Við viljum öll vera nytsamleg Magnús Guðmundsson skrifar 11. apríl 2015 09:00 Borgarfullrtrúi Ilmur Kristjánsdóttir leikkona og nú borgarfulltrúi er óhrædd við að breyta til og takast á við ný og krefjandi verkefni. Visir/Stefán Ilmur Kristjánsdóttir leikkona og nú borgarfulltrúi í Reykjavík á að baki áhugaverðan feril þrátt fyrir að vera enn ung að árum. Hún á að baki gifturíkan feril í leikhúsi, sjónvarpi og kvikmyndum en í vikunni tók hún sæti borgarfulltrúa fyrir Bjarta framtíð og sest í forsæti fyrir velferðarráð Reykjavíkurborgar. Síðustu mánuði hefur Ilmur verið upptekin við tökur á Ófærð og fyrir skömmu var frumsýnd kvikmyndin Fúsi þar sem Ilmur er í burðarhlutverki á móti Gunnari Jónssyni og bæði þykja þau fara á kostum í myndinni. „Gussi er svo frábær náungi og það var roslega gaman að vinna þessa mynd með honum. Hann er svo fullkomlega laus við að vera alltaf að hafa áhyggjur af því hvað öðrum finnst eða hvernig hann á að vera. Hann er einfaldlega alltaf hann sjálfur og engum líkur. Slíkt er helst til fágætt í nútímasamfélagi.Narsissos og Facebook Um daginn byrjaði ég til að mynda að segja dóttur minni dæmisöguna um Narsissos sem var svo hrifinn af sinni eigin fegurð að hann drukknaði í eigin spegilmynd – alltaf að kíkja á sjálfan sig í hylnum þangað til hann drukknaði,“ segir Ilmur með leikrænum áherslum og bætir við með ekki síðri tilþrifum: „og svo fór ég beint á Facebook. Hvað er ég komin með mörg læk? Þetta er alveg það sama. Við erum alltaf að kíkja í hylinn. Velta því fyrir okkur hvað öðrum finnst og hvort að það er verið að samþykja okkur og læka. Svo drukknum við bara í sjálfum okkur,“ segir Ilmur og hlær prakkaralega. „Svona er þetta með svo margt. Það er svo miklu meira spennandi að horfa í kringum sig og hlusta á annað fólk en að vera alltaf að stara í spegilinn – hvort sem hann er inni á baði eða í símanum.“Visir/StefánLeikhús og pólitík Áhugi á öðru fólki, velferð þess og líðan er nauðsynleg hverjum þeim sem vill taka þátt í stjórnmálum og Ilmur hefur einlægan áhuga á velferð annarra. „Ég hef alltaf haft áhuga á pólitík. Að gera heiminn að betri stað hefur eiginlega verið einhvers konar þráhyggja hjá mér. Leikhúsið fæst líka að við að reyna að breyta samfélaginu til betri vegar en það gerir það með sögum og sköpun sem getur hreyft við okkur. Mótað hugmyndir okkar um lífið og manneskjuna til betri vegar. Svo það er kannski skemmra á milli leikhússins og stjórnmálanna en virðist við fyrstu sýn. Ég skrifaði lokaritgerðina mína í Listaháskólanum um Agusto Boal, brasilískan leikhúsmann sem notaði leikhúsið til þess að fræða og virkja samfélagið. Hann skrifaði bók sem heitir Leikhús hinna kúguðu og vinnur eftir þeirri aðferðafræði á fátækustu svæðum jarðar. Þegar ég kom til Mósambík á vegum UNICEF þá sá ég svona leikhóp að störfum. Fólk kom með vandamál og hópurinn lék þau fyrir áhorfendur sem tóku þátt í að leita lausna og leika þær á staðnum. Þannig er leikhúsið önnur leið að því sama markmiði að bæta samfélagið og ég er bara að prófa að fara aðra leið.Visir/StefánÞörfin fyrir að hjálpa Mér finnst merkilegt að Agusto Boal var svo eitt sinn boðið til Svíðþjóðar. Boðið að koma til fyrirmyndarlandsins og hjálpa þarlendum að takast á við sín vandamál. Honum fannst það nú frekar hlálegt tilhugsunar en engu að síður uppgötvaði hann þar ný og rosaleg vandamál sem hann hafði aldrei séð áður í sínu starfi. Í Svíþjóð sá hann einmanaleikann og óhamingjuna í velsældinni þar sem fólk var jafnvel að taka eigið líf. Það fær mann til þess að hugsa að við þurfum öll að taka ábyrgð á hvert öðru. Við höfum öll fundið þennan einmanaleika og hann er dálítið skyldur narsissismanum. Því það