Skellti í sumarsmell Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 11. apríl 2015 08:30 Erla segist hafa haft gaman af tónlist síðan hún man eftir sér en hún lærði á hljómborð sem stelpa. Mynd/ÁsaBerglind „Það var auglýst hérna verkefni fyrir eldri borgara. Ég hef nú alltaf haft gaman af músík síðan ég hef vitað af mér, var forvitin og mætti á staðinn,“ segir Erla Markúsdóttir, sjötíu og átta ára gamall meðlimur í tónlistarhópnum Tónar og trix sem starfræktur er í Þorlákshöfn. Hópurinn hyggur nú á útgáfu á geisladiski og á Erla lag og texta á disknum en þetta er fyrsta lagið sem hún hefur gefið út. Tónar og trix urðu til árið 2007 út frá því sem átti að vera tveggja vikna tónlistarverkefni Ásu Berglindar Hjálmarsdóttur, stjórnanda hópsins, og skólasystur hennar úr Listaháskóla Íslands en hefur heldur betur öðlast framhaldslíf. „Svo fóru þær að búa til lög og láta okkur búa til líka. Þær voru með hljóðfæri og svona sem ég hafði aldrei snert áður og það var mjög gaman,“ segir Erla glöð í bragði en hún æfði á hljómborð á sínum yngri árum. „Ég hef aðeins lært á hljómborð, sem stelpa fór ég í örfáa tíma í Tónlistarskóla Rangæinga, það var frá miðjum febrúar fram í maí,“ segir hún en síðar eftir að hún hætti að vinna tók hún til við tónlistariðkun á ný. „Þá varð maður að finna eitthvað að gera, ég var ekki með hljóðfæri hérna heima og þá var ýtt á mig að fara í tónlistarskólann hérna og þangað fór ég í nokkrar annir,“ segir hún glöð í bragði og sér ekki eftir því í dag. „Núna erum við að fara að gefa út disk. Það er ýmislegt sem getur gerst,“ segir Erla hlæjandi. „Ég bjóst ekki við því, þú getur ímyndað þér,“ segir hún og skellir upp úr þegar hún er spurð að því hvort hún hafi búist við að gefa út geisladisk sjötíu og átta ára gömul. Söfnun stendur nú yfir á vefsíðunni Karolina Fund en Erla samdi lagið Haust sem er á disknum auk textans við það en áætlað er að diskurinn Tónar og trix komi út í maí. „Við vorum að ljúka störfum að vori til og Ása Berglind sagði að við myndum gera meira um haustið. Hún ýjaði að því að við gætum gert eitthvað heima og ég ákvað að prófa,“ segir hún um tildrög lagsins og bætir við að hún skrifi ekki mikið af lagasmíðunum niður. „Yfirleitt týni ég því en hún Ása Berglind skrifaði þetta niður fyrir mig.“ Erla segir starfið með tónlistarhópnum afar skemmtilegt og að hún hafi afar gaman af þeirra vikulegu hittingum. „Þetta er bara búið að vera ævintýri frá upphafi, segir hún ánægð að lokum. Hér má sjá texta Erlu við lagið Haust: Þó sól á lofti lækki ég leik mér enn um sinn og æskuárum fækki ég áfram þráðinn spinn. Í tónalandi ég lifi þar lífsgleðina finn, þó taktfast klukkan tifi og tíminn hrukki kinn. Ég trommuna slæ, taktinum næ, tipla á tá og hæl. Er Tónar og Trix með sín tilþrif og mix tekur lagið með stæl.Þeir sem vilja fræðast frekar um Tóna og Trix geta gert það hér. Mest lesið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Anora sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Auddi og Steindi í BDSM Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Fleiri fréttir Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Sepultura bætist við þéttsetið þungarokkssumar Sjá meira
„Það var auglýst hérna verkefni fyrir eldri borgara. Ég hef nú alltaf haft gaman af músík síðan ég hef vitað af mér, var forvitin og mætti á staðinn,“ segir Erla Markúsdóttir, sjötíu og átta ára gamall meðlimur í tónlistarhópnum Tónar og trix sem starfræktur er í Þorlákshöfn. Hópurinn hyggur nú á útgáfu á geisladiski og á Erla lag og texta á disknum en þetta er fyrsta lagið sem hún hefur gefið út. Tónar og trix urðu til árið 2007 út frá því sem átti að vera tveggja vikna tónlistarverkefni Ásu Berglindar Hjálmarsdóttur, stjórnanda hópsins, og skólasystur hennar úr Listaháskóla Íslands en hefur heldur betur öðlast framhaldslíf. „Svo fóru þær að búa til lög og láta okkur búa til líka. Þær voru með hljóðfæri og svona sem ég hafði aldrei snert áður og það var mjög gaman,“ segir Erla glöð í bragði en hún æfði á hljómborð á sínum yngri árum. „Ég hef aðeins lært á hljómborð, sem stelpa fór ég í örfáa tíma í Tónlistarskóla Rangæinga, það var frá miðjum febrúar fram í maí,“ segir hún en síðar eftir að hún hætti að vinna tók hún til við tónlistariðkun á ný. „Þá varð maður að finna eitthvað að gera, ég var ekki með hljóðfæri hérna heima og þá var ýtt á mig að fara í tónlistarskólann hérna og þangað fór ég í nokkrar annir,“ segir hún glöð í bragði og sér ekki eftir því í dag. „Núna erum við að fara að gefa út disk. Það er ýmislegt sem getur gerst,“ segir Erla hlæjandi. „Ég bjóst ekki við því, þú getur ímyndað þér,“ segir hún og skellir upp úr þegar hún er spurð að því hvort hún hafi búist við að gefa út geisladisk sjötíu og átta ára gömul. Söfnun stendur nú yfir á vefsíðunni Karolina Fund en Erla samdi lagið Haust sem er á disknum auk textans við það en áætlað er að diskurinn Tónar og trix komi út í maí. „Við vorum að ljúka störfum að vori til og Ása Berglind sagði að við myndum gera meira um haustið. Hún ýjaði að því að við gætum gert eitthvað heima og ég ákvað að prófa,“ segir hún um tildrög lagsins og bætir við að hún skrifi ekki mikið af lagasmíðunum niður. „Yfirleitt týni ég því en hún Ása Berglind skrifaði þetta niður fyrir mig.“ Erla segir starfið með tónlistarhópnum afar skemmtilegt og að hún hafi afar gaman af þeirra vikulegu hittingum. „Þetta er bara búið að vera ævintýri frá upphafi, segir hún ánægð að lokum. Hér má sjá texta Erlu við lagið Haust: Þó sól á lofti lækki ég leik mér enn um sinn og æskuárum fækki ég áfram þráðinn spinn. Í tónalandi ég lifi þar lífsgleðina finn, þó taktfast klukkan tifi og tíminn hrukki kinn. Ég trommuna slæ, taktinum næ, tipla á tá og hæl. Er Tónar og Trix með sín tilþrif og mix tekur lagið með stæl.Þeir sem vilja fræðast frekar um Tóna og Trix geta gert það hér.
Mest lesið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Anora sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Auddi og Steindi í BDSM Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Fleiri fréttir Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Sepultura bætist við þéttsetið þungarokkssumar Sjá meira