Láttu gott af þér leiða Rikka skrifar 1. júní 2015 14:00 visir/getty Talið er að um fjörutíu prósent allra Íslendinga stundi sjálfboðastörf að einhverju leyti og því nokkuð ljóst að þessi störf snerti marga hvort sem það eru sjálfboðaliðar sjálfir eða þeir sem þiggja hjálpina. Flestir sem stunda störfin gera það af hugsjón einni saman, þeirri sterku þörf að hjálpa öðrum sem á þurfa að halda, nú eða til þess að víkka sjóndeildarhringinn og gera eitthvað skemmtilegt. Launin eru víðtæk reynsla auk heilsubætandi áhrifa og þá aðallega andlegra. Nokkur fyrirtæki í Bandaríkjunum hafa tekið upp á þeirri frábæru nýjung að greiða starfsmönnum fyrir að taka að sér verkefni hjá samtökum sem byggja starfsemi sína á þátttöku sjálfboðaliða. Fyrirtækin fá til baka ánægt starfsfólk sem upplifir sig sem hluta af stærri heild, samfélaginu sjálfu.Margt í boði Hér á landi er ýmislegt í boði fyrir þá sem vilja láta gott af sér leiða en nærtækust eru kannski íþróttafélögin sem börn margra hverra eru í. Þar er ýmislegt í boði fyrir þá sem vilja létta undir og gera félögin betri. Þeir sem hafa áhuga á hjálparstörfum geta skráð sig í björgunarsveitir, þar er ýmislegt í boði og mikill lærdómur sem getur fylgt starfinu. Til þess að verða fullgildur meðlimur í björgunarsveitum þarf að læra öll helstu undirstöðuatriðin og standast hæfnispróf til þess að einstaklingar séu fullfærir um að bjarga sér og öðrum í erfiðum aðstæðum. Rauði krossinn, Unicef, Barnaheill og önnur mannúðarsamtök þiggja alla þá hjálp sem þau geta fengið og það sama gildir um samtök eins og Fjölskylduhjálp og Mæðrastyrksnefnd. Dýrin þurfa líka þína hjálp og samtök eins og Dýrahjálp og Kattholt myndu án efa ekki slá hendinni á móti sjálfboðaliðum.Hjálp með smærra sniði Hafir þú ekki tök á því að vera sjálfboðaliði má hugsa verkefnið í smærra sniði. Vantar einhvern í kringum þig hjálp? Hlustaðu á fólkið í kringum þig, bæði heima og í vinnunni. Þeir sem þurfa á hjálp að halda eru kannski nær en þig grunar. Fólk er oft og tíðum óduglegt að biðja um hjálp nema þegar neyðin bankar upp á, vandamálin geta þá oft verið orðin svo stór að erfitt getur verið að leysa þau. Höfum augun og eyrun opin fyrir umhverfinu okkar og látum gott af okkur leiða á hverjum degi, meira að segja eitt lítið bros getur breytt degi einhvers til hins betra. Heilsa Tengdar fréttir Gullni meðalvegurinn Ekkert lát er á vaxandi mittismáli heimsbúa og stefnir í faraldur. Með auknu álagi á vinnumarkaði og í einkalífi virðist fólk frekar sækja í sykurríkara mataræði með fyrrgreindum afleiðingum. 8. maí 2015 14:00 Haldið upp á hamingjuna Hvernig skilgreinir þú þína hamingju? Hvað er það sem eykur hamingju þína? Eru það huglægir eða veraldlegir hlutir eða upplifanir? Staldraðu við og veltu fyrir þér í hverju þín hamingja felist. 29. mars 2015 12:00 Hámarkaðu hollustu fæðunnar sem þú neytir Sumar matvörur passa betur saman og eru til þess fallnar að hármaka næringargildi fæðunnar á meðan aðrar geta dregið úr því. 18. apríl 2015 11:00 Kátust, sterkust, sætust Þeir sem fróðari eru um næringarfræðin en þverskurður þjóðarinnar mæla með því að neytt sé fimm skammta af ávöxtum og grænmeti á dag. En skiptir máli hvort við njótum þeirra í fljótandi eða föstu formi? Kemur þetta ekki allt á sama stað niður hvort sem er? 5. maí 2015 14:00 Ertu alveg bensínlaus? Líður þér stundum eins og allur lífsins kraftur sé úr þér tekinn og að þú standir á krossgötum í lífinu? 