Loksins farinn að æfa aukalega Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. maí 2015 06:15 Sigurður Egill Lárusson Sigurður Egill Lárusson er leikmaður 3. umferðar Pepsi-deildar karla að mati Fréttablaðsins en hann átti stórleik í 2-0 sigri Vals á FH á sunnudaginn. „Þetta var frábær dagur og nánast fullkominn leikur,“ sagði Sigurður í samtali við Fréttablaðið í gær en hann skoraði bæði mörk Vals í leiknum og hefur því komið með beinum hætti að öllum fjórum mörkum Valsmanna á tímabilinu en hann lagði upp bæði mörkin í 2-2 jafntefli við Víking í 2. umferðinni. Sigurður segir að leikáætlun Valsmanna gengið fullkomlega upp.Lengsta æfing sem ég man eftir „Það var lykilatriði að fá ekki á sig mark í fyrri hálfleik þegar þeir voru með vindinn í bakið. Við vörðumst gríðarlega vel og þeir sköpuðu sér lítið. Svo nýttum við okkur vindinn í seinni hálfleik og fengum fullt af færum og nýttum tvö þeirra,“ sagði Sigurður en kom frammistaðan honum á óvart? „Í rauninni ekki. Mér fannst leikurinn á móti Víkingi virkilega góður og við ætluðum að byggja ofan á hann. Svo þekkir Óli (Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals) vel til FH-liðsins og hann lagði leikinn vel upp. Fyrir leikinn tókum við einhverja lengstu æfingu sem ég man eftir, þar sem við fórum yfir FH-liðið og sérstaklega föstu leikatriðin,“ sagði Sigurður en fjögur af fimm mörkum sem Valur hafði fengið á sig komu eftir uppsett atriði. Eins og fyrr sagði hefur Sigurður, sem er uppalinn Víkingur, byrjað tímabilið af miklum krafti og er þegar búinn að tvöfalda markafjölda sinn síðan í fyrra. Hann segist hafa æft vel í vetur. „Ég hef sjaldan verið í eins góðu formi og núna. Maður er loksins farinn að æfa aðeins aukalega og leggja meira á sig. Og það virðist vera að skila sér,“ sagði Sigurður sem líður best á hægri kantinum. „Mér líður vel þegar ég er kominn á hægri kantinn og get keyrt inn á völlinn en annars er ég ekki að spila öðruvísi en síðustu ár,“ sagði Sigurður sem er á sínu þriðja tímabili með Val.Evrópusætið er markmiðið En hversu langt getur Valsliðið farið í sumar að mati Sigurðar? „Ég hef trú á liðinu og við ætlum okkur að vera í toppbaráttu. Við settum okkur markmið fyrir mót að berjast um Evrópusæti.“ Valsmenn sækja Breiðablik heim í kvöld en þá fer heil umferð fram. Sigurður býst við erfiðum leik gegn Kópavogsliðinu sem er með þrjú stig eftir fyrstu þrjár umferðirnar. „Við erum að fara að mæta sterku liði Blika sem við lágum illa fyrir í átta-liða úrslitum Lengjubikarnum fyrir um mánuði síðan. Við eigum harma að hefna gegn þeim,“ sagði Sigurður Egill Lárusson að lokum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Gary sem stal jólunum Enski boltinn Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti City ætlar að kaupa í janúar Enski boltinn Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Fótbolti Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Sigurður Egill Lárusson er leikmaður 3. umferðar Pepsi-deildar karla að mati Fréttablaðsins en hann átti stórleik í 2-0 sigri Vals á FH á sunnudaginn. „Þetta var frábær dagur og nánast fullkominn leikur,“ sagði Sigurður í samtali við Fréttablaðið í gær en hann skoraði bæði mörk Vals í leiknum og hefur því komið með beinum hætti að öllum fjórum mörkum Valsmanna á tímabilinu en hann lagði upp bæði mörkin í 2-2 jafntefli við Víking í 2. umferðinni. Sigurður segir að leikáætlun Valsmanna gengið fullkomlega upp.Lengsta æfing sem ég man eftir „Það var lykilatriði að fá ekki á sig mark í fyrri hálfleik þegar þeir voru með vindinn í bakið. Við vörðumst gríðarlega vel og þeir sköpuðu sér lítið. Svo nýttum við okkur vindinn í seinni hálfleik og fengum fullt af færum og nýttum tvö þeirra,“ sagði Sigurður en kom frammistaðan honum á óvart? „Í rauninni ekki. Mér fannst leikurinn á móti Víkingi virkilega góður og við ætluðum að byggja ofan á hann. Svo þekkir Óli (Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals) vel til FH-liðsins og hann lagði leikinn vel upp. Fyrir leikinn tókum við einhverja lengstu æfingu sem ég man eftir, þar sem við fórum yfir FH-liðið og sérstaklega föstu leikatriðin,“ sagði Sigurður en fjögur af fimm mörkum sem Valur hafði fengið á sig komu eftir uppsett atriði. Eins og fyrr sagði hefur Sigurður, sem er uppalinn Víkingur, byrjað tímabilið af miklum krafti og er þegar búinn að tvöfalda markafjölda sinn síðan í fyrra. Hann segist hafa æft vel í vetur. „Ég hef sjaldan verið í eins góðu formi og núna. Maður er loksins farinn að æfa aðeins aukalega og leggja meira á sig. Og það virðist vera að skila sér,“ sagði Sigurður sem líður best á hægri kantinum. „Mér líður vel þegar ég er kominn á hægri kantinn og get keyrt inn á völlinn en annars er ég ekki að spila öðruvísi en síðustu ár,“ sagði Sigurður sem er á sínu þriðja tímabili með Val.Evrópusætið er markmiðið En hversu langt getur Valsliðið farið í sumar að mati Sigurðar? „Ég hef trú á liðinu og við ætlum okkur að vera í toppbaráttu. Við settum okkur markmið fyrir mót að berjast um Evrópusæti.“ Valsmenn sækja Breiðablik heim í kvöld en þá fer heil umferð fram. Sigurður býst við erfiðum leik gegn Kópavogsliðinu sem er með þrjú stig eftir fyrstu þrjár umferðirnar. „Við erum að fara að mæta sterku liði Blika sem við lágum illa fyrir í átta-liða úrslitum Lengjubikarnum fyrir um mánuði síðan. Við eigum harma að hefna gegn þeim,“ sagði Sigurður Egill Lárusson að lokum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Gary sem stal jólunum Enski boltinn Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti City ætlar að kaupa í janúar Enski boltinn Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Fótbolti Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira