Rokk og ról Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 29. júní 2015 07:00 Íslenska þungarokkshljómsveitin Skálmöld lét vaða í hýra prófílmynd í tilefni föstudagsins eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna úrskurðaði að bann við hjónavígslum samkynhneigðra bryti gegn stjórnarskránni. Myndskreytingin fór fyrir brjóstið á sumum aðdáendum og er það ekki í fyrsta sinn sem það gerist. Í kringum síðustu Gleðigöngu gerði sveitin það sama — og fýlupúkarnir gerðu það sem þeir gera best; fóru í fýlu. Skálmeldingar eiga hrós skilið fyrir að láta sig málefnið varða og ég þykist viss um að þeir gráta ekki nokkra hómófóbíska hálfvita sem smella á „unlike“ vegna yfirlýsingarinnar. En því miður er staðreyndin sú að innan bræðra- og systralags þungarokkara grassera stækir fordómar gegn samkynhneigðum. Slíka einstaklinga má ekki aðeins finna í aðdáendahópi Skálmaldar heldur leynast skemmdu eplin víða innan þungarokkssenunnar. Þau eru sárafá en afskaplega rotin. Það er hrikalega sorglegt enda hafa þungarokkarar haft það orð á sér að vera einstaklega ljúfir og prúðir, t.d. á þungarokkshátíðum hér á landi og annars staðar. Ofbeldi og skemmdarverk eru sjaldgæf enda fá flestir alla þá útrás sem þeir þurfa í hávaða og flösuþeytingum. Þar að auki hafa margar íslenskar hljómsveitir, ásamt forsvarsmönnum hátíða á borð við Eistnaflug, predikað víðsýni og jákvæðni árum saman og auðvitað hefur það áhrif. Fyrir utan það að þungarokkarar ættu að skilja það manna og kvenna best hvernig það er að vera utangarðs. Að fá ekki samþykki samfélagsins og foreldranna. Að vera litnir hornauga fyrir útlit og smekk. „Rífðu þennan hring úr nefinu á þér og slökktu á þessu gargi!“ Þið örfáu þungarokkarar sem eru ekki enn búnir að ná þessu; eruð þið plís til í að fara að hlusta á eitthvað annað? Þið eruð okkur hinum til skammar. Tveir menn að kela er „rokk og ról“. Tvær stelpur í sleik líka. En einn bitur maður að láta það fara í taugarnar á sér er það alls ekki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur Viðar Alfreðsson Mest lesið Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason Skoðun
Íslenska þungarokkshljómsveitin Skálmöld lét vaða í hýra prófílmynd í tilefni föstudagsins eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna úrskurðaði að bann við hjónavígslum samkynhneigðra bryti gegn stjórnarskránni. Myndskreytingin fór fyrir brjóstið á sumum aðdáendum og er það ekki í fyrsta sinn sem það gerist. Í kringum síðustu Gleðigöngu gerði sveitin það sama — og fýlupúkarnir gerðu það sem þeir gera best; fóru í fýlu. Skálmeldingar eiga hrós skilið fyrir að láta sig málefnið varða og ég þykist viss um að þeir gráta ekki nokkra hómófóbíska hálfvita sem smella á „unlike“ vegna yfirlýsingarinnar. En því miður er staðreyndin sú að innan bræðra- og systralags þungarokkara grassera stækir fordómar gegn samkynhneigðum. Slíka einstaklinga má ekki aðeins finna í aðdáendahópi Skálmaldar heldur leynast skemmdu eplin víða innan þungarokkssenunnar. Þau eru sárafá en afskaplega rotin. Það er hrikalega sorglegt enda hafa þungarokkarar haft það orð á sér að vera einstaklega ljúfir og prúðir, t.d. á þungarokkshátíðum hér á landi og annars staðar. Ofbeldi og skemmdarverk eru sjaldgæf enda fá flestir alla þá útrás sem þeir þurfa í hávaða og flösuþeytingum. Þar að auki hafa margar íslenskar hljómsveitir, ásamt forsvarsmönnum hátíða á borð við Eistnaflug, predikað víðsýni og jákvæðni árum saman og auðvitað hefur það áhrif. Fyrir utan það að þungarokkarar ættu að skilja það manna og kvenna best hvernig það er að vera utangarðs. Að fá ekki samþykki samfélagsins og foreldranna. Að vera litnir hornauga fyrir útlit og smekk. „Rífðu þennan hring úr nefinu á þér og slökktu á þessu gargi!“ Þið örfáu þungarokkarar sem eru ekki enn búnir að ná þessu; eruð þið plís til í að fara að hlusta á eitthvað annað? Þið eruð okkur hinum til skammar. Tveir menn að kela er „rokk og ról“. Tvær stelpur í sleik líka. En einn bitur maður að láta það fara í taugarnar á sér er það alls ekki.
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun