Lífið

Dúndruðu litasprengjum í fræga

Guðrún Ansnes skrifar
Lóa Hjálmtýsdóttir, söngkona í FM Belfast, sést hér fá eina góða bombu, allt fyrir góðan málstað.
Lóa Hjálmtýsdóttir, söngkona í FM Belfast, sést hér fá eina góða bombu, allt fyrir góðan málstað.
„Þetta var virkilega skemmtilegt, og allir mikið meira en til í að vera með okkur,“ segir Sigríður Víðis og Jónsdóttir, kynningarstjóri og upplýsingafulltrúi UNICEF á Íslandi, um hressandi átak sem hleypt hefur verið af stokkunum á samfélagsmiðlum.

Þar sjást þekkt andlit verða fyrir barðinu á litasprengjum, svo sem Atli Bjarkason, Sunna Ben, Gunnar Hansson, Lóa Hjálmtýs og fleiri. „Þetta eru sömu efnin og verða notuð í The Color Run by Alvogen á laugardag,“ útskýrir Sigríður, en hluti þátttökugjalda rennur til UNICEF.

„Við viljum með þessu sprelli vekja athygli á þeim árangri sem náðst hefur í að bæta líf barna í heiminum,“ bendir Sigríður á og bætir við að til dæmis hafi aldrei eins mörg börn notið menntunar og aðgengis að hreinu vatni og barnadauði fari stórminnkandi.

„Við ætlum svo að halda fjörinu áfram og fá fólk til að fagna með okkur í hlaupinu á laugardag, og hvetjum alla til að gefa hver öðrum fimmu fyrir þennan árangur sem náðst hefur,“ segir Sigríður og bætir við: „Og svo erum við með myllumerkin #fimma og #runicef til að halda utan um þetta. Fólk getur svo haldið áfram að styrkja, með því að senda sms-ið FIMMA í símanúmerið 1900, og gefa fimm hundruð krónur.

„Enn eru mörg börn sem ekki njóta réttinda sinna. Þessu þarf að breyta,“ segir Sigríður að lokum. 


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.