að þakka enda sé vel staðið að hlutum í Eyjum. „Þetta stendur ekki og fellur með einum manni. Þetta er vel rekið félag og margir efnilegir strákar sem hafa verið að koma upp. Ég hef fulla trú á því að ÍBV eigi eftir að vera í fremstu röð áfram. Ég fer svo héðan með frábærar minningar og þykir ólíklegt að ég eigi eftir að upplifa annað eins og þegar við unnum titlana og sigldum svo inn til Vestmannaeyja. Það var alveg einstakt. Eyjamenn eru ótrúlegir og hér er samheldnin mikil. Þeir hugsa vel um sitt fólk og stemningin ólík því sem er víða.“Gunnar hefur verið aðstoðarmaður Arons og var í teymi Guðmundar Guðmundssonar þar á undan.vísir/eva björkEkki tilbúinn í A-landsliðið Gunnar er einnig aðstoðarþjálfari landsliðsins en hann hefur verið lengi í þjálfarateymi landsliðsins. Óvissa er með framhaldið hjá Aroni Kristjánssyni landsliðsþjálfara og menn því farnir að spá í framhaldið fari svo að hann hætti. Væri Gunnar tilbúinn að taka skrefið og verða aðalþjálfari ef eftir því væri leitað? „Ég myndi ekki telja mig tilbúinn í það á þessari stundu. Ég ætla að skoða þau mál í rólegheitunum í sumar en ég sé tilbúinn að starfa áfram í kringum landsliðið ef Aron verður áfram,“ segir Gunnar en hann hefur notið þess að vinna með landsliðinu. „Þetta er búið að vera ótrúlega gaman og ég hef líka lært mjög mikið sem þjálfari. Ég er því tilbúinn að vera áfram ef til mín verður leitað.“ Olís-deild karla Tengdar fréttir Gunnar hættir hjá ÍBV eftir tímabilið Samkvæmt heimildum Vísis þá mun Gunnar Magnússon láta af þjálfun karlaliðs ÍBV eftir tímabilið. 1. apríl 2015 15:08 Mest lesið Sjötíu ára titlaþurrð á enda Enski boltinn Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Fótbolti United nálgast efri hlutann Enski boltinn Merino aftur hetja Arsenal Enski boltinn Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Enski boltinn Sæmdu hvor aðra Gullmerki KKÍ Körfubolti Haaland sló enn eitt metið í gær Fótbolti Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Enski boltinn Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd Enski boltinn Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Strákarnir hans Dags völtuðu yfir Tékka Mikilvægur sigur Eyjakvenna Færeyingar unnu í Hollandi og eru á toppnum í riðlinum ÍR-konur upp fyrir Selfoss eftir sigur á Selfossi Aldís Ásta spilaði upp liðsfélagana í enn einum sigrinum Aðeins einu sinni komist fyrr inn á EM í handbolta Myndir frá sigrinum sem tryggði EM-sætið „Betri ára yfir okkur“ „Á einhver ótrúlegan hátt tekst þeim að dæma ruðning“ Haukar fóru illa með botnliðið „Þetta var góður gluggi fyrir marga“ Leik lokið: Fram - Valur 27-26 | Fram hafði betur í toppslagnum Lærisveinar Alfreðs að stinga af Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Dana Björg með níu mörk í stórsigri Snorri Steinn um Hauk: Mér finnst hann hafa valið rétt „Viljum klára það eins fljótt og hægt er“ Aron verður heldur ekki með í dag „Hefur verið draumur minn síðan ég var lítill“ „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Donni: Ekki spilað með helmingnum af þessum strákum Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda „Engin draumastaða“ Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Hart barist um að fylgja Íslandi á EM Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Sjá meira
„Það er engin dramatík í þessari ákvörðun heldur bara breytingar á fjölskylduhögum,“ segir Gunnar Magnússon en hann mun láta af þjálfun Íslands- og bikarmeistara ÍBV eftir tímabilið. „Konan mín er kennari og það kom í ljós fyrir stuttu að það væru margir að koma til baka í skólann og því liti ekki vel út með vinnu hjá henni næsta vetur. Það er svona aðalástæðan fyrir því að við höfum ákveðið að flytja í bæinn. Við höfum verið á fimm ára flakki og vorum farin að huga að því að fara til Reykjavíkur þar sem fjölskyldan er.“ Undir stjórn Gunnars hefur lið ÍBV komið gríðarlega á óvart. Liðið varð Íslandsmeistari í fyrra og svo bikarmeistari á dögunum. Liðið er því handhafi beggja stærstu titlanna. Þessum árangri náði Gunnar með lið sem fáir þorðu að spá svo góðu gengi. Ætlaði að taka ár í viðbót „Okkur hefur liðið alveg ótrúlega vel í Vestmannaeyjum og þetta hefur auðvitað verið algjört ævintýri,“ segir Gunnar þakklátur fyrir góða tíma en hann ætlaði sér samt að staldra við örlítið lengur í Eyjum. „Planið var að taka eitt ár í viðbót en svo kom þetta upp á með vinnu konunnar og þá tókum við þessa ákvörðun.“ Gunnar segist ekkert hafa rætt við félög í bænum en hugur hans stefnir þó klárlega á að halda áfram í þjálfun. Miðað við það sem hann hefur afrekað í Eyjum ætti ekki að vera neinn skortur á eftispurn.vísir/þórdísFramhaldið óráðið „Þetta er tiltölulega nýkomið upp þannig að ég fer að skoða framhaldið bara í kjölfarið. Svo er tímabilinu auðvitað ekki lokið hjá okkur og við ætlum að koma grimmir inn í úrslitakeppnina þar sem við höfum titil að verja,“ segir Gunnar en hann er einnig fyrrverandi bankamaður og útilokar ekki að taka upp þráðinn þar síðar. „Ég á klárlega eftir að fara í bankann aftur enda er það líka eitthvað sem mig langar að gera. Það verður þó ekki alveg á næstunni enda stefnir hugurinn á að vera áfram í þjálfun.“ Það leynir sér ekki er maður talar við Gunnar að hann hefur notið tímans í Eyjum í botn.Mjög stoltur „Ég er svakalega stoltur af þeim árangri sem ég náði hjá ÍBV og þeirri vinnu sem hefur verið í gangi. Ég geng mjög sáttur frá borði. Ekki bara út af gengi meistaraflokksins heldur líka út af yngriflokkastarfinu sem hefur blómstrað. Það hefur verið gaman að eiga þátt í því líka. ÍBV er komið á kortið sem stórveldi í handbolta,“ segir Gunnar og bætir við að þessi árangur sé nú ekki allur sér að þakka enda sé vel staðið að hlutum í Eyjum. „Þetta stendur ekki og fellur með einum manni. Þetta er vel rekið félag og margir efnilegir strákar sem hafa verið að koma upp. Ég hef fulla trú á því að ÍBV eigi eftir að vera í fremstu röð áfram. Ég fer svo héðan með frábærar minningar og þykir ólíklegt að ég eigi eftir að upplifa annað eins og þegar við unnum titlana og sigldum svo inn til Vestmannaeyja. Það var alveg einstakt. Eyjamenn eru ótrúlegir og hér er samheldnin mikil. Þeir hugsa vel um sitt fólk og stemningin ólík því sem er víða.“Gunnar hefur verið aðstoðarmaður Arons og var í teymi Guðmundar Guðmundssonar þar á undan.vísir/eva björkEkki tilbúinn í A-landsliðið Gunnar er einnig aðstoðarþjálfari landsliðsins en hann hefur verið lengi í þjálfarateymi landsliðsins. Óvissa er með framhaldið hjá Aroni Kristjánssyni landsliðsþjálfara og menn því farnir að spá í framhaldið fari svo að hann hætti. Væri Gunnar tilbúinn að taka skrefið og verða aðalþjálfari ef eftir því væri leitað? „Ég myndi ekki telja mig tilbúinn í það á þessari stundu. Ég ætla að skoða þau mál í rólegheitunum í sumar en ég sé tilbúinn að starfa áfram í kringum landsliðið ef Aron verður áfram,“ segir Gunnar en hann hefur notið þess að vinna með landsliðinu. „Þetta er búið að vera ótrúlega gaman og ég hef líka lært mjög mikið sem þjálfari. Ég er því tilbúinn að vera áfram ef til mín verður leitað.“
Olís-deild karla Tengdar fréttir Gunnar hættir hjá ÍBV eftir tímabilið Samkvæmt heimildum Vísis þá mun Gunnar Magnússon láta af þjálfun karlaliðs ÍBV eftir tímabilið. 1. apríl 2015 15:08 Mest lesið Sjötíu ára titlaþurrð á enda Enski boltinn Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Fótbolti United nálgast efri hlutann Enski boltinn Merino aftur hetja Arsenal Enski boltinn Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Enski boltinn Sæmdu hvor aðra Gullmerki KKÍ Körfubolti Haaland sló enn eitt metið í gær Fótbolti Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Enski boltinn Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd Enski boltinn Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Strákarnir hans Dags völtuðu yfir Tékka Mikilvægur sigur Eyjakvenna Færeyingar unnu í Hollandi og eru á toppnum í riðlinum ÍR-konur upp fyrir Selfoss eftir sigur á Selfossi Aldís Ásta spilaði upp liðsfélagana í enn einum sigrinum Aðeins einu sinni komist fyrr inn á EM í handbolta Myndir frá sigrinum sem tryggði EM-sætið „Betri ára yfir okkur“ „Á einhver ótrúlegan hátt tekst þeim að dæma ruðning“ Haukar fóru illa með botnliðið „Þetta var góður gluggi fyrir marga“ Leik lokið: Fram - Valur 27-26 | Fram hafði betur í toppslagnum Lærisveinar Alfreðs að stinga af Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Dana Björg með níu mörk í stórsigri Snorri Steinn um Hauk: Mér finnst hann hafa valið rétt „Viljum klára það eins fljótt og hægt er“ Aron verður heldur ekki með í dag „Hefur verið draumur minn síðan ég var lítill“ „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Donni: Ekki spilað með helmingnum af þessum strákum Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda „Engin draumastaða“ Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Hart barist um að fylgja Íslandi á EM Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Sjá meira
Gunnar hættir hjá ÍBV eftir tímabilið Samkvæmt heimildum Vísis þá mun Gunnar Magnússon láta af þjálfun karlaliðs ÍBV eftir tímabilið. 1. apríl 2015 15:08