að heillast af sjálfum sér leiðir til einmanaleika. En í dag er ég með verkfæri gegn mínum einmanaleika og það er ómetanlegt. Við þurfum líka á því að halda að hjálpa og gefa af okkur. Að hjálpa snýst ekki bara um peninga. Þeir sem eru aflögufærir um peninga ættu endilega að deila þeim en svo er líka ómetanlegt að tala við fólk, vera til staðar og sýna hvert öðru virðingu. Allt er þetta liður í velsæld okkar allra – bæði að gefa og þiggja.Tækifærin í lífinu „Ég er alin upp á pólitískt meðvituðu heimili, mjög vinstri- og jafnréttissinnuðu. Foreldrar mínir eru fólk með sterka réttlætiskennd og auðvitað mótar þetta mann eins og annað í uppvextinum. Annars hef ég í raun alltaf verið frekar leitandi manneskja og reiðubúin til þess að prófa nýja hluti. Fyrir nokkrum árum skellti ég mér t.d. í guðfræði og sumum þótti það óvænt skref á sínum tíma. Það snerist nú einfaldlega um það að ég hætti að refsa mér fyrir það að vera leitandi. Hver segir að maður þurfi að vera í sama starfinu alla ævi? Mér finnst reyndar frekar broslegt að það virðast margir halda að ég sé alveg svona korter í prest en það er satt best að segja langt frá því, en hver veit hvað framtíðin ber í skauti sér. Þessi tími opnaði augu mín fyrir áhugaverðum hlutum. Ég kynnti mér líka búddisma og íslam og er í sjálfu sér hlynnt trúarbrögðum. Öll trúarbrögð eru leiðarvísir að sama marki; guði eða kærleikanum en fólki hættir til að flækja málið. Stóra málið er að þora að fylgja hjartanu og stökkva á þau tækifæri sem lífið færir manni. Pólitíkin er þannig eitt af þessum tækifærum og nú er ég að byrja að takast á við hana. Það verður mikil og góð áskorun.“Visir/StefánEins og Mexíkóborg Það þarf að sönnu hugrekki til þess að takast á við það tækifæri sem býður Ilmar með því að skella sér út í borgarpólitíkina og það í sjálft velferðarráð. En hún óttast ekki verkefnið heldur nálgast það af lítillæti. „Þetta er svipuð tilfinning og þegar ég fór til Mexíkóborgar sem var talin ein hættulegasta borg í heimi. Ég var alveg skítstressuð og fólk var duglegt við að benda mér á hætturnar áður en ég fór. En svo var þetta bara alveg æðisleg upplifun. Auðvitað átta ég mig á því að ég er fara að takast á við stórt og erfitt verkefni í velferðarmálunum. Það eru margir búnir að koma til mín og segja: „Ilmur ertu brjáluð – ætlarðu að taka við velferðarráði? Veistu hvað það er erfiður málaflokkur?“ Þannig að ég veit að þetta verður erfitt verkefni en vonandi verður það líka skemmtilegt eins og ferðin til Mexíkóborgar var á sínum tíma. Ég er ekki að fara að umbylta neinu en vonast til þess að við sem samfélag bætum okkur.Að gera gagn Ég er svo heppin að vera að taka við af Björk Vilhelmsdóttur og hún býr yfir gríðarlegri þekkingu á þessu sviði. Hún hjálpar mér fyrstu skrefin og það gerir þetta léttara. Það sem ég hef helst haft áhyggjur af er að velferðarkerfið, eða kannski öllu heldur samfélagið, sé þannig saman sett að þeir sem nýti velferðarþjónustu hverju sinni séu þiggjendur með neikvæðum formerkjum. Það býr til einhverja huglæga skömm sem á ekki að eiga sér stað. Við lendum öll í áföllum og við þurfum að standa með hvert öðru. Málið er að við erum öll þiggjendur. Við erum þiggjendur þjónustu sem við sköffum hvert öðru. Fullt af barnlausu fólki borgar skólagöngu barnanna okkar. Fullt af heilbrigðu fólki niðurgreiðir læknisþjónustu en þetta heitir að vera í samfélagi. Það er hagur allra að öllum líði sem best og það er réttur fatlaðs fólks og öryrkja að það sé búið þannig um það að það geti skilað til samfélagsins. Við viljum öll vera nytsamleg. Gera gagn.“ Mest lesið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Frægar í fantaformi Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Fleiri fréttir Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Sjá meira
Ilmur Kristjánsdóttir leikkona og nú borgarfulltrúi í Reykjavík á að baki áhugaverðan feril þrátt fyrir að vera enn ung að árum. Hún á að baki gifturíkan feril í leikhúsi, sjónvarpi og kvikmyndum en í vikunni tók hún sæti borgarfulltrúa fyrir Bjarta framtíð og sest í forsæti fyrir velferðarráð Reykjavíkurborgar. Síðustu mánuði hefur Ilmur verið upptekin við tökur á Ófærð og fyrir skömmu var frumsýnd kvikmyndin Fúsi þar sem Ilmur er í burðarhlutverki á móti Gunnari Jónssyni og bæði þykja þau fara á kostum í myndinni. „Gussi er svo frábær náungi og það var roslega gaman að vinna þessa mynd með honum. Hann er svo fullkomlega laus við að vera alltaf að hafa áhyggjur af því hvað öðrum finnst eða hvernig hann á að vera. Hann er einfaldlega alltaf hann sjálfur og engum líkur. Slíkt er helst til fágætt í nútímasamfélagi.Narsissos og Facebook Um daginn byrjaði ég til að mynda að segja dóttur minni dæmisöguna um Narsissos sem var svo hrifinn af sinni eigin fegurð að hann drukknaði í eigin spegilmynd – alltaf að kíkja á sjálfan sig í hylnum þangað til hann drukknaði,“ segir Ilmur með leikrænum áherslum og bætir við með ekki síðri tilþrifum: „og svo fór ég beint á Facebook. Hvað er ég komin með mörg læk? Þetta er alveg það sama. Við erum alltaf að kíkja í hylinn. Velta því fyrir okkur hvað öðrum finnst og hvort að það er verið að samþykja okkur og læka. Svo drukknum við bara í sjálfum okkur,“ segir Ilmur og hlær prakkaralega. „Svona er þetta með svo margt. Það er svo miklu meira spennandi að horfa í kringum sig og hlusta á annað fólk en að vera alltaf að stara í spegilinn – hvort sem hann er inni á baði eða í símanum.“Visir/StefánLeikhús og pólitík Áhugi á öðru fólki, velferð þess og líðan er nauðsynleg hverjum þeim sem vill taka þátt í stjórnmálum og Ilmur hefur einlægan áhuga á velferð annarra. „Ég hef alltaf haft áhuga á pólitík. Að gera heiminn að betri stað hefur eiginlega verið einhvers konar þráhyggja hjá mér. Leikhúsið fæst líka að við að reyna að breyta samfélaginu til betri vegar en það gerir það með sögum og sköpun sem getur hreyft við okkur. Mótað hugmyndir okkar um lífið og manneskjuna til betri vegar. Svo það er kannski skemmra á milli leikhússins og stjórnmálanna en virðist við fyrstu sýn. Ég skrifaði lokaritgerðina mína í Listaháskólanum um Agusto Boal, brasilískan leikhúsmann sem notaði leikhúsið til þess að fræða og virkja samfélagið. Hann skrifaði bók sem heitir Leikhús hinna kúguðu og vinnur eftir þeirri aðferðafræði á fátækustu svæðum jarðar. Þegar ég kom til Mósambík á vegum UNICEF þá sá ég svona leikhóp að störfum. Fólk kom með vandamál og hópurinn lék þau fyrir áhorfendur sem tóku þátt í að leita lausna og leika þær á staðnum. Þannig er leikhúsið önnur leið að því sama markmiði að bæta samfélagið og ég er bara að prófa að fara aðra leið.Visir/StefánÞörfin fyrir að hjálpa Mér finnst merkilegt að Agusto Boal var svo eitt sinn boðið til Svíðþjóðar. Boðið að koma til fyrirmyndarlandsins og hjálpa þarlendum að takast á við sín vandamál. Honum fannst það nú frekar hlálegt tilhugsunar en engu að síður uppgötvaði hann þar ný og rosaleg vandamál sem hann hafði aldrei séð áður í sínu starfi. Í Svíþjóð sá hann einmanaleikann og óhamingjuna í velsældinni þar sem fólk var jafnvel að taka eigið líf. Það fær mann til þess að hugsa að við þurfum öll að taka ábyrgð á hvert öðru. Við höfum öll fundið þennan einmanaleika og hann er dálítið skyldur narsissismanum. Því það að heillast af sjálfum sér leiðir til einmanaleika. En í dag er ég með verkfæri gegn mínum einmanaleika og það er ómetanlegt. Við þurfum líka á því að halda að hjálpa og gefa af okkur. Að hjálpa snýst ekki bara um peninga. Þeir sem eru aflögufærir um peninga ættu endilega að deila þeim en svo er líka ómetanlegt að tala við fólk, vera til staðar og sýna hvert öðru virðingu. Allt er þetta liður í velsæld okkar allra – bæði að gefa og þiggja.Tækifærin í lífinu „Ég er alin upp á pólitískt meðvituðu heimili, mjög vinstri- og jafnréttissinnuðu. Foreldrar mínir eru fólk með sterka réttlætiskennd og auðvitað mótar þetta mann eins og annað í uppvextinum. Annars hef ég í raun alltaf verið frekar leitandi manneskja og reiðubúin til þess að prófa nýja hluti. Fyrir nokkrum árum skellti ég mér t.d. í guðfræði og sumum þótti það óvænt skref á sínum tíma. Það snerist nú einfaldlega um það að ég hætti að refsa mér fyrir það að vera leitandi. Hver segir að maður þurfi að vera í sama starfinu alla ævi? Mér finnst reyndar frekar broslegt að það virðast margir halda að ég sé alveg svona korter í prest en það er satt best að segja langt frá því, en hver veit hvað framtíðin ber í skauti sér. Þessi tími opnaði augu mín fyrir áhugaverðum hlutum. Ég kynnti mér líka búddisma og íslam og er í sjálfu sér hlynnt trúarbrögðum. Öll trúarbrögð eru leiðarvísir að sama marki; guði eða kærleikanum en fólki hættir til að flækja málið. Stóra málið er að þora að fylgja hjartanu og stökkva á þau tækifæri sem lífið færir manni. Pólitíkin er þannig eitt af þessum tækifærum og nú er ég að byrja að takast á við hana. Það verður mikil og góð áskorun.“Visir/StefánEins og Mexíkóborg Það þarf að sönnu hugrekki til þess að takast á við það tækifæri sem býður Ilmar með því að skella sér út í borgarpólitíkina og það í sjálft velferðarráð. En hún óttast ekki verkefnið heldur nálgast það af lítillæti. „Þetta er svipuð tilfinning og þegar ég fór til Mexíkóborgar sem var talin ein hættulegasta borg í heimi. Ég var alveg skítstressuð og fólk var duglegt við að benda mér á hætturnar áður en ég fór. En svo var þetta bara alveg æðisleg upplifun. Auðvitað átta ég mig á því að ég er fara að takast á við stórt og erfitt verkefni í velferðarmálunum. Það eru margir búnir að koma til mín og segja: „Ilmur ertu brjáluð – ætlarðu að taka við velferðarráði? Veistu hvað það er erfiður málaflokkur?“ Þannig að ég veit að þetta verður erfitt verkefni en vonandi verður það líka skemmtilegt eins og ferðin til Mexíkóborgar var á sínum tíma. Ég er ekki að fara að umbylta neinu en vonast til þess að við sem samfélag bætum okkur.Að gera gagn Ég er svo heppin að vera að taka við af Björk Vilhelmsdóttur og hún býr yfir gríðarlegri þekkingu á þessu sviði. Hún hjálpar mér fyrstu skrefin og það gerir þetta léttara. Það sem ég hef helst haft áhyggjur af er að velferðarkerfið, eða kannski öllu heldur samfélagið, sé þannig saman sett að þeir sem nýti velferðarþjónustu hverju sinni séu þiggjendur með neikvæðum formerkjum. Það býr til einhverja huglæga skömm sem á ekki að eiga sér stað. Við lendum öll í áföllum og við þurfum að standa með hvert öðru. Málið er að við erum öll þiggjendur. Við erum þiggjendur þjónustu sem við sköffum hvert öðru. Fullt af barnlausu fólki borgar skólagöngu barnanna okkar. Fullt af heilbrigðu fólki niðurgreiðir læknisþjónustu en þetta heitir að vera í samfélagi. Það er hagur allra að öllum líði sem best og það er réttur fatlaðs fólks og öryrkja að það sé búið þannig um það að það geti skilað til samfélagsins. Við viljum öll vera nytsamleg. Gera gagn.“
Mest lesið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Frægar í fantaformi Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Fleiri fréttir Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Sjá meira