Með heimsmet í bakpokanum Rikka skrifar 22. maí 2015 10:15 Vilborg Arna Gissurardóttir Vísir/Einkasafn Vilborg Arna Gissurardóttir setti heimsmet þegar hún gekk ein fyrst kvenna á suðurpólinn. Annað heimsmet setti hún svo þegar hún gekk án leiðsögumanns og súrefnis upp á Cho Oyu, sjötta hæsta fjall í heimi. Vilborg er nýkomin heim frá Nepal og segir okkur sína sögu. Vilborg Arna er alin upp í Reykjavík en var svo lánsöm að eyða stórum hluta æskunnar hjá ömmu sinni og afa á Vestfjörðum. „Ég man að þegar ég var lítil langaði mig alltaf svo mikið til þess að eignast gönguskó og fara í fjallgöngur þrátt fyrir að enginn í fjölskyldunni stundaði útivist að neinu marki, þannig að ég var alls ekki alin upp á fjöllum eins og margir halda,“ segir Vilborg. Sem unglingur var Vilborg týnd, eins og hún segir sjálf, og segist ekki hafa fundið sig á þessari hefðbundnu leið sem flestir feta. „Ég var með brotna sjálfsmynd og fannst skóli ekki vera fyrir mig. Á þessum tíma var ég nokkrum sinnum rekin úr námi, hreinlega af því ég vildi ekki vera í skóla. Mér gekk vel að læra en hafði engan áhuga.“ Það fór þó ekki svo að Vilborg fyndi ekki sína leið að lokum en fjallganga á hæsta tind landsins breytti sýn hennar á lífið til frambúðar. „Þegar ég var tuttugu og tveggja ára þá gekk ég á Hvannadalshnúk og má segja að það hafi verið algjör vendipunktur í lífi mínu. Það var í fyrsta skiptið sem ég vann einhvern persónulegan sigur í langan tíma. Mig langaði að vera eins og þessir strákar sem leiðbeindu okkur á toppinn. Þetta var dagurinn sem breytti lífinu.“ Í framhaldinu fór Vilborg í björgunarsveit og kláraði þar tveggja ára nám með prýði. „Ég fann að þarna var ég komin á heimavöll, þetta lá allt vel fyrir mér og þetta var í fyrsta skipti sem ég kláraði eitthvað. Þarna var ég tuttugu og fimm ára og loksins komin á rétta braut að mínu mati.“ Þegar Vilborg uppgötvaði styrkinn til að klára þau verkefni sem hún tók að sér fann hún fyrir fítonskrafti og dreif sig í háskólanám. „Ég kláraði ferðamálafræði og tók svo MBA-nám í kjölfarið. Ég var bara komin með svo mikinn metnað á þessum tímapunkti að ég lifði fyrir áskoranir,“ segir Vilborg og bætir við að allir geti eitthvað en það séu ekki allir sem viti hvað þeir geti nema að prófa.“Vísir/VilhelmHenti örygginu frá sér Eftir námið fékk Vilborg draumavinnu hjá Kötlu jarðvangi sem er hluti af alþjóðlegu UNESCO-neti en innst inni vissi hún að hennar beið eitthvað stærra og meira. „Ég var svo til nýkomin í starfið þegar ég fann að ég hreinlega yrði að ganga á suðurpólinn. Fyrst um sinn þorði ég ekki að segja neinum frá þessum stóra draumi. Hugmyndin hafði komið til mín fyrir 10 árum í gegnum bókalestur eins og flestallar aðrar hugmyndir sem koma til mín. Bókin sem hafði áhrif á mig var um fyrstu íslensku pólfarana. Einn af þeim, Haraldur Örn, er mikill félagi minn og var hann sá fyrsti sem fékk vitneskju um þetta stóra markmið mitt. Þar sem hann hafði sjálfur farið þessa leið sýndi hann mér mikinn skilning og gaf mér styrk til að halda áfram. Ég vissi að ef ég segði einhverjum, sem ég bæri mikla virðingu fyrir, frá áætlun minni yrði það mér hvatning því ég vissi að ef ég myndi ekki segja frá því þá væri svo auðvelt að hætta við.“ Vilborg ákvað að segja starfinu lausu sem hún var nýbúin að ráða sig í og tók hana tvo mánuði að fá. Hún fann í hjarta sér að þessa leið yrði hún að feta. „Þetta var draumur sem ég þurfti að láta rætast og ég henti frá mér öllu fyrir þetta, öruggu umhverfi og tekjum. Persónulega hafði ég ekki ráð á ferðinni og þurfti að sækja mér styrki en það var ákveðin áskorun þar sem ég féll ekki að þessari hefðbundnu staðalímynd. Þarna var komin lítil ljóshærð stelpa sem ætlaði að labba ein á pólinn, ég fékk oft mjög skondin viðbrögð,“ segir Vilborg og hlær. Með þrautseigju, ákveðni og sterkri framtíðarsýn tókst Vilborgu ætlunarverk sitt og safnaði nægilega miklu fé fyrir ferðinni. Þegar Vilborg er spurð að því hvort það hafi ekki verið erfitt að ganga þessa tæpa tólf hundruð kílómetra ein síns liðs segir hún að undirbúningurinn hafi skipt höfuðmáli þegar kom að einverunni. „Ég bjó mér til heim og hugsjón sem ég fylgdi og var búin að undirbúa áður en ég lagði af stað. Auðvitað komu erfiðir tímar, á köflum var nístandi kuldi, tjaldstöngin brotnaði og ýmsir aðrir hlutir sem þurfti að bregðast hratt við. Varðandi einsemdina þá hef ég verið miklu meira einmana í aðstæðum innan um fólk heldur en þarna.“ Vilborg lagði allt í sölurnar fyrir þessa ferð og það síðasta sem var í boði var að gefast upp. „Ég var búin að leggja allt undir og vissi að ef ég hætti við þá myndi ekkert rætast í kjölfarið sem ég hafði stefnt á, það vill enginn hlusta á „wannabe“ pólfara tala eða segja sögu sína.“ Vilborg kláraði pólgönguna með sóma og varð fyrsti Íslendingurinn til þess að fara þessa leið einn og fyrsta konan í heiminum til þess að ljúka þessum áfanga.Vísir/EinkasafnDraumurinn um Everest Vilborg er nýkomin heim úr erfiðri ferð frá Nepal. Þar ætlaði hún sér að reyna við hæsta fjall heims, Everest, í annað sinn en þurfti frá að hverfa vegna mikilla jarðskjálfta sem riðu yfir landið. Í fyrra skiptið féll stórt snjóflóð í fjallinu sem olli töluverðu manntjóni, meðal annars voru það félagar Vilborgar sem fórust. „Ég vaknaði upp við snjóflóðið í tjaldinu mínu, það voru þrír sérpar úr mínum hóp sem fórust. Þetta var allt hálf óraunverulegt og óhugnanlegt. Í kjölfar snjóflóðsins kom upp mikill pólitískur ágreiningur um hag sérpa. Þetta fólk sem vinnur þarna hefur að litlu öðru að hverfa. Þeir eru ekki bara búnir að missa félaga sína heldur einnig tekjur. Það er erfitt að horfa upp á þetta og geta ekkert gert í rauninni. Þetta var mjög átakanlegt tímabil og þurfti ég að leita mér áfallahjálpar þegar ég kom heim en fann það mjög sterkt að ég þurfti að snúa aftur um leið og fjallið opnaðist á ný,“ segir Vilborg. Í ágúst sama ár sneri Vilborg til baka á sömu slóðir og nú til að reyna við fjallið Cho Oyu sem er 8.201 m hátt. „Markmiðið var fyrst og fremst að fara á bak aftur, hitta fólkið sem ég hafði kynnst og horfast í augu við þetta áfall sem ég hafði orðið fyrir. Ég vissi að ef ég drifi mig ekki af stað þá myndi ég aldrei láta verða af því að fara aftur á þessar slóðir.“ Vilborg fór á fjallið á eigin vegum, án leiðsögumanna og súrefnis. Félagi hennar sem fór upphaflega með henni þurfti frá að hverfa vegna veikinda en Vilborg ákvað að reyna ein við fjallið. „Þessi ferð leiddi til míns stærsta sigurs og ég náði að toppa fjallið. Þegar ég kom heim komst ég að því að um leið og ég steig á toppinn á fjallinu setti ég heimsmet. Ég varð fyrsta konan og eina konan í heiminum sem hefur bæði gengið ein á pól og klifið 8.000 m tind ein. Bara það að horfast í augu við það sem maður stendur frammi fyrir veitir manni styrk og er að mínu viti góð leið til að leysa vandamálin sem fyrir liggja.“ Eftir þessa sigurgöngu varð Vilborg staðráðnari en áður í að reyna við Everest á ný.Vilborg ásamt sambýlismanni sínumVísir/EinkasafnTilviljun ræður för Undirbúningurinn undir ferðina gekk vonum framar. Vilborg hafði sjaldan verið eins tilbúin fyrir nokkurt verkefni eins og að klífa þetta hæsta fjall heims. „Ég var í banastuði og aðlagaðist vel í fjallinu. Það var ekkert sem stóð í veginum fyrir því að allt myndi ganga upp eins best væri á kosið, en allt kom fyrir ekki.“ Þegar Vilborg og félagar hennar voru komin í fyrstu búðir, sem eru í sex þúsund metra hæð, gerðist hið óraunverulega að harður jarðskjálfti reið yfir svæðið og olli bæði miklum skemmdum og manntjóni. „Það eru margar tilviljanir sem ráða því að ég og aðrir erum á lífi í dag. Ef flestir þeir sem voru í fyrstu búðum hefðu verið í grunnbúðunum hefðu fleiri farist, það svæði fór mjög illa vegna mikilla flóða.“ Þegar Vilborg er spurð að því hvort hún sé ekki búin að fá nóg og ætli að leggja drauminn um að klífa Everest á hilluna svarar hún að það sé ómögulegt að ákveða það eins og er en enginn viti hvað framtíðin beri í skauti sér. Eitt er þó víst að Vilborg Arna er hvergi nærri hætt og hver veit nema hún bæti fleiri heimsmetum í bakpokann.Vilborg að lokinni suðurpólsgöngu. Jarðskjálfti í Nepal Lífið Nepal Vilborg Arna Tengdar fréttir Eyðileggingin stingur í hjartað "Það hafa verið mikil læti í fjöllunum í kring og maður hrekkur við af minnsta tilefni,“ segir Vilborg Arna Gissurardóttir sem heldur til Katmandú, höfuðborgar Nepal, á morgun. 2. maí 2015 12:10 Vilborg komin óhult í grunnbúðirnar Senda þyrlur á alla fjallgöngumenn í búðum eitt. 26. apríl 2015 18:55 Vilborg fer í fyrstu aðlögunarferðina "Þetta er stórkostlegt og ógnvekjandi í senn. Maður er ansi lítill í þessu umhverfi og farið er eftir leikreglum náttúrunnar.“ 24. apríl 2015 10:03 Vilborg gerir aðra atlögu að Everest Ári eftir að Vilborg Arna hætti við að klifra á hæsta tind heims eftir snjóflóð ætlar hún að reyna aftur. 13. október 2014 12:41 Vilborg sátt en svöng eftir leiðangurinn Vilborg Arna Gissurardóttir, pólfari, komst upp á sjötta hæsta fjallatind heims síðastliðinn fimmtudag, tind fjallsins Cho Oyu í Tíbet. 