Rosalega stórt og flott tækifæri Adda Soffia Ingvarsdóttir skrifar 17. apríl 2015 10:45 Kristín er þakklát fyrir tækifærin sem hún er að fá í Asíu. Vísir „Það er verið að ganga frá samningum við stóra verslun í Asíu, sem ég er mjög spennt fyrir, en því miður get ég ekki tilkynnt strax hvaða verslun það er. Það er ýmislegt að gerast,“ segir Kristín, eigandi og hönnuður skartgripamerkisins Twin Within. Hún er búsett í Singapúr, en síðan hún fluttist þangað hefur hún fengið fjölmörg tækifæri til þess að koma línunni sinni á framfæri. „Ég sýndi á stórri sýningu í september og í kjölfarið vorum við maðurinn minn umfjöllunarefni í þættinum Tales of Two Cities, þar sem fylgst var með vinnu minni í kringum festarnar,“ segir hún. Í vikunni sýndi Kristín á sölusýningu sem nefnist On Time Show og haldin er í tengslum við tískuvikuna í Sjanghæ. „Ég var valin til þess að sýna þarna, en þarna kemst maður í kynni við kaupendur frá verslunum um allan heim. Þátttaka mín á þessari sýningu er stórt tækifæri sem vonandi opnar dyr í Kína, en það er gríðarlega erfitt að koma sér inn á þann risastóra markað. Ef það tekst þá má með sanni segja að stór draumur hjá mér hafi ræst,“ segir Kristín. Á tískuvikunni í Sjanghæ sýndi hún nýjustu línuna sína, Contrasts, sem frumsýnd var hér heima á Hönnunarmars. „Fyrri línan var ofsalega litrík þannig að núna langaði mig að vinna með andstæðuna og þess vegna er svart og hvítt ríkjandi í þessari línu, en hún er unnin úr óhefðbundnum efnum eins og gúmmíslöngum og reipi,“ segir hún. Nýja lína Twin Within er fáanleg í Mýrinni, Kringlunni. Mest lesið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Skálað fyrir skíthræddri Unni Menning Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Fleiri fréttir Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Sjá meira
„Það er verið að ganga frá samningum við stóra verslun í Asíu, sem ég er mjög spennt fyrir, en því miður get ég ekki tilkynnt strax hvaða verslun það er. Það er ýmislegt að gerast,“ segir Kristín, eigandi og hönnuður skartgripamerkisins Twin Within. Hún er búsett í Singapúr, en síðan hún fluttist þangað hefur hún fengið fjölmörg tækifæri til þess að koma línunni sinni á framfæri. „Ég sýndi á stórri sýningu í september og í kjölfarið vorum við maðurinn minn umfjöllunarefni í þættinum Tales of Two Cities, þar sem fylgst var með vinnu minni í kringum festarnar,“ segir hún. Í vikunni sýndi Kristín á sölusýningu sem nefnist On Time Show og haldin er í tengslum við tískuvikuna í Sjanghæ. „Ég var valin til þess að sýna þarna, en þarna kemst maður í kynni við kaupendur frá verslunum um allan heim. Þátttaka mín á þessari sýningu er stórt tækifæri sem vonandi opnar dyr í Kína, en það er gríðarlega erfitt að koma sér inn á þann risastóra markað. Ef það tekst þá má með sanni segja að stór draumur hjá mér hafi ræst,“ segir Kristín. Á tískuvikunni í Sjanghæ sýndi hún nýjustu línuna sína, Contrasts, sem frumsýnd var hér heima á Hönnunarmars. „Fyrri línan var ofsalega litrík þannig að núna langaði mig að vinna með andstæðuna og þess vegna er svart og hvítt ríkjandi í þessari línu, en hún er unnin úr óhefðbundnum efnum eins og gúmmíslöngum og reipi,“ segir hún. Nýja lína Twin Within er fáanleg í Mýrinni, Kringlunni.
Mest lesið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Skálað fyrir skíthræddri Unni Menning Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Fleiri fréttir Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Sjá meira