Lífið

Bumbuboltamaður framleiðir afreksþætti

Garðar mun birtast landsmönnum á Stöð 2 Sport í allt sumar.
Garðar mun birtast landsmönnum á Stöð 2 Sport í allt sumar. Vísir/Valli
„Þetta er náttúrulega fullkomin staða að vera í, enda áhugamál númer eitt, tvö og þrjú og ég fæ að vinna við það,“ segir Garðar Örn Arnarsson sem hleypir af stokkunum spánnýrri þáttaröð um goðsagnir knattspyrnunnar á Íslandi í kvöld.

Aðspurður hvaðan kveikjan að þáttunum komi segist Garðar alltaf hafa haft mikinn áhuga á öllu íþróttatengdu „Sjálfur ætlaði ég mér að spila í NBA, en svo var ekki innistæða fyrir því,“ segir hann og skellir upp úr. Hann lætur sér því nægja að spila með B-liði Keflavíkur og rekur svo sögur afreksmanna í sjónvarpi og í formi heimildarmynda.

Mynd Garðars um körfuboltamanninn bráðefnilega Ölla, sem féll frá langt fyrir aldur fram, kom honum á kortið „Í kjölfarið fór af stað minningarsjóður sem hefur svo gefið um tuttugu þúsund börnum tækifæri á að stunda íþróttir. Það yljar vissulega hjartanu.“

Síðan hefur hann ekki stoppað.

„Upphafið að þessum þáttum, Goðsögnum efstu deildar, má þó rekja til þess að mig langaði alltaf til að gera Ragnari Margeirssyni knattspyrnukappa skil, en ég hef alltaf horft á hann sem algjört legend og vildi heiðra minningu hans.“ Úr varð heil þáttaröð þar sem hann tekur fyrir helstu sparkara landsins í gegnum árin. „Ég held að ekki séu margir sem einblína á að samtvinna íþróttir og heimildarmyndagerð hérlendis, svo ég hef nóg að gera,“ segir Garðar að lokum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.