Mammút skrifar undir hjá útgáfurisa Guðrún Ansnes skrifar 4. maí 2015 08:00 Meðlimir hljómsveitarinnar sitja nú við skrif á efni fyrir nýja plötu. Vísir/Ronja Mogensen „Eftir að hafa starfað saman í ellefu ár er verulega gaman að finna áþreifanlegan árangur þarna úti,“ segir Katrína Mogensen, söngkona sveitarinnar Mammút sem nýbúin er að skrifa undir samning við breska plötufyrirtækið Bella Union. Stór nöfn á borð við Fleet Foxes, The Flaming Lips og John Grant eru á meðal skjólstæðinga útgáfunnar. „Við erum að fara í samstarf við þessa stóru, sjálfstæðu plötuútgáfu og munum í framhaldinu senda frá okkur smáskífu 1. júní næstkomandi,“ útskýrir hún. „Við stefnum svo á að fara í stúdíó til að taka upp heila plötu í nóvember sem mun svo koma út vorið 2016,“ segir söngkonan.Segir Katrína hljómsveitina sitja sveitta við að semja fyrir plötuna um þessar mundir. „Ég myndi segja að platan verði rökrétt framhald af síðustu plötunni okkar, Komdu svarta systir, sem kom út 2013,“ segir Katrína. Hún segir tækifærið frábært fyrir sveitina og að þau muni taka þetta eins langt og mögulegt er með því að einblína á erlendan markað, en breiðskífan mun koma út í Bandaríkjunum og Evrópu. „Við munum fókusera á Evrópu á næstu mánuðum og svo taka Bandaríkin við með haustinu.“ Hljómsveitin mun koma fram á fjölda tónleikahátíða í sumar og er þegar komin á flug þar sem hún eyddi helginni í Árósum þar sem þau tróðu upp á SPOT-festivalinu. Næst verður svo herjað á Les Nuits Botanique-tónlistarveisluna í Brussel. „Við munum svo eyða dágóðum tíma í Þýskalandi og Bretlandi í sumar og koma fram á ýmiss konar tónleikum þar.“ „Við erum gríðarspennt fyrir þessu, en það sannast að þetta mjakast allt saman með góðu fólki,“ segir Katrína í lokin. Tónlist Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
„Eftir að hafa starfað saman í ellefu ár er verulega gaman að finna áþreifanlegan árangur þarna úti,“ segir Katrína Mogensen, söngkona sveitarinnar Mammút sem nýbúin er að skrifa undir samning við breska plötufyrirtækið Bella Union. Stór nöfn á borð við Fleet Foxes, The Flaming Lips og John Grant eru á meðal skjólstæðinga útgáfunnar. „Við erum að fara í samstarf við þessa stóru, sjálfstæðu plötuútgáfu og munum í framhaldinu senda frá okkur smáskífu 1. júní næstkomandi,“ útskýrir hún. „Við stefnum svo á að fara í stúdíó til að taka upp heila plötu í nóvember sem mun svo koma út vorið 2016,“ segir söngkonan.Segir Katrína hljómsveitina sitja sveitta við að semja fyrir plötuna um þessar mundir. „Ég myndi segja að platan verði rökrétt framhald af síðustu plötunni okkar, Komdu svarta systir, sem kom út 2013,“ segir Katrína. Hún segir tækifærið frábært fyrir sveitina og að þau muni taka þetta eins langt og mögulegt er með því að einblína á erlendan markað, en breiðskífan mun koma út í Bandaríkjunum og Evrópu. „Við munum fókusera á Evrópu á næstu mánuðum og svo taka Bandaríkin við með haustinu.“ Hljómsveitin mun koma fram á fjölda tónleikahátíða í sumar og er þegar komin á flug þar sem hún eyddi helginni í Árósum þar sem þau tróðu upp á SPOT-festivalinu. Næst verður svo herjað á Les Nuits Botanique-tónlistarveisluna í Brussel. „Við munum svo eyða dágóðum tíma í Þýskalandi og Bretlandi í sumar og koma fram á ýmiss konar tónleikum þar.“ „Við erum gríðarspennt fyrir þessu, en það sannast að þetta mjakast allt saman með góðu fólki,“ segir Katrína í lokin.
Tónlist Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira