Lífið

Eftirminnilegustu augnablikin úr American Idol

Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar
Í fyrstu seríu voru það þau Randy Jackson, Paula Abdul og Simon Cowell sem sinntu hlutverki dómara í þáttunum.
Í fyrstu seríu voru það þau Randy Jackson, Paula Abdul og Simon Cowell sem sinntu hlutverki dómara í þáttunum. Nordicphotos/Getty
Í fyrradag var tilkynnt að fimmtánda sería af raunveruleikaþættinum American Idol yrði sú síðasta, en serían verður sýnd á næsta ári.

Sjónvarpsþátturinn hóf göngu sína árið 2002 á sjónvarpsstöðinni FOX og er farsælasta sjónvarpssería í bandarísku sjónvarpi. Í þáttunum reyna söngvarar fyrir sér fyrir framan dómnefnd sem dæmir um hvort viðkomandi fái að halda áfram í næsta þátt eða ekki, en sigurvegari er kosinn með símakosningu.

Sá sem stendur uppi sem sigurvegari hlýtur að launum plötusamning auk ýmissa annarra fríðinda. Í fyrstu þáttaröðinni voru þau Randy Jackson, Paula Abdul og Simon Cowell dómarar en einnig hafa Ellen DeGeneres, Jennifer Lopez, Mariah Carey, Nicki Minaj og Keith Urban reynt fyrir sér í dómarasætinu. Kynnirinn Ryan Seacrest hefur staðið vaktina frá því í fyrstu seríu.

Sigurvegarar American Idol hafa átt misgóðu gengi að fagna. Söngkonan Kelly Clarkson sigraði í fyrstu seríu og hefur gefið út sjö plötur á ferlinum og hlotið meðal annars þrenn Grammy-verðlaun, tvenn People's Choice Awards og fimm Teen Choice Awards.





Aðrir vinningshafar sem farnast hefur vel eru meðal annars Jordin Sparks og Carrie Underwood.

Hér er prufa Jordin Spark frá árinu 2007:





Auk þess eru nokkrir sem tekið hafa þátt og ekki borið sigur úr býtum en engu að síður átt góðu gengi að fagna, sem dæmi má nefna Jennifer Hudson og Adam Lambert, einnig vöktu nokkrir keppendur mikla athygli í þættinum og hlutu sínar fimmtán mínútur af frægð, þótt ekki væri það fyrir sönghæfileika.

Þar ber sjálfsagt hæst William Hung sem söng lagið She Bangs en Cowell var ekki par hrifinn af flutningi Hungs og sagði hann hvorki geta sungið né dansað. 

Þrátt fyrir að hljóta ekki náð fyrir augum dómaranna uppskar Hung plötusamning og kom fram fyrir framan 25.000 manns.

Hér má sjá prufu Hung fyrir þáttinn árið 2004:










Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.