Geta Píratar smalað köttum? Sif Sigmarsdóttir skrifar 10. apríl 2015 07:00 Þangað til nýlega var hann þekktastur fyrir að vera lausgirtur sjónvarpskynnir sem var rekinn af MTV fyrir að mæta í vinnuna klæddur eins og Osama bin Laden daginn eftir árásina á tvíburaturnana í New York með dópsalann sinn upp á arminn. Í síðasta mánuði var hann hins vegar valinn fjórði merkasti hugsuður veraldarinnar af tímaritinu Prospect – sæti ofar en hagfræðingurinn Paul Krugman. Nýjasta hugðarefni breska skemmtikraftsins Russell Brand eru stjórnmál. Brand vill byltingu. Hvernig vill hann koma henni í kring? Hann leggur til að fólk gefi skít í hina gamalgrónu stjórnmálastétt og hætti að kjósa.Eins og afkróaður hundur Þingkosningar fara fram í Bretlandi eftir tæpan mánuð. Síðari hluta tuttugustu aldar voru niðurstöður kosninga í Bretlandi nokkuð fyrirsjáanlegar. Annar tveggja stóru flokkanna, Verkamannaflokkurinn eða Íhaldsflokkurinn, bar ótvíræðan sigur úr býtum. En í síðustu þingkosningum tók að hrikta í stoðum tveggja flokka kerfisins. Hvorugur flokkurinn hlaut meirihluta og fór það að endingu svo að Íhaldsflokkurinn myndaði samsteypustjórn með frjálslyndum demókrötum en samsteypustjórn hafði síðast starfað í Bretlandi á árunum 1940-1945. Kosningarnar nú þykja spennandi. Mjótt er á munum. En ekki nóg með það. Á ný er allsendis óvíst hvort annar stóru flokkanna nái meirihluta á þingi. Eiga smáflokkarnir þess þá kost að komast til valda, annaðhvort með því að mynda samsteypustjórn með öðrum hvorum stóru flokkanna eða verja minnihlutastjórn falli. Hið pólitíska landslag hefur tekið breytingum síðustu ár um alla Evrópu. Rótgrónir stjórnmálaflokkar sem hafa gengið að atkvæðum vísum geta ekki lengur treyst á hefðbundinn stuðning. Tveggja flokka kerfi eins og í Bretlandi falla um sjálf sig vegna aukinna vinsælda minni framboða; nýir flokkar leysa þá gömlu af hólmi eins og í Grikklandi; fylgið hrynur af flokkum sem þóttu óhagganlegir risar á hinum pólitíska velli eins og sænski Jafnaðarmannaflokkurinn hefur fengið að kynnast. Ef marka má skoðanakannanir er sama þróun að verða hér á landi. Píratar, flokkur með þrjá þingmenn, mælist stærsti flokkur landsins. Samkvæmt könnun Fréttablaðsins frá því í mars fengju Píratar nítján þingmenn ef kosið yrði nú. Örvæntingarfull viðbrögð hinnar gamalgrónu valdastéttar við þessum nýja flokki undirstrikar hve áþreifanleg ógn hann er við stöðu þeirra. Þingmaður Sjálfstæðisflokks fann sig knúinn til að vekja máls á því á þingi að flokkurinn kenndi sig við hóp fólks sem stundaði skipulagða glæpastarfsemi á höfum úti. Jarlinn af Hádegismóum sýndi tennurnar í rislitlum háðsglefsum í vikunni, staksteinum sem hann kastaði úr glerhöll sinni þangað sem brandarar fara til að deyja. Gamla valdaklíkan bítur frá sér eins og afkróaður hundur. Hvort tímar hennar séu liðnir veltur hins vegar á því hvernig Pírötum ferst það úr hendi að smala köttum.