Vertu úti, hundurinn þinn Hildur Sverrisdóttir skrifar 9. maí 2015 07:00 Þegar ég var lítil átti ég kött sem hét Dormi. Hverjum þykir sinn köttur fegurstur auðvitað en hann var í alvöru æði. Ein vinkona mín var samt hrædd við hann. Ég reyndi að útskýra fyrir henni að hann gerði ekki neitt en allt kom fyrir ekki og því var sjálfsagt að loka hann einhvers staðar af þegar hún var í heimsókn. Ég skil hana þegar ég mæti hundaeigendum sem eru í spássitúr með misstóra hunda sína. Ég er nefnilega einhverra hluta vegna smá hrædd við hunda. Eigendurnir tjá mér reglulega að ég hafi ekkert að óttast, þeir geri ekki neitt. En það sefar mig lítið. Fyrir mér eru þetta dýr sem eru jafn óútreiknanleg í hegðun og – tja – dýr. Enda gerist það nú yfirleitt að hundaeigendurnir stytta í taumnum þegar þeir sjá óttaslegið hik mitt. Og þannig á það að vera. Það er þetta með að hafa aðeins færri reglur en stuðla með því að meiri tillitssemi sem er ákjósanlegt. Mér finnst því sjálfsagt að hundar megi fara í göngutúr um götur borgarinnar svo lengi sem það er þá tekið tillit til þess þegar einhverjum þykir það erfitt. Hví í ósköpunum ætti okkur því ekki að auðnast það að það sé til dæmis hverjum kaffihúsaeiganda í sjálfsvald sett hvort hann leyfi hundahald inni á kaffihúsinu sínu svo lengi sem tekið sé tillit til þess að ef einhver með ofsahræðslu eða ofnæmi geti þá einfaldlega beðið um að dýrið sé úti akkúrat þá? Og hví í ósköpunum er ásættanlegt að öryrkjarnir sem voru í fréttunum í vikunni fái ekki að halda kisunum sínum? Mikið vildi ég hafa kost á því að geta klappað einhverjum niðjum Dorma á heimili mínu ef mér sýnist svo. Það rennur að manni sá grunur að oft sé einfaldlega auðveldara að setja einstrengingslegar reglur sem banna í staðinn fyrir að þurfa að takast á við blæbrigði mismunandi þarfa fólks. Við eigum að spyrna gegn því. Við eigum vel að geta gert þetta fallegar með tillitssömu frelsi að leiðarljósi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Sverrisdóttir Mest lesið „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison Skoðun Missum ekki af orkuskiptalestinni Tómas Þór Þórðarson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn vill afnema skyldu til jafnlaunavottunar! Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Umbreyting á einni nóttu – Þegar öryrki verður að ellilífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Vinnum gullið án klósettpappírs Ásmundur Einar Daðason Skoðun Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd á ekki að vera leikhús Hildur Sverrisdóttir Skoðun Sérhagsmunagæsla Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, VG og Miðflokks dæmd ólögleg Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Flokkur fólksins er tilbúinn í ríkisstjórn! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun
Þegar ég var lítil átti ég kött sem hét Dormi. Hverjum þykir sinn köttur fegurstur auðvitað en hann var í alvöru æði. Ein vinkona mín var samt hrædd við hann. Ég reyndi að útskýra fyrir henni að hann gerði ekki neitt en allt kom fyrir ekki og því var sjálfsagt að loka hann einhvers staðar af þegar hún var í heimsókn. Ég skil hana þegar ég mæti hundaeigendum sem eru í spássitúr með misstóra hunda sína. Ég er nefnilega einhverra hluta vegna smá hrædd við hunda. Eigendurnir tjá mér reglulega að ég hafi ekkert að óttast, þeir geri ekki neitt. En það sefar mig lítið. Fyrir mér eru þetta dýr sem eru jafn óútreiknanleg í hegðun og – tja – dýr. Enda gerist það nú yfirleitt að hundaeigendurnir stytta í taumnum þegar þeir sjá óttaslegið hik mitt. Og þannig á það að vera. Það er þetta með að hafa aðeins færri reglur en stuðla með því að meiri tillitssemi sem er ákjósanlegt. Mér finnst því sjálfsagt að hundar megi fara í göngutúr um götur borgarinnar svo lengi sem það er þá tekið tillit til þess þegar einhverjum þykir það erfitt. Hví í ósköpunum ætti okkur því ekki að auðnast það að það sé til dæmis hverjum kaffihúsaeiganda í sjálfsvald sett hvort hann leyfi hundahald inni á kaffihúsinu sínu svo lengi sem tekið sé tillit til þess að ef einhver með ofsahræðslu eða ofnæmi geti þá einfaldlega beðið um að dýrið sé úti akkúrat þá? Og hví í ósköpunum er ásættanlegt að öryrkjarnir sem voru í fréttunum í vikunni fái ekki að halda kisunum sínum? Mikið vildi ég hafa kost á því að geta klappað einhverjum niðjum Dorma á heimili mínu ef mér sýnist svo. Það rennur að manni sá grunur að oft sé einfaldlega auðveldara að setja einstrengingslegar reglur sem banna í staðinn fyrir að þurfa að takast á við blæbrigði mismunandi þarfa fólks. Við eigum að spyrna gegn því. Við eigum vel að geta gert þetta fallegar með tillitssömu frelsi að leiðarljósi.
Umbreyting á einni nóttu – Þegar öryrki verður að ellilífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Sérhagsmunagæsla Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, VG og Miðflokks dæmd ólögleg Hanna Katrín Friðriksson Skoðun
Umbreyting á einni nóttu – Þegar öryrki verður að ellilífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Sérhagsmunagæsla Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, VG og Miðflokks dæmd ólögleg Hanna Katrín Friðriksson Skoðun