Tom Jones fagnar afmælinu á Íslandi Adda Soffía Ingvarsdóttir skrifar 3. júní 2015 09:00 Söngvarinn Tom Jones er rosalega spenntur að koma til landsins en hann kom hingað til lands síðast árið 1990. nordicphotos/getty Í næstu viku er væntanlegur hingað til lands sjálfur kóngurinn Tom Jones, en hann heldur tónleika í Laugardalshöll 8. júní. „Ég er rosalega spenntur að koma. Síðast þegar ég kom árið 1990 þá söng ég á bar sem var nýopnaður. Það verður gaman að sjá hvað hefur breyst síðan ég kom síðast,“ sagði Tom hress í samtali við Fréttablaðið. Hann fagnar 75 ára afmæli sínu þann 7. júní og hyggst eyða stóra deginum á Íslandi, en hann heldur tónleika í Danmörku kvöldið áður. „Ég ætla að eyða deginum hér, en hef ekki hugmynd um hvað ég geri. Það kemur í ljós,“ segir hann og hlær. Á tónleikunum ætlar hann að flytja nýtt efni í bland við það gamla. „Ég þakka guði fyrir það að ég er ekki einn af þeim listamönnum sem fá leið á gömlu lögunum sínum. En ég mun líka spila nýtt efni, setja það með. Mér finnst alltaf best að blanda þessu saman, gömlu og nýju.“Tom Jones og Anna Mjöll Ólafsdóttir eru félagar úr tónlistarbransanum.Þessa stundina vinnur Tom að nýju efni, en síðasta plata hans, Spirit in the Room, kom út 2012. Hana vann hann með upptökustjóranum Ethan Johns sem hefur meðal annars unnið með Kings of Leon, Ray LaMontagne og The Vaccines og vinna þeir einnig saman að nýju plötunni. „Mínu hlutverki í henni er eiginlega lokið,“ segir Tom og hlær. „Platan var tekin upp beint á band á gamla mátann. Það er endurnærandi að taka upp plötu aftur á þennan hátt og þetta tengdi mig aftur við ræturnar. Tónlistin verður meira lifandi þegar hún er tekin upp á þennan hátt, miklu meira ég.“ Í fyrra söng Tom með breska tónlistarmanninum Ed Sheeran og aðspurður hvað honum finnist um breska tónlist í dag segir hann mikið af mjög efnilegum tónlistarmönnum í bransanum í dag. „Ég myndi segja að bresk tónlist í dag væri mjög heilbrigð. Mikið af þessum strákum eins og Ed, Sam Smith og James Bay eru að semja sína eigin tónlist, gera sitt. Og svo geta þeir svo sannarlega sungið!“ Tom er einn dómara og leiðbeinanda í sjónvarpsþættinum The Voice og segir hann það hafa verið góða reynslu. „Við sem höfum verið í þessum bransa svona lengi vitum hvernig þessum krökkum líður, við höfum öll verið í þeirra sporum. Það er gott og gefandi að geta deilt þessari reynslu með þeim.“ Tónlist Mest lesið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Seldist upp á einni mínútu Lífið Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Lífið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Fleiri fréttir Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Sjá meira
Í næstu viku er væntanlegur hingað til lands sjálfur kóngurinn Tom Jones, en hann heldur tónleika í Laugardalshöll 8. júní. „Ég er rosalega spenntur að koma. Síðast þegar ég kom árið 1990 þá söng ég á bar sem var nýopnaður. Það verður gaman að sjá hvað hefur breyst síðan ég kom síðast,“ sagði Tom hress í samtali við Fréttablaðið. Hann fagnar 75 ára afmæli sínu þann 7. júní og hyggst eyða stóra deginum á Íslandi, en hann heldur tónleika í Danmörku kvöldið áður. „Ég ætla að eyða deginum hér, en hef ekki hugmynd um hvað ég geri. Það kemur í ljós,“ segir hann og hlær. Á tónleikunum ætlar hann að flytja nýtt efni í bland við það gamla. „Ég þakka guði fyrir það að ég er ekki einn af þeim listamönnum sem fá leið á gömlu lögunum sínum. En ég mun líka spila nýtt efni, setja það með. Mér finnst alltaf best að blanda þessu saman, gömlu og nýju.“Tom Jones og Anna Mjöll Ólafsdóttir eru félagar úr tónlistarbransanum.Þessa stundina vinnur Tom að nýju efni, en síðasta plata hans, Spirit in the Room, kom út 2012. Hana vann hann með upptökustjóranum Ethan Johns sem hefur meðal annars unnið með Kings of Leon, Ray LaMontagne og The Vaccines og vinna þeir einnig saman að nýju plötunni. „Mínu hlutverki í henni er eiginlega lokið,“ segir Tom og hlær. „Platan var tekin upp beint á band á gamla mátann. Það er endurnærandi að taka upp plötu aftur á þennan hátt og þetta tengdi mig aftur við ræturnar. Tónlistin verður meira lifandi þegar hún er tekin upp á þennan hátt, miklu meira ég.“ Í fyrra söng Tom með breska tónlistarmanninum Ed Sheeran og aðspurður hvað honum finnist um breska tónlist í dag segir hann mikið af mjög efnilegum tónlistarmönnum í bransanum í dag. „Ég myndi segja að bresk tónlist í dag væri mjög heilbrigð. Mikið af þessum strákum eins og Ed, Sam Smith og James Bay eru að semja sína eigin tónlist, gera sitt. Og svo geta þeir svo sannarlega sungið!“ Tom er einn dómara og leiðbeinanda í sjónvarpsþættinum The Voice og segir hann það hafa verið góða reynslu. „Við sem höfum verið í þessum bransa svona lengi vitum hvernig þessum krökkum líður, við höfum öll verið í þeirra sporum. Það er gott og gefandi að geta deilt þessari reynslu með þeim.“
Tónlist Mest lesið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Seldist upp á einni mínútu Lífið Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Lífið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Fleiri fréttir Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Sjá meira