Bræðurnir í Rae Sremmurd troða upp í Laugardalshöll Kjartan Atli Kjartansson skrifar 30. apríl 2015 07:30 Bræðurnir í sveitinni eru gríðarlega vinsælir víða um heim. Hér má sjá Swae Lee troða upp á Woodie-hátíðinni, sem MTV heldur. „Okkur finnst rosalega gaman að geta flutt inn sveit sem er að springa út núna og nýtur gífurlegra vinsælda á heimsvísu,“ segir Ísleifur Þórhallsson, tónleikahaldari hjá Senu, sem flytur sveitina inn. Rae Sremmurd er ákaflega vinsæl í heimalandi sínu og víðar í heiminum. Meðlimir sveitarinnar eru bræðurnir Khalif „Swae Lee“ Brown og Aaquil „Slim Jimmy“ Brown. Þeir hafa sent frá sér tvær smáskífur sem hafa gjörsamlega slegið í gegn. Myndbandið við lagið No Type hefur til að mynda verið spilað um 190 milljón sinnum í gegnum Youtube.Hér má sjá myndbandið vinsæla, en umfjöllun heldur áfram fyrir neðan það. Lagið No Flex Zone hefur einnig notið vinsælda; verið spilað í um 100 milljónir skipta á sömu síðu. Sveitin nýtur einnig vinsælda á tónlistarveitunni Spotify, þar sem lög hennar hafa verið spiluð í tugmilljónir skipta. Breiðskífa sveitarinnar SremmLife var í efsta sæti á tveimur Bill-board-listum, á Hiphop-listanum annars vegar og RnB-listanum hins vegar. Nýjasta myndbandið sem sveitin sendi frá sér er við lagið Throw Sum Mo, en þar vinna bræðurnir með poppstjörnunnii Nicki Minaj. Þeir hafa einnig unnið með upptökustjóranum Mike WiLL sem er mjög þekktur í rapp- og poppbransanum Vestanhafs og hefur unnið með listamönnum á borð Jay-Z, Miley Cyrus og Rihanna. Bræðurnir hafa einnig unnið með Óskarsverðlaunarapparanum Juicy J.Svalur SlimJimmy kann sitt fag. Rae Sremmurd nýtur fáheyrðra vinsælda á myndbands- og tónlistarveitum á netinu.„Tónleikarnir verða 27. ágúst, sem er fimmtudagur. Þetta er frábær dagsetning og við ætlum að búa til frábæra stemningu,“ segir Ísleifur og bætir við: „Við munum búa til eins konar tónleikahátíð sem verður í eitt kvöld. Stórar íslenskar hljómsveitir munu spila sama kvöld. Við vitum að Rae Sremmurd er vinsæl hjá ungu kynslóðinni og erum ákaflega ánægð að geta veitt henni tækifæri á að fara á svona alvöru tónleika. Unga kynslóðin gleymist nefnilega stundum, því margir tónlistarmenn sem koma hingað höfða betur til þeirra eldri. En hérna erum við að fá sveit sem er að toppa núna og höfðar til ungs fólks. Við ætlum líka að stilla miðaverði í hóf, þannig að allir geti notið." Hér að neðan má sjá myndböndin við No Flex Zone og Throw Sum Mo. Mest lesið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Fleiri fréttir Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Sjá meira
„Okkur finnst rosalega gaman að geta flutt inn sveit sem er að springa út núna og nýtur gífurlegra vinsælda á heimsvísu,“ segir Ísleifur Þórhallsson, tónleikahaldari hjá Senu, sem flytur sveitina inn. Rae Sremmurd er ákaflega vinsæl í heimalandi sínu og víðar í heiminum. Meðlimir sveitarinnar eru bræðurnir Khalif „Swae Lee“ Brown og Aaquil „Slim Jimmy“ Brown. Þeir hafa sent frá sér tvær smáskífur sem hafa gjörsamlega slegið í gegn. Myndbandið við lagið No Type hefur til að mynda verið spilað um 190 milljón sinnum í gegnum Youtube.Hér má sjá myndbandið vinsæla, en umfjöllun heldur áfram fyrir neðan það. Lagið No Flex Zone hefur einnig notið vinsælda; verið spilað í um 100 milljónir skipta á sömu síðu. Sveitin nýtur einnig vinsælda á tónlistarveitunni Spotify, þar sem lög hennar hafa verið spiluð í tugmilljónir skipta. Breiðskífa sveitarinnar SremmLife var í efsta sæti á tveimur Bill-board-listum, á Hiphop-listanum annars vegar og RnB-listanum hins vegar. Nýjasta myndbandið sem sveitin sendi frá sér er við lagið Throw Sum Mo, en þar vinna bræðurnir með poppstjörnunnii Nicki Minaj. Þeir hafa einnig unnið með upptökustjóranum Mike WiLL sem er mjög þekktur í rapp- og poppbransanum Vestanhafs og hefur unnið með listamönnum á borð Jay-Z, Miley Cyrus og Rihanna. Bræðurnir hafa einnig unnið með Óskarsverðlaunarapparanum Juicy J.Svalur SlimJimmy kann sitt fag. Rae Sremmurd nýtur fáheyrðra vinsælda á myndbands- og tónlistarveitum á netinu.„Tónleikarnir verða 27. ágúst, sem er fimmtudagur. Þetta er frábær dagsetning og við ætlum að búa til frábæra stemningu,“ segir Ísleifur og bætir við: „Við munum búa til eins konar tónleikahátíð sem verður í eitt kvöld. Stórar íslenskar hljómsveitir munu spila sama kvöld. Við vitum að Rae Sremmurd er vinsæl hjá ungu kynslóðinni og erum ákaflega ánægð að geta veitt henni tækifæri á að fara á svona alvöru tónleika. Unga kynslóðin gleymist nefnilega stundum, því margir tónlistarmenn sem koma hingað höfða betur til þeirra eldri. En hérna erum við að fá sveit sem er að toppa núna og höfðar til ungs fólks. Við ætlum líka að stilla miðaverði í hóf, þannig að allir geti notið." Hér að neðan má sjá myndböndin við No Flex Zone og Throw Sum Mo.
Mest lesið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Fleiri fréttir Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“