Veisla upp á franska vísu Eva Laufey Kjaran skrifar 22. maí 2015 10:00 Vísir/Stöð 2 Makkarónur 125 g möndlumjöl 125 g flórsykur 40 g eggjahvítur matarlitur að eigin vali 40 g eggjahvítur 110 g sykur 2 msk. vatn Sjóðið saman 110 g af sykri og 2 msk. af vatni þar til sírópið hefur náð 110°C hita. Notið kjöthitamæli til þess að mæla hitastigið. Þeytið 40 g af eggjahvítum og bætið sírópinu út í og hrærið í hrærivél þar til marensinn hefur kólnað. Marensinn er klár þegar þið getið hvolft skálinni án þess að hann hreyfist. Sigtið möndlumjöl og flórsykur saman, með því að sigta það saman tryggjum við að mjölið verði eins fínt og best verður á kosið. Blandið 40 g af eggjahvítum út í og hrærið vel í eða þar til þetta verður að góðum möndlumassa. Makkarónur eru sérlega fallegar í öllum regnbogans litum og á þessu stigi bætið þið matarlit við deigið og blandið vel saman. Í lokin bætið þið marensblöndunni saman við í þremur skömmtum og hrærið vel saman með sleif. Hitið ofninn í 110°C. Setjið makkarónudeigið í sprautupoka og sprautið 2–3 cm hnappa með jöfnu millibili á pappírsklædda ofnplötu. Skellið plötunni á borðið 2–3 sinnum, með því að gera það þá losum við um loftbólur sem myndast í deiginu. Kökurnar þurfa að standa í 15–25 mínútur við stofuhita eða þar til þær verða snertiþurrar. Bakið kökurnar í 10–12 mínútur. Ofnar eru auðvitað misjafnir og það er best að athuga með fremstu kökurnar fyrst, ef þær eru enn fastar við bökunarpappírinn þá þarf að baka þær örlítið lengur. Kælið kökurnar áður en þið sprautið kremi á milli botnanna. Súkkulaðifylling með sjávarsalti 50 ml rjómi 100 dökkt súkkulaði 2 msk. smjör gróft salt Hitið rjóma að suðu, takið pottinn af hitanum og bætið söxuðu súkkulaðinu og smjörinu út í rjómann. Leyfið súkkulaðinu að bráðna í rólegheitum og setjið smá salt í lokin. Setjið kremið í sprautupoka og kælið þar til það verður stíft. Sprautið á milli botnanna. Gómsæt og einföld quiche Lorraine. Quiche Lorraine Bökudeig 250 g hveiti 100 g smjör salt á hnífsoddi 75 ml kalt vatn Blandið 250 g af hveiti saman við 100 g af smjöri og brjótið smjörið hægt og rólega saman við hveitið. Bætið salti við og síðan köldu vatni og hnoðið saman í deig. Pakkið deiginu inn í plastfilmu og setjið í ísskáp í 30 mínútur. Fletjið deigið svo út þannig að það sé stærra en bökuformið. Leggið síðan deigið ofan í mótið og formið eftir því. Gatið deigið með gaffli og bakið í 15–20 mínútur í 180°C. Á meðan bökuskelin er í ofninum útbúið þið fyllinguna. 5 egg 430 g sýrður rjómi 1 laukur 200 g pancettapipar Setjið fimm egg í skál og hrærið saman, bætið sýrðum rjóma saman við og kryddið til með pipar. Steikið lauk og pancettu á pönnu þar til pancettan er stökk. Setjið pancettu og lauk í bökubotninn í mótinu og hellið eggjablöndunni yfir. Bakið í ofni við 180°C í 30–35 mínútur. Það er gott að láta bökuna standa í 20 mínútur eða svo áður en hún er skorin í sneiðar því þá verður hún þéttari í sér. Berið bökuna fram með fersku salati og dressingu. Einföld og ljúffeng salatdressing 2 dl ólífuolía 1 dl ferskur sítrónusafi 1 msk. dijon-sinnep maldon-salt pipar Allt sett í krukku og hrist í smá stund, berið strax fram. Eftirréttir Eva Laufey Smákökur Uppskriftir Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið
Makkarónur 125 g möndlumjöl 125 g flórsykur 40 g eggjahvítur matarlitur að eigin vali 40 g eggjahvítur 110 g sykur 2 msk. vatn Sjóðið saman 110 g af sykri og 2 msk. af vatni þar til sírópið hefur náð 110°C hita. Notið kjöthitamæli til þess að mæla hitastigið. Þeytið 40 g af eggjahvítum og bætið sírópinu út í og hrærið í hrærivél þar til marensinn hefur kólnað. Marensinn er klár þegar þið getið hvolft skálinni án þess að hann hreyfist. Sigtið möndlumjöl og flórsykur saman, með því að sigta það saman tryggjum við að mjölið verði eins fínt og best verður á kosið. Blandið 40 g af eggjahvítum út í og hrærið vel í eða þar til þetta verður að góðum möndlumassa. Makkarónur eru sérlega fallegar í öllum regnbogans litum og á þessu stigi bætið þið matarlit við deigið og blandið vel saman. Í lokin bætið þið marensblöndunni saman við í þremur skömmtum og hrærið vel saman með sleif. Hitið ofninn í 110°C. Setjið makkarónudeigið í sprautupoka og sprautið 2–3 cm hnappa með jöfnu millibili á pappírsklædda ofnplötu. Skellið plötunni á borðið 2–3 sinnum, með því að gera það þá losum við um loftbólur sem myndast í deiginu. Kökurnar þurfa að standa í 15–25 mínútur við stofuhita eða þar til þær verða snertiþurrar. Bakið kökurnar í 10–12 mínútur. Ofnar eru auðvitað misjafnir og það er best að athuga með fremstu kökurnar fyrst, ef þær eru enn fastar við bökunarpappírinn þá þarf að baka þær örlítið lengur. Kælið kökurnar áður en þið sprautið kremi á milli botnanna. Súkkulaðifylling með sjávarsalti 50 ml rjómi 100 dökkt súkkulaði 2 msk. smjör gróft salt Hitið rjóma að suðu, takið pottinn af hitanum og bætið söxuðu súkkulaðinu og smjörinu út í rjómann. Leyfið súkkulaðinu að bráðna í rólegheitum og setjið smá salt í lokin. Setjið kremið í sprautupoka og kælið þar til það verður stíft. Sprautið á milli botnanna. Gómsæt og einföld quiche Lorraine. Quiche Lorraine Bökudeig 250 g hveiti 100 g smjör salt á hnífsoddi 75 ml kalt vatn Blandið 250 g af hveiti saman við 100 g af smjöri og brjótið smjörið hægt og rólega saman við hveitið. Bætið salti við og síðan köldu vatni og hnoðið saman í deig. Pakkið deiginu inn í plastfilmu og setjið í ísskáp í 30 mínútur. Fletjið deigið svo út þannig að það sé stærra en bökuformið. Leggið síðan deigið ofan í mótið og formið eftir því. Gatið deigið með gaffli og bakið í 15–20 mínútur í 180°C. Á meðan bökuskelin er í ofninum útbúið þið fyllinguna. 5 egg 430 g sýrður rjómi 1 laukur 200 g pancettapipar Setjið fimm egg í skál og hrærið saman, bætið sýrðum rjóma saman við og kryddið til með pipar. Steikið lauk og pancettu á pönnu þar til pancettan er stökk. Setjið pancettu og lauk í bökubotninn í mótinu og hellið eggjablöndunni yfir. Bakið í ofni við 180°C í 30–35 mínútur. Það er gott að láta bökuna standa í 20 mínútur eða svo áður en hún er skorin í sneiðar því þá verður hún þéttari í sér. Berið bökuna fram með fersku salati og dressingu. Einföld og ljúffeng salatdressing 2 dl ólífuolía 1 dl ferskur sítrónusafi 1 msk. dijon-sinnep maldon-salt pipar Allt sett í krukku og hrist í smá stund, berið strax fram.
Eftirréttir Eva Laufey Smákökur Uppskriftir Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið