Hámarkaðu hollustu fæðunnar sem þú neytir Rikka skrifar 18. apríl 2015 11:00 Vísir/Getty Almennri fæðu má skipta upp í sex flokka og skiptast þeir gróflega á milli kornvara, mjólkurvara, kjöts og fisks, feitmetis, grænmetis og ávaxta. Undirstaða holls mataræðis er að borða fjölbreyttan mat úr fyrrnefndum flokkum en einnig getur verið áhugavert að skoða hvaða fæðu er æskilegt að borða samtímis til þess að næringarefnin nýtist líkamanum sem best. Sem dæmi um þetta má nefna járnbætt morgunkorn sem neytt er með mjólk eða öðrum mjólkurvörum. Samkvæmt rannsóknum þá er þessi blanda bara alls ekki allt of góð fyrir þá sem velja sér þetta ákveðna morgunkorn til þess að fá járn úr fæðunni, kalkið úr mjólkinni hindrar nefnilega upptöku járnsins. Þeir sem vilja tryggja hreina upptöku járnsins ættu heldur að velja til dæmis appelsínusafa í stað mjólkurinnar þar sem C-vítamín hjálpar til við frásog járnsins. Við skulum skoða fleiri dæmi.Hnetur og D-vítamínbætt mjólk Fituleysanleg vítamín eins og A-,D- og E-vítamín frásogast best í líkamanum með annarri fitu. Það er því tilvalið að búa sér til heimatilbúið granóla með vel völdum hnetum, eins og til dæmis valhnetum eða möndlum, og njóta þess með D-vítamínbættri mjólk.Hvítlaukur og fiskur Þessi tvö hráefni bragðast ekki einungis vel saman heldur geta þau saman styrkt hjarta- og æðakerfið. Hvítlaukur virðist hafa þau áhrif að geta lækkað blóðfitu í líkamanum og fitusýrurnar í fisknum styrkja æðakerfið og draga úr bólgum. Hin fullkomna samsetning.Ólífuolía og dökkt salat Góð ólífuolía inniheldur hollar fitusýrur og er tilvalin út á salat í staðinn fyrir ýmiss konar tilbúnar dressingar. Fitan hjálpar einnig við að frásoga K-vítamín úr dökku grænmeti en það er nauðsynlegt næringarefni sem styrkir bein og hjálpa blóðinu við storknun.Brauðsamloka og laukur Ekki sleppa því að fá þér lauk á samlokuna þar sem í lauknum eru súlfúrsameindir sem hjálpa til við að frásoga sink en það er að finna í grófu brauði. Sink styrkir til dæmis ónæmiskerfið og húðina. Hafa þarf þó alltaf fyrst og fremst í huga að borða fjölbreytta fæðu og nægilega mikið af grænmeti og ávöxtum. Fiskinn góða er æskilegt að borða tvisvar til þrisvar í viku en dökkt kjöt í hófi. Vert er að sjálfsögðu að minna sífellt á sykurinn en hann er að finna í allt of mörgum unnum matvælum og drykkjarvörum. Heilsa Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira
Almennri fæðu má skipta upp í sex flokka og skiptast þeir gróflega á milli kornvara, mjólkurvara, kjöts og fisks, feitmetis, grænmetis og ávaxta. Undirstaða holls mataræðis er að borða fjölbreyttan mat úr fyrrnefndum flokkum en einnig getur verið áhugavert að skoða hvaða fæðu er æskilegt að borða samtímis til þess að næringarefnin nýtist líkamanum sem best. Sem dæmi um þetta má nefna járnbætt morgunkorn sem neytt er með mjólk eða öðrum mjólkurvörum. Samkvæmt rannsóknum þá er þessi blanda bara alls ekki allt of góð fyrir þá sem velja sér þetta ákveðna morgunkorn til þess að fá járn úr fæðunni, kalkið úr mjólkinni hindrar nefnilega upptöku járnsins. Þeir sem vilja tryggja hreina upptöku járnsins ættu heldur að velja til dæmis appelsínusafa í stað mjólkurinnar þar sem C-vítamín hjálpar til við frásog járnsins. Við skulum skoða fleiri dæmi.Hnetur og D-vítamínbætt mjólk Fituleysanleg vítamín eins og A-,D- og E-vítamín frásogast best í líkamanum með annarri fitu. Það er því tilvalið að búa sér til heimatilbúið granóla með vel völdum hnetum, eins og til dæmis valhnetum eða möndlum, og njóta þess með D-vítamínbættri mjólk.Hvítlaukur og fiskur Þessi tvö hráefni bragðast ekki einungis vel saman heldur geta þau saman styrkt hjarta- og æðakerfið. Hvítlaukur virðist hafa þau áhrif að geta lækkað blóðfitu í líkamanum og fitusýrurnar í fisknum styrkja æðakerfið og draga úr bólgum. Hin fullkomna samsetning.Ólífuolía og dökkt salat Góð ólífuolía inniheldur hollar fitusýrur og er tilvalin út á salat í staðinn fyrir ýmiss konar tilbúnar dressingar. Fitan hjálpar einnig við að frásoga K-vítamín úr dökku grænmeti en það er nauðsynlegt næringarefni sem styrkir bein og hjálpa blóðinu við storknun.Brauðsamloka og laukur Ekki sleppa því að fá þér lauk á samlokuna þar sem í lauknum eru súlfúrsameindir sem hjálpa til við að frásoga sink en það er að finna í grófu brauði. Sink styrkir til dæmis ónæmiskerfið og húðina. Hafa þarf þó alltaf fyrst og fremst í huga að borða fjölbreytta fæðu og nægilega mikið af grænmeti og ávöxtum. Fiskinn góða er æskilegt að borða tvisvar til þrisvar í viku en dökkt kjöt í hófi. Vert er að sjálfsögðu að minna sífellt á sykurinn en hann er að finna í allt of mörgum unnum matvælum og drykkjarvörum.
Heilsa Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira