„Ég held að frumvörpin geti aldrei orðið óbreytt að lögum eins og þau líta út í dag,“ segir Eva Helgadóttir, formaður slitastjórnar Byrs, um frumvörp um stöðugleikaskatt og uppgjör fjármálafyrirtækja sem lögð voru fyrir Alþingi þann í júní.
Eva telur það ekki standast að hvergi sé tekið fram í frumvörpunum hvernig samþykki Seðlabanka Ísland fáist sem sé eitt skilyrða þess að nauðasamningar verði samþykktir.
Í umsögn slitastjórnar Byrs um frumvörpin til efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis er bent á að engin kerfisáhætta sé vegna uppgjörs Byrs þar sem eignir Byrs nemi einungis 7 milljörðum króna.
Slitastjórnin leggur til að skattstofn stöðugleikaskatts slitabúanna verði miðaður við eignir umfram sjö milljarða. Slitastjórnin segist áskilja sér rétt til að höfða dómsmál verði stöðugleikaskattur lagður á eignir búsins.
Þá sé það ekki algjörlega í höndum Byrs að ljúka nauðasamningum fyrir næstu áramót þar sem Íslandsbanki hafi höfðað dómsmál gegn bankanum sem ekki sé ljóst hvenær niðurstaða fáist í.
Segir að frumvarp um stöðugleikaskatt verði ekki samþykkt óbreytt
ingvar haraldsson skrifar

Mest lesið

Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura
Viðskipti innlent

Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný
Viðskipti innlent

Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu
Atvinnulíf

Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur
Viðskipti erlent

Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka
Viðskipti innlent

Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra
Viðskipti erlent

Icelandair skrúfar fyrir fría gosið
Viðskipti innlent


Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira
Viðskipti innlent
