Unga fólkið fullt af réttlætiskennd Guðrún Ansnes skrifar 4. júní 2015 00:01 Magnús er ánægður með eldmóðinn og segir ungu kynslóðina afar upplýsta. Fréttablaðið/gva „Við ætlum að hittast og undirbúa næstu tvær aðgerðir ungliðahreyfingarinnar, sem verða pyntingaraðgerðin og aðgerðir í Druslugöngunni,“ segir Magnús Sigurjón Guðmundsson aðgerðarstjóri. Er undirbúningsfundurinn til þess fallinn að gefa ungum aðgerðarsinnum tækifæri til að koma með hugmyndir og móta aðgerðirnar. „Pyntingaraðgerðin sem við förum í þann 26. júní næstkomandi snýst um að setja upp tvær stöðvar, annars vegar í Kringlunni og hins vegar á Austurvelli, þar sem Íslendingar geta komið og fengið smjörþefinn af þeim pyntingum sem eiga sér stað úti í heimi. Núna munum við varpa ljósi á lukkuhjólið sem fannst á lögreglustöð í Filippseyjum í fyrra. Fangar voru látnir snúa hjólinu og taka síðan út þá pyntingu sem örin stoppaði á,“ útskýrir Magnús. „Svo munum við ræða um hvernig best verði að haga aðgerðum í Druslugöngunni í júlí, en þá munum við vekja athygli á skelfilegri löggjöf í Túnis, þar sem kærur gegn nauðgurum eru felldar niður, giftist gerandinn fórnarlambinu,“ bendir Magnús á og bætir við: „Yfirskriftin er sum sé: Myndir þú giftast nauðgara þínum?“ Magnús segir ungt fólk á Íslandi afar framtakssamt. „Krakkarnir eru fullir af réttlætiskennd, eru róttækir og mjög hugmyndaríkir,“ segir hann og bætir við að á þeim þremur árum sem ungliðahreyfingin hafi verið starfandi hafi hún sótt gríðarlega í sig veðrið. „Við héldum fund um daginn, sem endaði þannig að fundargestir sprengdu húsnæðið utan af sér, og var meðal annars fundað inni á salernum hússins til að nýta allt pláss,“ bendir Magnús á og grínast með að brátt verði hann óþarfur, slíkur sé krafturinn í unga fólkinu. Hann hvetur alla sem áhuga hafa á að taka þátt í að móta aðgerðirnar til að koma við í Þingholtstræti 28 í kvöld klukkan 19.30. Tengdar fréttir Barðir, stungnir og hengdir upp í loft Fyrrverandi fangar í Austur-Úkraínu lýsa pyntingum í nýrri samantekt Amnesty. 27. maí 2015 11:37 Amnesty International segja Hamasliða hafa pyntað palestínska borgara Í skýrslu frá samtökunum segir að liðsmenn samtakanna hafi meðal annars rænt og pyntað fólk og tekið af lífi án dóms og laga. 27. maí 2015 08:01 Her Nígeríu sakaður um stríðsglæpi Sagðir hafa myrt þúsundir ungra manna og barna úr sulti og pyntingum á fjórum árum. 4. júní 2015 12:00 Mest lesið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Tónlist Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Bíó og sjónvarp Gervais minnist hundsins úr After Life Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Fleiri fréttir Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Sjá meira
„Við ætlum að hittast og undirbúa næstu tvær aðgerðir ungliðahreyfingarinnar, sem verða pyntingaraðgerðin og aðgerðir í Druslugöngunni,“ segir Magnús Sigurjón Guðmundsson aðgerðarstjóri. Er undirbúningsfundurinn til þess fallinn að gefa ungum aðgerðarsinnum tækifæri til að koma með hugmyndir og móta aðgerðirnar. „Pyntingaraðgerðin sem við förum í þann 26. júní næstkomandi snýst um að setja upp tvær stöðvar, annars vegar í Kringlunni og hins vegar á Austurvelli, þar sem Íslendingar geta komið og fengið smjörþefinn af þeim pyntingum sem eiga sér stað úti í heimi. Núna munum við varpa ljósi á lukkuhjólið sem fannst á lögreglustöð í Filippseyjum í fyrra. Fangar voru látnir snúa hjólinu og taka síðan út þá pyntingu sem örin stoppaði á,“ útskýrir Magnús. „Svo munum við ræða um hvernig best verði að haga aðgerðum í Druslugöngunni í júlí, en þá munum við vekja athygli á skelfilegri löggjöf í Túnis, þar sem kærur gegn nauðgurum eru felldar niður, giftist gerandinn fórnarlambinu,“ bendir Magnús á og bætir við: „Yfirskriftin er sum sé: Myndir þú giftast nauðgara þínum?“ Magnús segir ungt fólk á Íslandi afar framtakssamt. „Krakkarnir eru fullir af réttlætiskennd, eru róttækir og mjög hugmyndaríkir,“ segir hann og bætir við að á þeim þremur árum sem ungliðahreyfingin hafi verið starfandi hafi hún sótt gríðarlega í sig veðrið. „Við héldum fund um daginn, sem endaði þannig að fundargestir sprengdu húsnæðið utan af sér, og var meðal annars fundað inni á salernum hússins til að nýta allt pláss,“ bendir Magnús á og grínast með að brátt verði hann óþarfur, slíkur sé krafturinn í unga fólkinu. Hann hvetur alla sem áhuga hafa á að taka þátt í að móta aðgerðirnar til að koma við í Þingholtstræti 28 í kvöld klukkan 19.30.
Tengdar fréttir Barðir, stungnir og hengdir upp í loft Fyrrverandi fangar í Austur-Úkraínu lýsa pyntingum í nýrri samantekt Amnesty. 27. maí 2015 11:37 Amnesty International segja Hamasliða hafa pyntað palestínska borgara Í skýrslu frá samtökunum segir að liðsmenn samtakanna hafi meðal annars rænt og pyntað fólk og tekið af lífi án dóms og laga. 27. maí 2015 08:01 Her Nígeríu sakaður um stríðsglæpi Sagðir hafa myrt þúsundir ungra manna og barna úr sulti og pyntingum á fjórum árum. 4. júní 2015 12:00 Mest lesið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Tónlist Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Bíó og sjónvarp Gervais minnist hundsins úr After Life Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Fleiri fréttir Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Sjá meira
Barðir, stungnir og hengdir upp í loft Fyrrverandi fangar í Austur-Úkraínu lýsa pyntingum í nýrri samantekt Amnesty. 27. maí 2015 11:37
Amnesty International segja Hamasliða hafa pyntað palestínska borgara Í skýrslu frá samtökunum segir að liðsmenn samtakanna hafi meðal annars rænt og pyntað fólk og tekið af lífi án dóms og laga. 27. maí 2015 08:01
Her Nígeríu sakaður um stríðsglæpi Sagðir hafa myrt þúsundir ungra manna og barna úr sulti og pyntingum á fjórum árum. 4. júní 2015 12:00