Kínverjinn fær í magann þegar hann sér þetta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. maí 2015 06:00 Þrjú met í einu. Kastið hans Helga Sveinssonar á miðvikudagskvöldið var Íslands-, Evrópu- og heimsmet. Hann bætti heimsmetið um tæpa tvo metra. Hér sýnir hann stoltur nýja þrefalda metið sitt. Mynd/Kári jónsson Heimsmeistari 2013 og Evrópumeistari 2014 og nú bæði Heims- og Evrópumethafi eftir risakast í Laugardalnum í fyrrakvöld. Hinn magnaði Ármenningur Helgi Sveinsson sem byrjaði 2015-tímabilið af sögulegum krafti þegar hann kastaði spjótinu 54,62 metra á JJ-móti Ármanns. „Ég var settur út í djúpu laugina því það var tilkynnt án þess að ég vissi af því. Það var því gaman að standa við stóru orðin þess sem setti þetta í fjölmiða,“ gantaðist Helgi með en fyrir mótið var send út fréttatilkynning þar sem því var slegið upp að Helgi ætlaði að reyna við heimsmetið.Gamla heimsmetið frá ÓL 2012 Helgi hefur bætt sig rosalega mikið á stuttum tíma en þegar Kínverjinn Fu Yanlong setti heimsmetið á Ólympíumótinu í London 2012 þá varð Helgi fimmti með persónulegt met upp á 47,61 metra. Nú þremur árum síðar er hann að kasta sjö metrum lengra og tæpum tveimur metrum lengra en Yanlong sem kastaði 52,79 metra fyrir tæpum þremur árum. „Þetta átti ekkert endilega að koma núna samkvæmt uppsettu plani en það er í rauninni ekkert hægt að segja til um það í þessari grein. Þegar það kemur þá bara kemur það,“ segir Helgi. Daninn Jakob Mathiasen var búinn að eiga Evrópumetið síðan í Sydney 2000 þegar hann kastaði 52,74 metra. „Þetta er búið að vera upp á við hjá mér frá byrjun. Ég er búinn að vera kasta svona langt nokkrum sinnum á æfingum og það er gaman að geta yfirfært það af æfingum og inn í keppni. Ég tók þarna bæði Evrópu- og heimsmet sem er mjög gaman,“ segir Helgi sem bætti Íslandsmetið á dögunum þegar hann kastaði 52,69 metra á fyrsta móti sumarsins en þá var hann aðeins tíu sentímetra frá heimsmetinu.Búinn að styrkja sig mikið Helgi viðurkennir að hann hafi verið búinn að bíða spenntur að komast út til að kasta en það er ekki hægt að stunda spjótkastið innanhúss. Þetta var því kannski eins og þegar beljurnar sleppa út á vorin. „Þetta er svolítið þannig tilfinning. Ég er svolítið villtur og vildi taka svolítið mikið á því. Ég er búinn að styrkja mig yfir uppbyggingartímabilið og er rosalega sterkur. Þegar maður ætlar að taka þetta á látum og kröftum þá vill oft ekkert gerast í þessari grein. Svo hittir maður inn á milli á góðu köstin eins og ég hitti á þarna,“ segir Helgi. „Þetta lyftir manni upp á næsta stig og fær mann til að gleyma öllum þessum erfiðu og leiðinlegu æfingum. Svona kvöld gera þetta allt þess virði. Nú ætla ég að setja einhverja stóra gulrót fyrir framan mig sem ég þarf að ná. Mér finnst mjög gaman að gefa mín markmið út og standa við þau. Ég hef náð að standa við þau öll hingað til,“ segir Helgi og það er hægt að votta það. Helgi vissi ekki hvort fréttirnar af heimsmetinu hefðu borist alla leið til Kína. „Ég veit ekki hvort Kínverjinn er búinn að frétta af þessu. Hann fær í magann þegar hann sér þetta,“ segir Helgi og fráfarandi heimsmethafi veit alveg hver Íslendingurinn er því Helgi vann hann á HM í Lyon 2013. „Hann setti metið í London 2012 en metið var búið að standa á undan því í áratug,“ segir Helgi en það er að heyra á honum að það verði ekki eins langt í næsta heimsmet. Helgi hefur þrátt fyrir heimsmet í fyrsta mánuði tímabilsins ekki áhyggjur af því að hann hafi verið að toppa strax í maí. „Ég hef engar áhyggjur því ég á alveg fullt inni. Markmiðið mitt er að vera sá fyrsti sem nær að kasta 60 metra. Það eru enn sex metrar í það en ég á eitthvað inni ennþá. Þegar tæknin skólast til og styrkurinn er til staðar á það eftir að koma mér á óvart hvað spjótið fer langt,“ segir hinn metnaðarfulli spjótkastari sem samkvæmt þessu er hvergi nærri hættur að bæta heimsmetið. „Ég held að þetta verði sumarið,“ sagði Helgi að lokum. Innlendar Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Aron Sig nýr fyrirliði KR Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram ÍBV vann í Grafarvogi Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Viktor Gísli næst bestur á HM Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Sjá meira
Heimsmeistari 2013 og Evrópumeistari 2014 og nú bæði Heims- og Evrópumethafi eftir risakast í Laugardalnum í fyrrakvöld. Hinn magnaði Ármenningur Helgi Sveinsson sem byrjaði 2015-tímabilið af sögulegum krafti þegar hann kastaði spjótinu 54,62 metra á JJ-móti Ármanns. „Ég var settur út í djúpu laugina því það var tilkynnt án þess að ég vissi af því. Það var því gaman að standa við stóru orðin þess sem setti þetta í fjölmiða,“ gantaðist Helgi með en fyrir mótið var send út fréttatilkynning þar sem því var slegið upp að Helgi ætlaði að reyna við heimsmetið.Gamla heimsmetið frá ÓL 2012 Helgi hefur bætt sig rosalega mikið á stuttum tíma en þegar Kínverjinn Fu Yanlong setti heimsmetið á Ólympíumótinu í London 2012 þá varð Helgi fimmti með persónulegt met upp á 47,61 metra. Nú þremur árum síðar er hann að kasta sjö metrum lengra og tæpum tveimur metrum lengra en Yanlong sem kastaði 52,79 metra fyrir tæpum þremur árum. „Þetta átti ekkert endilega að koma núna samkvæmt uppsettu plani en það er í rauninni ekkert hægt að segja til um það í þessari grein. Þegar það kemur þá bara kemur það,“ segir Helgi. Daninn Jakob Mathiasen var búinn að eiga Evrópumetið síðan í Sydney 2000 þegar hann kastaði 52,74 metra. „Þetta er búið að vera upp á við hjá mér frá byrjun. Ég er búinn að vera kasta svona langt nokkrum sinnum á æfingum og það er gaman að geta yfirfært það af æfingum og inn í keppni. Ég tók þarna bæði Evrópu- og heimsmet sem er mjög gaman,“ segir Helgi sem bætti Íslandsmetið á dögunum þegar hann kastaði 52,69 metra á fyrsta móti sumarsins en þá var hann aðeins tíu sentímetra frá heimsmetinu.Búinn að styrkja sig mikið Helgi viðurkennir að hann hafi verið búinn að bíða spenntur að komast út til að kasta en það er ekki hægt að stunda spjótkastið innanhúss. Þetta var því kannski eins og þegar beljurnar sleppa út á vorin. „Þetta er svolítið þannig tilfinning. Ég er svolítið villtur og vildi taka svolítið mikið á því. Ég er búinn að styrkja mig yfir uppbyggingartímabilið og er rosalega sterkur. Þegar maður ætlar að taka þetta á látum og kröftum þá vill oft ekkert gerast í þessari grein. Svo hittir maður inn á milli á góðu köstin eins og ég hitti á þarna,“ segir Helgi. „Þetta lyftir manni upp á næsta stig og fær mann til að gleyma öllum þessum erfiðu og leiðinlegu æfingum. Svona kvöld gera þetta allt þess virði. Nú ætla ég að setja einhverja stóra gulrót fyrir framan mig sem ég þarf að ná. Mér finnst mjög gaman að gefa mín markmið út og standa við þau. Ég hef náð að standa við þau öll hingað til,“ segir Helgi og það er hægt að votta það. Helgi vissi ekki hvort fréttirnar af heimsmetinu hefðu borist alla leið til Kína. „Ég veit ekki hvort Kínverjinn er búinn að frétta af þessu. Hann fær í magann þegar hann sér þetta,“ segir Helgi og fráfarandi heimsmethafi veit alveg hver Íslendingurinn er því Helgi vann hann á HM í Lyon 2013. „Hann setti metið í London 2012 en metið var búið að standa á undan því í áratug,“ segir Helgi en það er að heyra á honum að það verði ekki eins langt í næsta heimsmet. Helgi hefur þrátt fyrir heimsmet í fyrsta mánuði tímabilsins ekki áhyggjur af því að hann hafi verið að toppa strax í maí. „Ég hef engar áhyggjur því ég á alveg fullt inni. Markmiðið mitt er að vera sá fyrsti sem nær að kasta 60 metra. Það eru enn sex metrar í það en ég á eitthvað inni ennþá. Þegar tæknin skólast til og styrkurinn er til staðar á það eftir að koma mér á óvart hvað spjótið fer langt,“ segir hinn metnaðarfulli spjótkastari sem samkvæmt þessu er hvergi nærri hættur að bæta heimsmetið. „Ég held að þetta verði sumarið,“ sagði Helgi að lokum.
Innlendar Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Aron Sig nýr fyrirliði KR Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram ÍBV vann í Grafarvogi Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Viktor Gísli næst bestur á HM Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Sjá meira