Viðbrögðin sýna að fræðslu er þörf Óli Kristján Ármannsson skrifar 14. maí 2015 07:00 Síðdegis í gær tók bæjarstjórn Árborgar til umræðu tillögu bæjarfulltrúa Bjartrar framtíðar og Samfylkingarinnar um að farið verði í átak í eflingu hinsegin fræðslu í grunnskólum sveitarfélagsins. Deginum áður samþykkti bæjarstjórn Kópavogsbæjar að ráðast í átak til að efla hinsegin fræðslu í grunnskólum bæjarins. Um miðjan apríl reið bæjarstjórn Hafnarfjarðar á vaðið þegar hún samþykkti að efla hinsegin fræðslu í skólum bæjarins í samstarfi við Samtökin 78. Áður hafði Reykjavíkurborg reyndar átt í samstarfi við samtökin um samstarf tengt fræðslu í skólum og fagstéttum borgarinnar, en ekki undir jafn afgerandi formerkjum og nú. Framtakið er þarft og vonandi taka fleiri bæjar- og sveitarfélög við sér í þessum efnum. Í greinargerð þeirri sem lögð er fram með tillögunni í Árborg kemur fram að fræðsla og upplýst umræða um hinsegin málefni sé án efa mikilvægur þáttur í að draga úr fordómum og hatursfullri orðræðu gagnvart hinsegin fólki. „Fræðsla og upplýst umræða skiptir jafnframt gríðarlegu máli fyrir þau ungmenni sem eru að velta fyrir sér kynhneigð sinni og kynvitund, eða sem tengjast hinsegin manneskju fjölskylduböndum,“ segir þar. Viðbrögðin og umræðan sem upp spratt í apríl þegar bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti tillögu um þessa fræðslu sýna hins vegar svo ekki verður um villst að fræðslunnar er þörf. Sú þröngsýna heimskuumræða sem þá upphófst og rangfærslur um hugmyndina tóku út yfir allan þjófabálk. Í slíkri orrahríð skiptir máli að fólk standi fast fyrir gegn fordómum og hatursorðræðu og því hárrétt af Samtökunum 78 að kæra einstaklinga fyrir ummæli þeirra í garð hinsegin fólks, líkt og þau gerðu undir lok mánaðarins. Tíu manns voru kærðir fyrir ummæli sín, en sumir fóru mikinn í opnum símatíma Útvarps Sögu og á Facebook-síðu sem stofnuð var til að mótmæla hinsegin fræðslunni. Málfrelsi fylgir líka ábyrgð og ótækt að illa innrættir, eða illa upplýstir, einstaklingar vaði fram með árásum á minnihlutahópa. Gildir þá einu hver verður fyrir óhróðrinum. Í Árborg eiga bæjarfulltrúarnir sem að tillögunni standa ekki von á öðru en að hún renni auðveldlega í gegn. Enda er það svo að ekki er um annað að ræða en tillögu um að hefja einhverja vegferð, endanleg útfærsla er eftir. Sama staða er uppi í Kópavogi þar sem menntasviði hefur verið falið að vinna umsögn og koma með tillögu (og kostnaðaráætlun) um útfærsluna. Fræðsla vinnur á fordómum og óskandi að árangur af verkefni sem þessu verði sem bestur þannig að mannlífið fái blómstrað. Miðað við orðræðu hér og hvar væri kannski ekki heldur úr vegi að efla fjölmenningarfræðslu. Fólk er alls konar og í fjölbreytileikanum felast bæði tækifæri og fegurð, meðan einsleitnin ber í sér geldingu andans. Kannski er sérstakt rannsóknarefni hvar þessa þjóð hefur borið af leið í umburðarlyndi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óli Kr. Ármannsson Mest lesið Hvenær nær Bitcoin $1,000,000? Víkingur Hauksson Skoðun „Hækkar bara og hækkar“ Hjalti Þórisson Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun Réttlæti Hallgríms Helgasonar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Hversu góð eru laun lækna? Teitur Ari Theodórsson Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir Skoðun Hvers virði er líf kvenna? Brynhildur Björnsdóttir Skoðun Ég er alveg nógu verðmæt eins og ég er! Ragnheiður Stephensen Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Anton Berg Sævarsson Skoðun
