Lífið

Bræðurnir í Rae Sremmurd troða upp í Laugardalshöll

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Bræðurnir í sveitinni eru gríðarlega vinsælir víða um heim. Hér má sjá Swae Lee troða upp á Woodie-hátíðinni, sem MTV heldur.
Bræðurnir í sveitinni eru gríðarlega vinsælir víða um heim. Hér má sjá Swae Lee troða upp á Woodie-hátíðinni, sem MTV heldur.
„Okkur finnst rosalega gaman að geta flutt inn sveit sem er að springa út núna og nýtur gífurlegra vinsælda á heimsvísu,“ segir Ísleifur Þórhallsson, tónleikahaldari hjá Senu, sem flytur sveitina inn.

Rae Sremmurd er ákaflega vinsæl í heimalandi sínu og víðar í heiminum. Meðlimir sveitarinnar eru bræðurnir Khalif „Swae Lee“ Brown og Aaquil „Slim Jimmy“ Brown. Þeir hafa sent frá sér tvær smáskífur sem hafa gjörsamlega slegið í gegn. Myndbandið við lagið No Type hefur til að mynda verið spilað um 190 milljón sinnum í gegnum Youtube.

Hér má sjá myndbandið vinsæla, en umfjöllun heldur áfram fyrir neðan það.



Lagið No Flex Zone hefur einnig notið vinsælda; verið spilað í um 100 milljónir skipta á sömu síðu. Sveitin nýtur einnig vinsælda á tónlistarveitunni Spotify, þar sem lög hennar hafa verið spiluð í tugmilljónir skipta.

Breiðskífa sveitarinnar SremmLife var í efsta sæti á tveimur Bill-board-listum, á Hiphop-listanum annars vegar og RnB-listanum hins vegar. Nýjasta myndbandið sem sveitin sendi frá sér er við lagið Throw Sum Mo, en þar vinna bræðurnir með poppstjörnunnii Nicki Minaj.

Þeir hafa einnig unnið með upptökustjóranum Mike WiLL sem er mjög þekktur í rapp- og poppbransanum Vestanhafs og hefur unnið með listamönnum á borð Jay-Z, Miley Cyrus og Rihanna. Bræðurnir hafa einnig unnið með Óskarsverðlaunarapparanum Juicy J.

Svalur SlimJimmy kann sitt fag. Rae Sremmurd nýtur fáheyrðra vinsælda á myndbands- og tónlistarveitum á netinu.
„Tónleikarnir verða 27. ágúst, sem er fimmtudagur. Þetta er frábær dagsetning og við ætlum að búa til frábæra stemningu,“ segir Ísleifur og bætir við:

„Við munum búa til eins konar tónleikahátíð sem verður í eitt kvöld. Stórar íslenskar hljómsveitir munu spila sama kvöld. Við vitum að Rae Sremmurd er vinsæl hjá ungu kynslóðinni og erum ákaflega ánægð að geta veitt henni tækifæri á að fara á svona alvöru tónleika. Unga kynslóðin gleymist nefnilega stundum, því margir tónlistarmenn sem koma hingað höfða betur til þeirra eldri. En hérna erum við að fá sveit sem er að toppa núna og höfðar til ungs fólks. Við ætlum líka að stilla miðaverði í hóf, þannig að allir geti notið."

Hér að neðan má sjá myndböndin við No Flex Zone og Throw Sum Mo.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×