21. mars 2015 12:00 Úff, ég er svo útroðin og við það að springa Getur maður raunverulega fitnað á örfáum dögum eins og yfir hátíðirnar? 25. apríl 2015 14:00 Algengasta krabbamein ungra kvenna Í dag er árveknisdagur sortuæxla en tíðni sjúkdómsins hefur aukist á Íslandi á undanförnum árum. Þessi tegund krabbameins hefur verið algengasta krabbameinið hjá ungum konum en nýleg rannsókn leiddi í ljós nýjan áhættuhóp. 6. maí 2015 14:00 Það eina sem við höfum fyrir víst er núið Það er okkur eðlislægt að hugsa um liðinn tíma en hugum við nægilega mikið að núinu? 10. apríl 2015 16:00 Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Fleiri fréttir Eins og að setja bensín á díselbíl „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira
Talið er að um fjörutíu prósent allra Íslendinga stundi sjálfboðastörf að einhverju leyti og því nokkuð ljóst að þessi störf snerti marga hvort sem það eru sjálfboðaliðar sjálfir eða þeir sem þiggja hjálpina. Flestir sem stunda störfin gera það af hugsjón einni saman, þeirri sterku þörf að hjálpa öðrum sem á þurfa að halda, nú eða til þess að víkka sjóndeildarhringinn og gera eitthvað skemmtilegt. Launin eru víðtæk reynsla auk heilsubætandi áhrifa og þá aðallega andlegra. Nokkur fyrirtæki í Bandaríkjunum hafa tekið upp á þeirri frábæru nýjung að greiða starfsmönnum fyrir að taka að sér verkefni hjá samtökum sem byggja starfsemi sína á þátttöku sjálfboðaliða. Fyrirtækin fá til baka ánægt starfsfólk sem upplifir sig sem hluta af stærri heild, samfélaginu sjálfu.Margt í boði Hér á landi er ýmislegt í boði fyrir þá sem vilja láta gott af sér leiða en nærtækust eru kannski íþróttafélögin sem börn margra hverra eru í. Þar er ýmislegt í boði fyrir þá sem vilja létta undir og gera félögin betri. Þeir sem hafa áhuga á hjálparstörfum geta skráð sig í björgunarsveitir, þar er ýmislegt í boði og mikill lærdómur sem getur fylgt starfinu. Til þess að verða fullgildur meðlimur í björgunarsveitum þarf að læra öll helstu undirstöðuatriðin og standast hæfnispróf til þess að einstaklingar séu fullfærir um að bjarga sér og öðrum í erfiðum aðstæðum. Rauði krossinn, Unicef, Barnaheill og önnur mannúðarsamtök þiggja alla þá hjálp sem þau geta fengið og það sama gildir um samtök eins og Fjölskylduhjálp og Mæðrastyrksnefnd. Dýrin þurfa líka þína hjálp og samtök eins og Dýrahjálp og Kattholt myndu án efa ekki slá hendinni á móti sjálfboðaliðum.Hjálp með smærra sniði Hafir þú ekki tök á því að vera sjálfboðaliði má hugsa verkefnið í smærra sniði. Vantar einhvern í kringum þig hjálp? Hlustaðu á fólkið í kringum þig, bæði heima og í vinnunni. Þeir sem þurfa á hjálp að halda eru kannski nær en þig grunar. Fólk er oft og tíðum óduglegt að biðja um hjálp nema þegar neyðin bankar upp á, vandamálin geta þá oft verið orðin svo stór að erfitt getur verið að leysa þau. Höfum augun og eyrun opin fyrir umhverfinu okkar og látum gott af okkur leiða á hverjum degi, meira að segja eitt lítið bros getur breytt degi einhvers til hins betra.
Heilsa Tengdar fréttir Gullni meðalvegurinn Ekkert lát er á vaxandi mittismáli heimsbúa og stefnir í faraldur. Með auknu álagi á vinnumarkaði og í einkalífi virðist fólk frekar sækja í sykurríkara mataræði með fyrrgreindum afleiðingum. 8. maí 2015 14:00 Haldið upp á hamingjuna Hvernig skilgreinir þú þína hamingju? Hvað er það sem eykur hamingju þína? Eru það huglægir eða veraldlegir hlutir eða upplifanir? Staldraðu við og veltu fyrir þér í hverju þín hamingja felist. 29. mars 2015 12:00 Hámarkaðu hollustu fæðunnar sem þú neytir Sumar matvörur passa betur saman og eru til þess fallnar að hármaka næringargildi fæðunnar á meðan aðrar geta dregið úr því. 18. apríl 2015 11:00 Kátust, sterkust, sætust Þeir sem fróðari eru um næringarfræðin en þverskurður þjóðarinnar mæla með því að neytt sé fimm skammta af ávöxtum og grænmeti á dag. En skiptir máli hvort við njótum þeirra í fljótandi eða föstu formi? Kemur þetta ekki allt á sama stað niður hvort sem er? 5. maí 2015 14:00 Ertu alveg bensínlaus? Líður þér stundum eins og allur lífsins kraftur sé úr þér tekinn og að þú standir á krossgötum í lífinu? 21. mars 2015 12:00 Úff, ég er svo útroðin og við það að springa Getur maður raunverulega fitnað á örfáum dögum eins og yfir hátíðirnar? 25. apríl 2015 14:00 Algengasta krabbamein ungra kvenna Í dag er árveknisdagur sortuæxla en tíðni sjúkdómsins hefur aukist á Íslandi á undanförnum árum. Þessi tegund krabbameins hefur verið algengasta krabbameinið hjá ungum konum en nýleg rannsókn leiddi í ljós nýjan áhættuhóp. 6. maí 2015 14:00 Það eina sem við höfum fyrir víst er núið Það er okkur eðlislægt að hugsa um liðinn tíma en hugum við nægilega mikið að núinu? 10. apríl 2015 16:00 Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Fleiri fréttir Eins og að setja bensín á díselbíl „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira
Gullni meðalvegurinn Ekkert lát er á vaxandi mittismáli heimsbúa og stefnir í faraldur. Með auknu álagi á vinnumarkaði og í einkalífi virðist fólk frekar sækja í sykurríkara mataræði með fyrrgreindum afleiðingum. 8. maí 2015 14:00
Haldið upp á hamingjuna Hvernig skilgreinir þú þína hamingju? Hvað er það sem eykur hamingju þína? Eru það huglægir eða veraldlegir hlutir eða upplifanir? Staldraðu við og veltu fyrir þér í hverju þín hamingja felist. 29. mars 2015 12:00
Hámarkaðu hollustu fæðunnar sem þú neytir Sumar matvörur passa betur saman og eru til þess fallnar að hármaka næringargildi fæðunnar á meðan aðrar geta dregið úr því. 18. apríl 2015 11:00
Kátust, sterkust, sætust Þeir sem fróðari eru um næringarfræðin en þverskurður þjóðarinnar mæla með því að neytt sé fimm skammta af ávöxtum og grænmeti á dag. En skiptir máli hvort við njótum þeirra í fljótandi eða föstu formi? Kemur þetta ekki allt á sama stað niður hvort sem er? 5. maí 2015 14:00
Ertu alveg bensínlaus? Líður þér stundum eins og allur lífsins kraftur sé úr þér tekinn og að þú standir á krossgötum í lífinu? 21. mars 2015 12:00
Úff, ég er svo útroðin og við það að springa Getur maður raunverulega fitnað á örfáum dögum eins og yfir hátíðirnar? 25. apríl 2015 14:00
Algengasta krabbamein ungra kvenna Í dag er árveknisdagur sortuæxla en tíðni sjúkdómsins hefur aukist á Íslandi á undanförnum árum. Þessi tegund krabbameins hefur verið algengasta krabbameinið hjá ungum konum en nýleg rannsókn leiddi í ljós nýjan áhættuhóp. 6. maí 2015 14:00
Það eina sem við höfum fyrir víst er núið Það er okkur eðlislægt að hugsa um liðinn tíma en hugum við nægilega mikið að núinu? 10. apríl 2015 16:00