Þúsund prímadonnur Margir þeir sem kenna sig við pírata-hreyfinguna eru svokallaðir tölvunördar. Þetta er fjölbreyttur hópur fólks sem á það aðallega sameiginlegt að berjast fyrir upplýsingafrelsi og breytingum á höfundarrétti. Einhverjir kunna að hafa áhyggjur af því að flokkur sem hangir saman á einu máli splundrist fyrr en síðar. Tölvunördar heimsins hafa hins vegar áður komið efasemdamönnum á óvart með óvæntri samheldni. Seint á síðustu öld varð til aðferðafræði við þróun á hugbúnaði sem byggði á framlagi sjálfboðaliða. Margir létu í ljós efasemdir um að slíkt vinnufyrirkomuleg myndi skila sér í nothæfri tækni. Virtur tölvunarfræðiprófessor lýsti vandamálinu sem svo að það yrði „jafnerfitt að stilla saman strengi þúsund prímadonna um allan heim og að smala köttum“. Þessi orð lét hann falla í umræðum um stýrikerfið Linux sem þróað var með þessum opna hætti. En prófessorinn hafði á röngu að standa. Stýrikerfið sem um var rætt knýr nú meirihluta internetsins ásamt öllum Android-farsímum veraldar. Það reyndist hægt að smala köttum.Rassbora sem skilur ekki vald Þegar Rusell Brand tók að hvetja fólk til að sneiða hjá kosningum barst lýðræðinu stuðningur úr óvæntri átt. John Lydon, betur þekktur sem Johnny Rotten, söngvari bresku pönkhljómsveitarinnar Sex Pistols, kallaði Russell Brand „rassboru“ sem skildi ekki eðli valds. „Ef maður kýs ekki telst maður ekki með,“ sagði Lydon. „Það er ekki nema öld síðan ekkert okkar fékk að kjósa og við viljum alls ekki hverfa aftur til þess fyrirkomulags.“ Þeir sem sitja makindalegir við kjötkatlana reyna nú hvað þeir geta til að sá tortryggni í garð Pírata. En velgengni Pírata ber ekki að tortryggja, heldur fagna. Kosningaþátttaka víðast hvar í Evrópu fer minnkandi. Fólk er orðið leitt á þeim sem teljast til hefðbundinna stjórnmálamanna. Lýðræði er ekki fullkomið stjórnarfar en það er það skásta sem er í boði. Í stað þess að hunsa það eða bylta því má breyta því, rétt eins og pönkarinn Lydon leggur til, með því að taka þátt í því. Fátt væri betra fyrir lýðræðið en ef Pírötum tækist að fylkja liði, smala köttum, og hrista aðeins upp í næstu alþingiskosningum. Því í lýðræðisríki á enginn að geta gengið að valdi vísu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun
Þangað til nýlega var hann þekktastur fyrir að vera lausgirtur sjónvarpskynnir sem var rekinn af MTV fyrir að mæta í vinnuna klæddur eins og Osama bin Laden daginn eftir árásina á tvíburaturnana í New York með dópsalann sinn upp á arminn. Í síðasta mánuði var hann hins vegar valinn fjórði merkasti hugsuður veraldarinnar af tímaritinu Prospect – sæti ofar en hagfræðingurinn Paul Krugman. Nýjasta hugðarefni breska skemmtikraftsins Russell Brand eru stjórnmál. Brand vill byltingu. Hvernig vill hann koma henni í kring? Hann leggur til að fólk gefi skít í hina gamalgrónu stjórnmálastétt og hætti að kjósa.Eins og afkróaður hundur Þingkosningar fara fram í Bretlandi eftir tæpan mánuð. Síðari hluta tuttugustu aldar voru niðurstöður kosninga í Bretlandi nokkuð fyrirsjáanlegar. Annar tveggja stóru flokkanna, Verkamannaflokkurinn eða Íhaldsflokkurinn, bar ótvíræðan sigur úr býtum. En í síðustu þingkosningum tók að hrikta í stoðum tveggja flokka kerfisins. Hvorugur flokkurinn hlaut meirihluta og fór það að endingu svo að Íhaldsflokkurinn myndaði samsteypustjórn með frjálslyndum demókrötum en samsteypustjórn hafði síðast starfað í Bretlandi á árunum 1940-1945. Kosningarnar nú þykja spennandi. Mjótt er á munum. En ekki nóg með það. Á ný er allsendis óvíst hvort annar stóru flokkanna nái meirihluta á þingi. Eiga smáflokkarnir þess þá kost að komast til valda, annaðhvort með því að mynda samsteypustjórn með öðrum hvorum stóru flokkanna eða verja minnihlutastjórn falli. Hið pólitíska landslag hefur tekið breytingum síðustu ár um alla Evrópu. Rótgrónir stjórnmálaflokkar sem hafa gengið að atkvæðum vísum geta ekki lengur treyst á hefðbundinn stuðning. Tveggja flokka kerfi eins og í Bretlandi falla um sjálf sig vegna aukinna vinsælda minni framboða; nýir flokkar leysa þá gömlu af hólmi eins og í Grikklandi; fylgið hrynur af flokkum sem þóttu óhagganlegir risar á hinum pólitíska velli eins og sænski Jafnaðarmannaflokkurinn hefur fengið að kynnast. Ef marka má skoðanakannanir er sama þróun að verða hér á landi. Píratar, flokkur með þrjá þingmenn, mælist stærsti flokkur landsins. Samkvæmt könnun Fréttablaðsins frá því í mars fengju Píratar nítján þingmenn ef kosið yrði nú. Örvæntingarfull viðbrögð hinnar gamalgrónu valdastéttar við þessum nýja flokki undirstrikar hve áþreifanleg ógn hann er við stöðu þeirra. Þingmaður Sjálfstæðisflokks fann sig knúinn til að vekja máls á því á þingi að flokkurinn kenndi sig við hóp fólks sem stundaði skipulagða glæpastarfsemi á höfum úti. Jarlinn af Hádegismóum sýndi tennurnar í rislitlum háðsglefsum í vikunni, staksteinum sem hann kastaði úr glerhöll sinni þangað sem brandarar fara til að deyja. Gamla valdaklíkan bítur frá sér eins og afkróaður hundur. Hvort tímar hennar séu liðnir veltur hins vegar á því hvernig Pírötum ferst það úr hendi að smala köttum.Þúsund prímadonnur Margir þeir sem kenna sig við pírata-hreyfinguna eru svokallaðir tölvunördar. Þetta er fjölbreyttur hópur fólks sem á það aðallega sameiginlegt að berjast fyrir upplýsingafrelsi og breytingum á höfundarrétti. Einhverjir kunna að hafa áhyggjur af því að flokkur sem hangir saman á einu máli splundrist fyrr en síðar. Tölvunördar heimsins hafa hins vegar áður komið efasemdamönnum á óvart með óvæntri samheldni. Seint á síðustu öld varð til aðferðafræði við þróun á hugbúnaði sem byggði á framlagi sjálfboðaliða. Margir létu í ljós efasemdir um að slíkt vinnufyrirkomuleg myndi skila sér í nothæfri tækni. Virtur tölvunarfræðiprófessor lýsti vandamálinu sem svo að það yrði „jafnerfitt að stilla saman strengi þúsund prímadonna um allan heim og að smala köttum“. Þessi orð lét hann falla í umræðum um stýrikerfið Linux sem þróað var með þessum opna hætti. En prófessorinn hafði á röngu að standa. Stýrikerfið sem um var rætt knýr nú meirihluta internetsins ásamt öllum Android-farsímum veraldar. Það reyndist hægt að smala köttum.Rassbora sem skilur ekki vald Þegar Rusell Brand tók að hvetja fólk til að sneiða hjá kosningum barst lýðræðinu stuðningur úr óvæntri átt. John Lydon, betur þekktur sem Johnny Rotten, söngvari bresku pönkhljómsveitarinnar Sex Pistols, kallaði Russell Brand „rassboru“ sem skildi ekki eðli valds. „Ef maður kýs ekki telst maður ekki með,“ sagði Lydon. „Það er ekki nema öld síðan ekkert okkar fékk að kjósa og við viljum alls ekki hverfa aftur til þess fyrirkomulags.“ Þeir sem sitja makindalegir við kjötkatlana reyna nú hvað þeir geta til að sá tortryggni í garð Pírata. En velgengni Pírata ber ekki að tortryggja, heldur fagna. Kosningaþátttaka víðast hvar í Evrópu fer minnkandi. Fólk er orðið leitt á þeim sem teljast til hefðbundinna stjórnmálamanna. Lýðræði er ekki fullkomið stjórnarfar en það er það skásta sem er í boði. Í stað þess að hunsa það eða bylta því má breyta því, rétt eins og pönkarinn Lydon leggur til, með því að taka þátt í því. Fátt væri betra fyrir lýðræðið en ef Pírötum tækist að fylkja liði, smala köttum, og hrista aðeins upp í næstu alþingiskosningum. Því í lýðræðisríki á enginn að geta gengið að valdi vísu.