Þessi þjáning er yndisleg Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 21. apríl 2015 07:45 Hlustið á mig. Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, leggur línurnar fyrir sína menn. Valsmenn verða að vinna Hauka í kvöld. Fréttablaðið/Stefán „Allar klisjurnar eiga við og þær eru allar réttar. Við verðum bara að vinna þennan leik, ekkert annað dugir til,“ segir línumaðurinn Kári Kristján Kristjánsson hjá Val en annað árið í röð er deildarmeistarinn 2-0 undir í undanúrslitunum. Í fyrra voru Haukar í þeirri stöðu en þeir náðu að snúa stöðunni sér í vil og fara í úrslitin með því að vinna næstu þrjá leiki gegn FH. Valsmenn þurfa því að leika þennan sama leik, einmitt gegn Haukum, og byrja á því á heimavelli í kvöld. Haukar hafa 2-0 forystu í einvígi liðanna og hafa komið deildarmeisturunum í mikil vandræði. Haukar urðu af Íslandsmeistaratitlinum í fyrra eftir æsilega rimmu gegn ÍBV og ætla sér alla leið í ár – það er augljóst á leik þeirra. „Ég er ekkert að spá í hvað þeir eru að hugsa. Ég er meira að hugsa um okkur. Við vitum að möguleikarnir eru til staðar og við vitum að við eigum í fullu tré við þetta lið,“ bætir Kári Kristján við. Hann hrósar liði Haukanna og segir að liðið hafi verið einna best í deildinni eftir áramót. En Valsmenn geta engu að síður sjálfum sér um kennt að stórum hluta. „Fyrsti leikurinn var skelfilegur. Svo einfalt var það. En við fórum illa að ráði okkar í næsta leik. Bæði var skotnýtingin léleg og einnig nýttum við illa þau hraðaupphlaup sem við fengum. Haukar töpuðu átta boltum í leiknum og það verðum við að nýta okkur.“35% skotnýting Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, tekur undir þetta. „Við hefðum getað klárað leikinn með því að nýta hraðaupphlaupin betur,“ sagði hann. „Það er sérstaklega mikilvægt þegar sóknarleikurinn gengur jafn illa og í þeim leik.“ Valsmenn skoruðu aðeins nítján mörk á Ásvöllum um helgina og skotnýting liðsins var 35%. Lykilmenn eins og Guðmundur Hólmar Helgason voru langt frá sínu besta en hann nýtti aðeins tvö af fjórtán skotum sínum í leiknum. „Við vorum að taka ákvarðanir of snemma og koma of hægt á vörnina þeirra. Það var ekki gott „flot“ í leiknum okkar og þeir náðu að stýra okkur í að taka þægileg skot fyrir vörnina þeirra og markvörðinn – sem hefur verið frábær. En þó svo að hann sé góður er hægt að gera mun betur gegn honum.“ Óskar Bjarni hefur þrátt fyrir allt ekki áhyggjur – það er að minnsta kosti ekki að heyra á honum. „Þessi þjáning er yndisleg. Úrslitakeppnin er jól og hátíð fyrir okkur þjálfarana og bara gaman. Þetta er erfið staða en við verðum að vinna úr henni. Við þurfum bara að vinna einn leik og þá er þetta orðið að einvígi á ný,“ segir hann og segir að það sé engin krísa á Hlíðarenda. „Auðvitað kemur upp ótti og hræðsla í fólkinu í kringum mann þegar liðið er 2-0 undir. En leikmenn hafa statt og stöðugt trú á því að þeir geta klárað þetta. Það er engin þörf á hallarbyltingu – við verðum bara að vinna rétt úr hlutunum. Auðvitað er það svo að við þurfum að athuga vel okkar gang, skoða leik okkar og vinna úr vandamálunum. Ekkert gerist af sjálfu sér.“Drottning og „burger“ Kári Kristján er ánægður með þann stuðning sem Valsmenn hafa fengið og á von á enn betri mætingu í kvöld en í fyrstu tveimur leikjunum. „Eurovision-drottningin kemur meira að segja og þenur raddböndin fyrir okkur. Er hægt að biðja um meira en að fá borgara og Maríu Ólafs?“ spyr línumaðurinn í léttum tón. Í hinni undanúrslitarimmunni eigast við nýliðar Aftureldingar og ÍR. Þar er staðan 1-1 en liðin mætast í Mosfellsbæ í kvöld. Báðir leikir hefjast klukkan 19.30. Eurovision Olís-deild karla Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Fleiri fréttir Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Sjá meira
„Allar klisjurnar eiga við og þær eru allar réttar. Við verðum bara að vinna þennan leik, ekkert annað dugir til,“ segir línumaðurinn Kári Kristján Kristjánsson hjá Val en annað árið í röð er deildarmeistarinn 2-0 undir í undanúrslitunum. Í fyrra voru Haukar í þeirri stöðu en þeir náðu að snúa stöðunni sér í vil og fara í úrslitin með því að vinna næstu þrjá leiki gegn FH. Valsmenn þurfa því að leika þennan sama leik, einmitt gegn Haukum, og byrja á því á heimavelli í kvöld. Haukar hafa 2-0 forystu í einvígi liðanna og hafa komið deildarmeisturunum í mikil vandræði. Haukar urðu af Íslandsmeistaratitlinum í fyrra eftir æsilega rimmu gegn ÍBV og ætla sér alla leið í ár – það er augljóst á leik þeirra. „Ég er ekkert að spá í hvað þeir eru að hugsa. Ég er meira að hugsa um okkur. Við vitum að möguleikarnir eru til staðar og við vitum að við eigum í fullu tré við þetta lið,“ bætir Kári Kristján við. Hann hrósar liði Haukanna og segir að liðið hafi verið einna best í deildinni eftir áramót. En Valsmenn geta engu að síður sjálfum sér um kennt að stórum hluta. „Fyrsti leikurinn var skelfilegur. Svo einfalt var það. En við fórum illa að ráði okkar í næsta leik. Bæði var skotnýtingin léleg og einnig nýttum við illa þau hraðaupphlaup sem við fengum. Haukar töpuðu átta boltum í leiknum og það verðum við að nýta okkur.“35% skotnýting Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, tekur undir þetta. „Við hefðum getað klárað leikinn með því að nýta hraðaupphlaupin betur,“ sagði hann. „Það er sérstaklega mikilvægt þegar sóknarleikurinn gengur jafn illa og í þeim leik.“ Valsmenn skoruðu aðeins nítján mörk á Ásvöllum um helgina og skotnýting liðsins var 35%. Lykilmenn eins og Guðmundur Hólmar Helgason voru langt frá sínu besta en hann nýtti aðeins tvö af fjórtán skotum sínum í leiknum. „Við vorum að taka ákvarðanir of snemma og koma of hægt á vörnina þeirra. Það var ekki gott „flot“ í leiknum okkar og þeir náðu að stýra okkur í að taka þægileg skot fyrir vörnina þeirra og markvörðinn – sem hefur verið frábær. En þó svo að hann sé góður er hægt að gera mun betur gegn honum.“ Óskar Bjarni hefur þrátt fyrir allt ekki áhyggjur – það er að minnsta kosti ekki að heyra á honum. „Þessi þjáning er yndisleg. Úrslitakeppnin er jól og hátíð fyrir okkur þjálfarana og bara gaman. Þetta er erfið staða en við verðum að vinna úr henni. Við þurfum bara að vinna einn leik og þá er þetta orðið að einvígi á ný,“ segir hann og segir að það sé engin krísa á Hlíðarenda. „Auðvitað kemur upp ótti og hræðsla í fólkinu í kringum mann þegar liðið er 2-0 undir. En leikmenn hafa statt og stöðugt trú á því að þeir geta klárað þetta. Það er engin þörf á hallarbyltingu – við verðum bara að vinna rétt úr hlutunum. Auðvitað er það svo að við þurfum að athuga vel okkar gang, skoða leik okkar og vinna úr vandamálunum. Ekkert gerist af sjálfu sér.“Drottning og „burger“ Kári Kristján er ánægður með þann stuðning sem Valsmenn hafa fengið og á von á enn betri mætingu í kvöld en í fyrstu tveimur leikjunum. „Eurovision-drottningin kemur meira að segja og þenur raddböndin fyrir okkur. Er hægt að biðja um meira en að fá borgara og Maríu Ólafs?“ spyr línumaðurinn í léttum tón. Í hinni undanúrslitarimmunni eigast við nýliðar Aftureldingar og ÍR. Þar er staðan 1-1 en liðin mætast í Mosfellsbæ í kvöld. Báðir leikir hefjast klukkan 19.30.
Eurovision Olís-deild karla Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Fleiri fréttir Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Sjá meira