5. október 2014 13:19 Vilborg um snjóflóðið á Everest: „Grúfðum okkur niður og óskuðum þess heitast að það næði ekki til okkar“ "Það ríkir algjört neyðarástand hér í Nepal. Hjarta mitt slær með þeim sem eiga um sárt að binda, misst hafa heimili og ástvini,“ segir Vilborg Arna Gissurardóttir. 28. apríl 2015 10:11 Án súrefnis á sjötta hæsta tindinn Vilborg Arna Gissurardóttir og vinur hennar Atli Pálsson hefja á miðvikudaginn leiðangur upp fjallið Cho You í Tíbet, sjötta hæsta fjall jarðarinnar. 1. september 2014 14:39 Vilborg Arna lögð af stað upp Everest Segir erfiðara að fara upp núna en í fyrra, en hún er á leið til grunnbúðanna. 5. apríl 2015 16:27 Vilborg útilokar að fara á topp Everest í ár "Þetta er auðvitað gífurlegt áfall,“ sagði Vilborg í hádegisfréttum Bylgjunnar sem má hlusta á inni í fréttinni. 28. apríl 2015 13:38 Vilborg kemst loksins í sturtu "Hér í Town Base Camp gengur allt sinn vanagang,“ skrifar Vilborg Arna Gissurardóttir á bloggsíðu sinni í gær en hún er komin í grunnbúðir Everest. 15. apríl 2015 14:05 Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira
Vilborg Arna Gissurardóttir setti heimsmet þegar hún gekk ein fyrst kvenna á suðurpólinn. Annað heimsmet setti hún svo þegar hún gekk án leiðsögumanns og súrefnis upp á Cho Oyu, sjötta hæsta fjall í heimi. Vilborg er nýkomin heim frá Nepal og segir okkur sína sögu. Vilborg Arna er alin upp í Reykjavík en var svo lánsöm að eyða stórum hluta æskunnar hjá ömmu sinni og afa á Vestfjörðum. „Ég man að þegar ég var lítil langaði mig alltaf svo mikið til þess að eignast gönguskó og fara í fjallgöngur þrátt fyrir að enginn í fjölskyldunni stundaði útivist að neinu marki, þannig að ég var alls ekki alin upp á fjöllum eins og margir halda,“ segir Vilborg. Sem unglingur var Vilborg týnd, eins og hún segir sjálf, og segist ekki hafa fundið sig á þessari hefðbundnu leið sem flestir feta. „Ég var með brotna sjálfsmynd og fannst skóli ekki vera fyrir mig. Á þessum tíma var ég nokkrum sinnum rekin úr námi, hreinlega af því ég vildi ekki vera í skóla. Mér gekk vel að læra en hafði engan áhuga.“ Það fór þó ekki svo að Vilborg fyndi ekki sína leið að lokum en fjallganga á hæsta tind landsins breytti sýn hennar á lífið til frambúðar. „Þegar ég var tuttugu og tveggja ára þá gekk ég á Hvannadalshnúk og má segja að það hafi verið algjör vendipunktur í lífi mínu. Það var í fyrsta skiptið sem ég vann einhvern persónulegan sigur í langan tíma. Mig langaði að vera eins og þessir strákar sem leiðbeindu okkur á toppinn. Þetta var dagurinn sem breytti lífinu.“ Í framhaldinu fór Vilborg í björgunarsveit og kláraði þar tveggja ára nám með prýði. „Ég fann að þarna var ég komin á heimavöll, þetta lá allt vel fyrir mér og þetta var í fyrsta skipti sem ég kláraði eitthvað. Þarna var ég tuttugu og fimm ára og loksins komin á rétta braut að mínu mati.“ Þegar Vilborg uppgötvaði styrkinn til að klára þau verkefni sem hún tók að sér fann hún fyrir fítonskrafti og dreif sig í háskólanám. „Ég kláraði ferðamálafræði og tók svo MBA-nám í kjölfarið. Ég var bara komin með svo mikinn metnað á þessum tímapunkti að ég lifði fyrir áskoranir,“ segir Vilborg og bætir við að allir geti eitthvað en það séu ekki allir sem viti hvað þeir geti nema að prófa.“Vísir/VilhelmHenti örygginu frá sér Eftir námið fékk Vilborg draumavinnu hjá Kötlu jarðvangi sem er hluti af alþjóðlegu UNESCO-neti en innst inni vissi hún að hennar beið eitthvað stærra og meira. „Ég var svo til nýkomin í starfið þegar ég fann að ég hreinlega yrði að ganga á suðurpólinn. Fyrst um sinn þorði ég ekki að segja neinum frá þessum stóra draumi. Hugmyndin hafði komið til mín fyrir 10 árum í gegnum bókalestur eins og flestallar aðrar hugmyndir sem koma til mín. Bókin sem hafði áhrif á mig var um fyrstu íslensku pólfarana. Einn af þeim, Haraldur Örn, er mikill félagi minn og var hann sá fyrsti sem fékk vitneskju um þetta stóra markmið mitt. Þar sem hann hafði sjálfur farið þessa leið sýndi hann mér mikinn skilning og gaf mér styrk til að halda áfram. Ég vissi að ef ég segði einhverjum, sem ég bæri mikla virðingu fyrir, frá áætlun minni yrði það mér hvatning því ég vissi að ef ég myndi ekki segja frá því þá væri svo auðvelt að hætta við.“ Vilborg ákvað að segja starfinu lausu sem hún var nýbúin að ráða sig í og tók hana tvo mánuði að fá. Hún fann í hjarta sér að þessa leið yrði hún að feta. „Þetta var draumur sem ég þurfti að láta rætast og ég henti frá mér öllu fyrir þetta, öruggu umhverfi og tekjum. Persónulega hafði ég ekki ráð á ferðinni og þurfti að sækja mér styrki en það var ákveðin áskorun þar sem ég féll ekki að þessari hefðbundnu staðalímynd. Þarna var komin lítil ljóshærð stelpa sem ætlaði að labba ein á pólinn, ég fékk oft mjög skondin viðbrögð,“ segir Vilborg og hlær. Með þrautseigju, ákveðni og sterkri framtíðarsýn tókst Vilborgu ætlunarverk sitt og safnaði nægilega miklu fé fyrir ferðinni. Þegar Vilborg er spurð að því hvort það hafi ekki verið erfitt að ganga þessa tæpa tólf hundruð kílómetra ein síns liðs segir hún að undirbúningurinn hafi skipt höfuðmáli þegar kom að einverunni. „Ég bjó mér til heim og hugsjón sem ég fylgdi og var búin að undirbúa áður en ég lagði af stað. Auðvitað komu erfiðir tímar, á köflum var nístandi kuldi, tjaldstöngin brotnaði og ýmsir aðrir hlutir sem þurfti að bregðast hratt við. Varðandi einsemdina þá hef ég verið miklu meira einmana í aðstæðum innan um fólk heldur en þarna.“ Vilborg lagði allt í sölurnar fyrir þessa ferð og það síðasta sem var í boði var að gefast upp. „Ég var búin að leggja allt undir og vissi að ef ég hætti við þá myndi ekkert rætast í kjölfarið sem ég hafði stefnt á, það vill enginn hlusta á „wannabe“ pólfara tala eða segja sögu sína.“ Vilborg kláraði pólgönguna með sóma og varð fyrsti Íslendingurinn til þess að fara þessa leið einn og fyrsta konan í heiminum til þess að ljúka þessum áfanga.Vísir/EinkasafnDraumurinn um Everest Vilborg er nýkomin heim úr erfiðri ferð frá Nepal. Þar ætlaði hún sér að reyna við hæsta fjall heims, Everest, í annað sinn en þurfti frá að hverfa vegna mikilla jarðskjálfta sem riðu yfir landið. Í fyrra skiptið féll stórt snjóflóð í fjallinu sem olli töluverðu manntjóni, meðal annars voru það félagar Vilborgar sem fórust. „Ég vaknaði upp við snjóflóðið í tjaldinu mínu, það voru þrír sérpar úr mínum hóp sem fórust. Þetta var allt hálf óraunverulegt og óhugnanlegt. Í kjölfar snjóflóðsins kom upp mikill pólitískur ágreiningur um hag sérpa. Þetta fólk sem vinnur þarna hefur að litlu öðru að hverfa. Þeir eru ekki bara búnir að missa félaga sína heldur einnig tekjur. Það er erfitt að horfa upp á þetta og geta ekkert gert í rauninni. Þetta var mjög átakanlegt tímabil og þurfti ég að leita mér áfallahjálpar þegar ég kom heim en fann það mjög sterkt að ég þurfti að snúa aftur um leið og fjallið opnaðist á ný,“ segir Vilborg. Í ágúst sama ár sneri Vilborg til baka á sömu slóðir og nú til að reyna við fjallið Cho Oyu sem er 8.201 m hátt. „Markmiðið var fyrst og fremst að fara á bak aftur, hitta fólkið sem ég hafði kynnst og horfast í augu við þetta áfall sem ég hafði orðið fyrir. Ég vissi að ef ég drifi mig ekki af stað þá myndi ég aldrei láta verða af því að fara aftur á þessar slóðir.“ Vilborg fór á fjallið á eigin vegum, án leiðsögumanna og súrefnis. Félagi hennar sem fór upphaflega með henni þurfti frá að hverfa vegna veikinda en Vilborg ákvað að reyna ein við fjallið. „Þessi ferð leiddi til míns stærsta sigurs og ég náði að toppa fjallið. Þegar ég kom heim komst ég að því að um leið og ég steig á toppinn á fjallinu setti ég heimsmet. Ég varð fyrsta konan og eina konan í heiminum sem hefur bæði gengið ein á pól og klifið 8.000 m tind ein. Bara það að horfast í augu við það sem maður stendur frammi fyrir veitir manni styrk og er að mínu viti góð leið til að leysa vandamálin sem fyrir liggja.“ Eftir þessa sigurgöngu varð Vilborg staðráðnari en áður í að reyna við Everest á ný.Vilborg ásamt sambýlismanni sínumVísir/EinkasafnTilviljun ræður för Undirbúningurinn undir ferðina gekk vonum framar. Vilborg hafði sjaldan verið eins tilbúin fyrir nokkurt verkefni eins og að klífa þetta hæsta fjall heims. „Ég var í banastuði og aðlagaðist vel í fjallinu. Það var ekkert sem stóð í veginum fyrir því að allt myndi ganga upp eins best væri á kosið, en allt kom fyrir ekki.“ Þegar Vilborg og félagar hennar voru komin í fyrstu búðir, sem eru í sex þúsund metra hæð, gerðist hið óraunverulega að harður jarðskjálfti reið yfir svæðið og olli bæði miklum skemmdum og manntjóni. „Það eru margar tilviljanir sem ráða því að ég og aðrir erum á lífi í dag. Ef flestir þeir sem voru í fyrstu búðum hefðu verið í grunnbúðunum hefðu fleiri farist, það svæði fór mjög illa vegna mikilla flóða.“ Þegar Vilborg er spurð að því hvort hún sé ekki búin að fá nóg og ætli að leggja drauminn um að klífa Everest á hilluna svarar hún að það sé ómögulegt að ákveða það eins og er en enginn viti hvað framtíðin beri í skauti sér. Eitt er þó víst að Vilborg Arna er hvergi nærri hætt og hver veit nema hún bæti fleiri heimsmetum í bakpokann.Vilborg að lokinni suðurpólsgöngu.
Jarðskjálfti í Nepal Lífið Nepal Vilborg Arna Tengdar fréttir Eyðileggingin stingur í hjartað "Það hafa verið mikil læti í fjöllunum í kring og maður hrekkur við af minnsta tilefni,“ segir Vilborg Arna Gissurardóttir sem heldur til Katmandú, höfuðborgar Nepal, á morgun. 2. maí 2015 12:10 Vilborg komin óhult í grunnbúðirnar Senda þyrlur á alla fjallgöngumenn í búðum eitt. 26. apríl 2015 18:55 Vilborg fer í fyrstu aðlögunarferðina "Þetta er stórkostlegt og ógnvekjandi í senn. Maður er ansi lítill í þessu umhverfi og farið er eftir leikreglum náttúrunnar.“ 24. apríl 2015 10:03 Vilborg gerir aðra atlögu að Everest Ári eftir að Vilborg Arna hætti við að klifra á hæsta tind heims eftir snjóflóð ætlar hún að reyna aftur. 13. október 2014 12:41 Vilborg sátt en svöng eftir leiðangurinn Vilborg Arna Gissurardóttir, pólfari, komst upp á sjötta hæsta fjallatind heims síðastliðinn fimmtudag, tind fjallsins Cho Oyu í Tíbet. 5. október 2014 13:19 Vilborg um snjóflóðið á Everest: „Grúfðum okkur niður og óskuðum þess heitast að það næði ekki til okkar“ "Það ríkir algjört neyðarástand hér í Nepal. Hjarta mitt slær með þeim sem eiga um sárt að binda, misst hafa heimili og ástvini,“ segir Vilborg Arna Gissurardóttir. 28. apríl 2015 10:11 Án súrefnis á sjötta hæsta tindinn Vilborg Arna Gissurardóttir og vinur hennar Atli Pálsson hefja á miðvikudaginn leiðangur upp fjallið Cho You í Tíbet, sjötta hæsta fjall jarðarinnar. 1. september 2014 14:39 Vilborg Arna lögð af stað upp Everest Segir erfiðara að fara upp núna en í fyrra, en hún er á leið til grunnbúðanna. 5. apríl 2015 16:27 Vilborg útilokar að fara á topp Everest í ár "Þetta er auðvitað gífurlegt áfall,“ sagði Vilborg í hádegisfréttum Bylgjunnar sem má hlusta á inni í fréttinni. 28. apríl 2015 13:38 Vilborg kemst loksins í sturtu "Hér í Town Base Camp gengur allt sinn vanagang,“ skrifar Vilborg Arna Gissurardóttir á bloggsíðu sinni í gær en hún er komin í grunnbúðir Everest. 15. apríl 2015 14:05 Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira
Eyðileggingin stingur í hjartað "Það hafa verið mikil læti í fjöllunum í kring og maður hrekkur við af minnsta tilefni,“ segir Vilborg Arna Gissurardóttir sem heldur til Katmandú, höfuðborgar Nepal, á morgun. 2. maí 2015 12:10
Vilborg komin óhult í grunnbúðirnar Senda þyrlur á alla fjallgöngumenn í búðum eitt. 26. apríl 2015 18:55
Vilborg fer í fyrstu aðlögunarferðina "Þetta er stórkostlegt og ógnvekjandi í senn. Maður er ansi lítill í þessu umhverfi og farið er eftir leikreglum náttúrunnar.“ 24. apríl 2015 10:03
Vilborg gerir aðra atlögu að Everest Ári eftir að Vilborg Arna hætti við að klifra á hæsta tind heims eftir snjóflóð ætlar hún að reyna aftur. 13. október 2014 12:41
Vilborg sátt en svöng eftir leiðangurinn Vilborg Arna Gissurardóttir, pólfari, komst upp á sjötta hæsta fjallatind heims síðastliðinn fimmtudag, tind fjallsins Cho Oyu í Tíbet. 5. október 2014 13:19
Vilborg um snjóflóðið á Everest: „Grúfðum okkur niður og óskuðum þess heitast að það næði ekki til okkar“ "Það ríkir algjört neyðarástand hér í Nepal. Hjarta mitt slær með þeim sem eiga um sárt að binda, misst hafa heimili og ástvini,“ segir Vilborg Arna Gissurardóttir. 28. apríl 2015 10:11
Án súrefnis á sjötta hæsta tindinn Vilborg Arna Gissurardóttir og vinur hennar Atli Pálsson hefja á miðvikudaginn leiðangur upp fjallið Cho You í Tíbet, sjötta hæsta fjall jarðarinnar. 1. september 2014 14:39
Vilborg Arna lögð af stað upp Everest Segir erfiðara að fara upp núna en í fyrra, en hún er á leið til grunnbúðanna. 5. apríl 2015 16:27
Vilborg útilokar að fara á topp Everest í ár "Þetta er auðvitað gífurlegt áfall,“ sagði Vilborg í hádegisfréttum Bylgjunnar sem má hlusta á inni í fréttinni. 28. apríl 2015 13:38
Vilborg kemst loksins í sturtu "Hér í Town Base Camp gengur allt sinn vanagang,“ skrifar Vilborg Arna Gissurardóttir á bloggsíðu sinni í gær en hún er komin í grunnbúðir Everest. 15. apríl 2015 14:05