Sumar freistingar Nanna Árnadóttir og íþróttafræðingur skrifa 2. júní 2015 14:00 visir/getty Það er óneitanlega hægt að segja að þegar sumarið nálgast (já það er að koma júní þó svo að það sé enn þá bara 5 stiga hiti) að þá sé oft erfiðara að standast allar gómsætu freistingarnar. Sumrinu fylgja nefnilega oft grillveislur með öllu tilheyrandi, ferðir í ísbúðina og svo mætti lengi telja. Fólk gerir meira af því að hittast eftir vinnu, fara í sund, grilla saman og eru þessir þættir oft hafðir sem afsakanir fyrir hreyfingarleysi á sumrin. Afsakanirnar eru því miður ekkert meira en akkúrat það, afsakanir. Það er ekkert mál að njóta sumarsins án þess að leggjast í kör og vera í enn betra formi þegar haustið kemur.Hollt á grillið Grillmatur þarf ekki að vera óhollur. Þvert á móti getur hann verið mjög holl og næringarrík máltíð. Kryddi maður kjötið sjálfur þá sleppur maður við öll aukaefnin sem fylgja tilbúnum marineringum. Prófið að skipta stóru kartöflunni sem er alltaf fyllt af smjöri út fyrir sætar kartöflur, þær eru gómsætar grillaðar. Salat, maísstöngull eða grillað grænmeti er afbragðskostur fyrir meðlæti. Svo er það sósan. Það þarf ekki alltaf að vera bernaise, piparrjómasósa eða einhver majónesdrulla. Það er hægt að gera mjög hollar og góðar sósur úr hreinu eða grísku jógúrti, góðum kryddjurtum og olíu. Prófið ykkur bara áfram!Ís-staðgengill? Ég viðurkenni það fúslega að það er erfitt að finna staðgengil fyrir ís. Jú, það er hægt að gera eins konar ávaxtakrap heima hjá sér til að svala frostpinnalönguninni. Erfitt er þó að finna eitthvað í staðinn fyrir rjómaísinn. Jógúrtís er vissulega hollari kostur en að mínu mati er það ekki ísinn sem við þurfum endilega að standast enda allt í lagi að fá sér einn lítinn einstaka sinnum. Það er súkkulaðidýfan og hrúgan af namminu sem við setjum ofan á hann.Engin afsökun Auðvitað er gaman að hitta vini sína og fjölskyldu á sumrin og sleikja sólina. Það þarf samt ekki alltaf að liggja eins og skata í sundlauginni eða á pallinum til þess að njóta þeirrar gulu. Fjallgöngur, gönguferðir, hjólatúrar, skokk, sundferðir (og þá meina ég að synda); allt þetta eru frábærar leiðir til þess að njóta samverustunda með vinum og vandamönnum, fá góða hreyfingu í leiðinni og smá lit í kinnarnar. Höfum aðeins meira fyrir hlutunum í sumar, bara aðeins. Þá eyðum við átakshugsuninni og lifum heilbrigðum lífsstíl allan ársins hring! Heilsa Tengdar fréttir Þú þarft að hlaupa í átt að markmiðunum þínum Hvort sem þú ætlar að taka þátt í hlaupakeppni einhvers konar í sumar eða hlaupa þér til skemmtunar þá er núna rétti tíminn til að undirbúa jarðveginn fyrir frábært hlaupasumar með því að setja sér raunhæf og skýr markmið. 21. mars 2015 12:00 Heilsuræktin stunduð úti í sumar! Nú þegar veðrið er okkur loksins hliðhollt þá er um að gera að brjóta upp rútínuna og fara út og hreyfa sig. Það eru ótal leiðir til að nýta nærumhverfið og getur það skilað sér í bættu formi og sálin kætist einnig við sólarljósið og hreina loftið. 15. maí 2015 16:00 Hreyfing eftir barnsburð Það borgar sig að fara varlega af stað í líkamsrækt eftir barnsburð og nauðsynlegt að vita hvað ber að varast þegar byrjað er á ný? Margir brenna sig á því að fara of snemma af stað og af of mikilli ákefð. 13. mars 2015 11:00 Hreyfing í fæðingarorlofinu Flestar konur sem eignast börn eiga erfitt með að koma sér aftur af stað eftir fæðingu. Fæðingarorlofið getur þó nýst til góðs enda margt gott í boði fyrir nýbakaðar mæður og upplagt að hitta aðrar konur í svipaðri stöðu. 22. maí 2015 16:00 „Þú verður að passa þig að verða ekki of mössuð“ Nanna veltir fyrir sér líkamsímynd og vöðvamassa 28. mars 2015 14:00 Tekur vinnustaðurinn þinn þátt? Það er sannað að þeir einstaklingar sem stunda reglulega líkamsrækt eru betri starfsmenn en þeir sem gera það ekki. 11. apríl 2015 10:00 Vendu þig á venjurnar Í síðasta pistli skrifaði ég um brot af þeim venjum sem ég hef tileinkað mér varðandi heilsusamlegan lífsstíl og langar mig að deila með ykkur fleiri ráðum í von um að hvetja ykkur til dáða í áttina að betri heilsu og heilbrigðu hugarfari. 5. maí 2015 11:00 Er til uppskrift að árangri? Það er jákvætt og gott að eiga fyrirmynd sem hvetur mann áfram í lífinu og gefur manni hugmyndir að betra líferni. Skipulag skiptir höfuðmáli þegar hugað er að betri heilsu svo að ekki freistist maður til að narta í óhollustu sem sækir að manni síðla dags 26. apríl 2015 11:00 Einkaþjálfun undir berum himni Nú er sumarið loksins gengið í garð og vel til þess fallið að stunda útivist af kappi. Þau Nanna Árnadóttir og Ásmundur Kr. Símonarson einkaþjálfarar ætla sér að nýta umhverfið og fara af stað með hópþjálfun sem einungis er stunduð utandyra. 15. maí 2015 11:30 Heilbrigð þjóð í framtíðinni? Það þarf að virkja börn til hreyfingar og hvetja þau til heilbrigðs lífsstíls og þar eru foreldrarnir stærstu fyrirmyndirnar. Börn læra það sem fyrir þeim er haft og því er gott að snúa blaðinu við og byrja strax í dag að velja hollari mat og hreyfa sig. 19. apríl 2015 11:00 Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Tapaði miklum peningum í vínbransanum Lífið Fleiri fréttir „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira
Það er óneitanlega hægt að segja að þegar sumarið nálgast (já það er að koma júní þó svo að það sé enn þá bara 5 stiga hiti) að þá sé oft erfiðara að standast allar gómsætu freistingarnar. Sumrinu fylgja nefnilega oft grillveislur með öllu tilheyrandi, ferðir í ísbúðina og svo mætti lengi telja. Fólk gerir meira af því að hittast eftir vinnu, fara í sund, grilla saman og eru þessir þættir oft hafðir sem afsakanir fyrir hreyfingarleysi á sumrin. Afsakanirnar eru því miður ekkert meira en akkúrat það, afsakanir. Það er ekkert mál að njóta sumarsins án þess að leggjast í kör og vera í enn betra formi þegar haustið kemur.Hollt á grillið Grillmatur þarf ekki að vera óhollur. Þvert á móti getur hann verið mjög holl og næringarrík máltíð. Kryddi maður kjötið sjálfur þá sleppur maður við öll aukaefnin sem fylgja tilbúnum marineringum. Prófið að skipta stóru kartöflunni sem er alltaf fyllt af smjöri út fyrir sætar kartöflur, þær eru gómsætar grillaðar. Salat, maísstöngull eða grillað grænmeti er afbragðskostur fyrir meðlæti. Svo er það sósan. Það þarf ekki alltaf að vera bernaise, piparrjómasósa eða einhver majónesdrulla. Það er hægt að gera mjög hollar og góðar sósur úr hreinu eða grísku jógúrti, góðum kryddjurtum og olíu. Prófið ykkur bara áfram!Ís-staðgengill? Ég viðurkenni það fúslega að það er erfitt að finna staðgengil fyrir ís. Jú, það er hægt að gera eins konar ávaxtakrap heima hjá sér til að svala frostpinnalönguninni. Erfitt er þó að finna eitthvað í staðinn fyrir rjómaísinn. Jógúrtís er vissulega hollari kostur en að mínu mati er það ekki ísinn sem við þurfum endilega að standast enda allt í lagi að fá sér einn lítinn einstaka sinnum. Það er súkkulaðidýfan og hrúgan af namminu sem við setjum ofan á hann.Engin afsökun Auðvitað er gaman að hitta vini sína og fjölskyldu á sumrin og sleikja sólina. Það þarf samt ekki alltaf að liggja eins og skata í sundlauginni eða á pallinum til þess að njóta þeirrar gulu. Fjallgöngur, gönguferðir, hjólatúrar, skokk, sundferðir (og þá meina ég að synda); allt þetta eru frábærar leiðir til þess að njóta samverustunda með vinum og vandamönnum, fá góða hreyfingu í leiðinni og smá lit í kinnarnar. Höfum aðeins meira fyrir hlutunum í sumar, bara aðeins. Þá eyðum við átakshugsuninni og lifum heilbrigðum lífsstíl allan ársins hring!
Heilsa Tengdar fréttir Þú þarft að hlaupa í átt að markmiðunum þínum Hvort sem þú ætlar að taka þátt í hlaupakeppni einhvers konar í sumar eða hlaupa þér til skemmtunar þá er núna rétti tíminn til að undirbúa jarðveginn fyrir frábært hlaupasumar með því að setja sér raunhæf og skýr markmið. 21. mars 2015 12:00 Heilsuræktin stunduð úti í sumar! Nú þegar veðrið er okkur loksins hliðhollt þá er um að gera að brjóta upp rútínuna og fara út og hreyfa sig. Það eru ótal leiðir til að nýta nærumhverfið og getur það skilað sér í bættu formi og sálin kætist einnig við sólarljósið og hreina loftið. 15. maí 2015 16:00 Hreyfing eftir barnsburð Það borgar sig að fara varlega af stað í líkamsrækt eftir barnsburð og nauðsynlegt að vita hvað ber að varast þegar byrjað er á ný? Margir brenna sig á því að fara of snemma af stað og af of mikilli ákefð. 13. mars 2015 11:00 Hreyfing í fæðingarorlofinu Flestar konur sem eignast börn eiga erfitt með að koma sér aftur af stað eftir fæðingu. Fæðingarorlofið getur þó nýst til góðs enda margt gott í boði fyrir nýbakaðar mæður og upplagt að hitta aðrar konur í svipaðri stöðu. 22. maí 2015 16:00 „Þú verður að passa þig að verða ekki of mössuð“ Nanna veltir fyrir sér líkamsímynd og vöðvamassa 28. mars 2015 14:00 Tekur vinnustaðurinn þinn þátt? Það er sannað að þeir einstaklingar sem stunda reglulega líkamsrækt eru betri starfsmenn en þeir sem gera það ekki. 11. apríl 2015 10:00 Vendu þig á venjurnar Í síðasta pistli skrifaði ég um brot af þeim venjum sem ég hef tileinkað mér varðandi heilsusamlegan lífsstíl og langar mig að deila með ykkur fleiri ráðum í von um að hvetja ykkur til dáða í áttina að betri heilsu og heilbrigðu hugarfari. 5. maí 2015 11:00 Er til uppskrift að árangri? Það er jákvætt og gott að eiga fyrirmynd sem hvetur mann áfram í lífinu og gefur manni hugmyndir að betra líferni. Skipulag skiptir höfuðmáli þegar hugað er að betri heilsu svo að ekki freistist maður til að narta í óhollustu sem sækir að manni síðla dags 26. apríl 2015 11:00 Einkaþjálfun undir berum himni Nú er sumarið loksins gengið í garð og vel til þess fallið að stunda útivist af kappi. Þau Nanna Árnadóttir og Ásmundur Kr. Símonarson einkaþjálfarar ætla sér að nýta umhverfið og fara af stað með hópþjálfun sem einungis er stunduð utandyra. 15. maí 2015 11:30 Heilbrigð þjóð í framtíðinni? Það þarf að virkja börn til hreyfingar og hvetja þau til heilbrigðs lífsstíls og þar eru foreldrarnir stærstu fyrirmyndirnar. Börn læra það sem fyrir þeim er haft og því er gott að snúa blaðinu við og byrja strax í dag að velja hollari mat og hreyfa sig. 19. apríl 2015 11:00 Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Tapaði miklum peningum í vínbransanum Lífið Fleiri fréttir „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira
Þú þarft að hlaupa í átt að markmiðunum þínum Hvort sem þú ætlar að taka þátt í hlaupakeppni einhvers konar í sumar eða hlaupa þér til skemmtunar þá er núna rétti tíminn til að undirbúa jarðveginn fyrir frábært hlaupasumar með því að setja sér raunhæf og skýr markmið. 21. mars 2015 12:00
Heilsuræktin stunduð úti í sumar! Nú þegar veðrið er okkur loksins hliðhollt þá er um að gera að brjóta upp rútínuna og fara út og hreyfa sig. Það eru ótal leiðir til að nýta nærumhverfið og getur það skilað sér í bættu formi og sálin kætist einnig við sólarljósið og hreina loftið. 15. maí 2015 16:00
Hreyfing eftir barnsburð Það borgar sig að fara varlega af stað í líkamsrækt eftir barnsburð og nauðsynlegt að vita hvað ber að varast þegar byrjað er á ný? Margir brenna sig á því að fara of snemma af stað og af of mikilli ákefð. 13. mars 2015 11:00
Hreyfing í fæðingarorlofinu Flestar konur sem eignast börn eiga erfitt með að koma sér aftur af stað eftir fæðingu. Fæðingarorlofið getur þó nýst til góðs enda margt gott í boði fyrir nýbakaðar mæður og upplagt að hitta aðrar konur í svipaðri stöðu. 22. maí 2015 16:00
„Þú verður að passa þig að verða ekki of mössuð“ Nanna veltir fyrir sér líkamsímynd og vöðvamassa 28. mars 2015 14:00
Tekur vinnustaðurinn þinn þátt? Það er sannað að þeir einstaklingar sem stunda reglulega líkamsrækt eru betri starfsmenn en þeir sem gera það ekki. 11. apríl 2015 10:00
Vendu þig á venjurnar Í síðasta pistli skrifaði ég um brot af þeim venjum sem ég hef tileinkað mér varðandi heilsusamlegan lífsstíl og langar mig að deila með ykkur fleiri ráðum í von um að hvetja ykkur til dáða í áttina að betri heilsu og heilbrigðu hugarfari. 5. maí 2015 11:00
Er til uppskrift að árangri? Það er jákvætt og gott að eiga fyrirmynd sem hvetur mann áfram í lífinu og gefur manni hugmyndir að betra líferni. Skipulag skiptir höfuðmáli þegar hugað er að betri heilsu svo að ekki freistist maður til að narta í óhollustu sem sækir að manni síðla dags 26. apríl 2015 11:00
Einkaþjálfun undir berum himni Nú er sumarið loksins gengið í garð og vel til þess fallið að stunda útivist af kappi. Þau Nanna Árnadóttir og Ásmundur Kr. Símonarson einkaþjálfarar ætla sér að nýta umhverfið og fara af stað með hópþjálfun sem einungis er stunduð utandyra. 15. maí 2015 11:30
Heilbrigð þjóð í framtíðinni? Það þarf að virkja börn til hreyfingar og hvetja þau til heilbrigðs lífsstíls og þar eru foreldrarnir stærstu fyrirmyndirnar. Börn læra það sem fyrir þeim er haft og því er gott að snúa blaðinu við og byrja strax í dag að velja hollari mat og hreyfa sig. 19. apríl 2015 11:00