Síðdegis í gær tók bæjarstjórn Árborgar til umræðu tillögu bæjarfulltrúa Bjartrar framtíðar og Samfylkingarinnar um að farið verði í átak í eflingu hinsegin fræðslu í grunnskólum sveitarfélagsins. Deginum áður samþykkti bæjarstjórn Kópavogsbæjar að ráðast í átak til að efla hinsegin fræðslu í grunnskólum bæjarins. Um miðjan apríl reið bæjarstjórn Hafnarfjarðar á vaðið þegar hún samþykkti að efla hinsegin fræðslu í skólum bæjarins í samstarfi við Samtökin 78. Áður hafði Reykjavíkurborg reyndar átt í samstarfi við samtökin um samstarf tengt fræðslu í skólum og fagstéttum borgarinnar, en ekki undir jafn afgerandi formerkjum og nú. Framtakið er þarft og vonandi taka fleiri bæjar- og sveitarfélög við sér í þessum efnum. Í greinargerð þeirri sem lögð er fram með tillögunni í Árborg kemur fram að fræðsla og upplýst umræða um hinsegin málefni sé án efa mikilvægur þáttur í að draga úr fordómum og hatursfullri orðræðu gagnvart hinsegin fólki. „Fræðsla og upplýst umræða skiptir jafnframt gríðarlegu máli fyrir þau ungmenni sem eru að velta fyrir sér kynhneigð sinni og kynvitund, eða sem tengjast hinsegin manneskju fjölskylduböndum,“ segir þar. Viðbrögðin og umræðan sem upp spratt í apríl þegar bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti tillögu um þessa fræðslu sýna hins vegar svo ekki verður um villst að fræðslunnar er þörf. Sú þröngsýna heimskuumræða sem þá upphófst og rangfærslur um hugmyndina tóku út yfir allan þjófabálk. Í slíkri orrahríð skiptir máli að fólk standi fast fyrir gegn fordómum og hatursorðræðu og því hárrétt af Samtökunum 78 að kæra einstaklinga fyrir ummæli þeirra í garð hinsegin fólks, líkt og þau gerðu undir lok mánaðarins. Tíu manns voru kærðir fyrir ummæli sín, en sumir fóru mikinn í opnum símatíma Útvarps Sögu og á Facebook-síðu sem stofnuð var til að mótmæla hinsegin fræðslunni. Málfrelsi fylgir líka ábyrgð og ótækt að illa innrættir, eða illa upplýstir, einstaklingar vaði fram með árásum á minnihlutahópa. Gildir þá einu hver verður fyrir óhróðrinum. Í Árborg eiga bæjarfulltrúarnir sem að tillögunni standa ekki von á öðru en að hún renni auðveldlega í gegn. Enda er það svo að ekki er um annað að ræða en tillögu um að hefja einhverja vegferð, endanleg útfærsla er eftir. Sama staða er uppi í Kópavogi þar sem menntasviði hefur verið falið að vinna umsögn og koma með tillögu (og kostnaðaráætlun) um útfærsluna. Fræðsla vinnur á fordómum og óskandi að árangur af verkefni sem þessu verði sem bestur þannig að mannlífið fái blómstrað. Miðað við orðræðu hér og hvar væri kannski ekki heldur úr vegi að efla fjölmenningarfræðslu. Fólk er alls konar og í fjölbreytileikanum felast bæði tækifæri og fegurð, meðan einsleitnin ber í sér geldingu andans. Kannski er sérstakt rannsóknarefni hvar þessa þjóð hefur borið af leið í umburðarlyndi.