Amabadama spilar lög Stuðmanna Gunnar Leó Pálsson skrifar 30. júní 2015 10:00 Hljómsveitin Amabadama kemur fram ásamt Stuðmanninum Jakobi Frímanni Magnússyni á Innipúkanum. Þau ætla jafnframt að semja nýtt lag saman sérstaklega fyrir hátíðina. vísir/andri marinó Hljómsveitin Amabadama og Jakob Frímann Magnússon sameinast á sviði á Innipúkanum í ár og verða með tónleikaprógramm sem gert er sérstaklega fyrir hátíðina með efni frá litríkum ferli Jakobs og smellum Amabadama. „Þetta verður mjög skemmtilegt, ég er svakalega mikill Stuðmanna aðdáandi, á plöturnar og kann myndirnar utan að,“ segir Salka Sól Eyfeld önnur af söngkonum Amabadama. Hljómsveitin hennar sló eftirminnilega í gegn þegar hún lék í fyrsta sinn á Innipúkanum í fyrra og hefur verið ein vinsælasta hljómsveit landsins undanfarið. Jakob Frímann er einnig fullur tilhlökkunar fyrir samstarfinu. „Amabadama hefur verið í miklu uppáhaldi hjá mér frá því ég heyrði fyrst í sveitinni. Ég hlakka mikið til,“ segir Jakob. Þau ætla þó ekki eingöngu að troða upp saman á tónleikunum og leika lög hvers annars, því einnig ætla þau að semja nýtt lag saman sérstaklega fyrir hátíðina. Jakob á að baki áratuga langan feril sem tónlistarmaður, tónskáld og kvikmyndagerðarmaður. Hann hefur gefið út tónlist sína hérlendis sem erlendis undir nöfnunum JFM, Jobbi Maggadon og Jack Magnet, og á að baki gríðarmargar skífur með Stuðmönnum, auk verka Strax, Röggu & The Jack Magic Orchestra og fleiri sveita. Vænta má að þekkt lög sem Jakob hefur samið, eins og einhverjir Stuðmannaslagarar verði komnir í reggíbúning á tónleikunum. Tónlistarhátíðin Innipúkinn verður haldin um verslunarmannhelgina, eins og hefð er fyrir. Aðaltónleikadagskráin fer fram á tónleikastöðunum Húrra og Gauknum. Þar verður boðið upp á fjölbreytta tónleikadagskrá föstudags-, laugardags- og sunnudagskvöld. Auk þess verður boðið upp á götuhátíðarstemningu í Naustinni, götunni fyrir framan staðina, yfir daginn. Leyfi hefur fengist frá Reykjavíkurborg til að loka götunni þar sem boðið verður upp á enn meiri tónlist, veitingar, markað og almennt fjör. Aðrir listamenn og hljómsveitir sem staðfest hafa þátttöku í Innipúkanum í ár eru Mammút, Maus, Sóley, Ylja, Kimono, Sin Fang, Muck, Steed Lord, Samúel Jón Samúelsson Big Band, Babies og indí-hetjurnar í Sudden Weather Change sem snúa aftur á svið eftir nokkurra ára hlé. Fleiri listamenn og hljómsveitir verða kynntar til leiks á næstu dögum og vikum, en ætla má að sameiginlegur fjöldi þeirra verði um 25. Mest lesið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Fleiri fréttir Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Sjá meira
Hljómsveitin Amabadama og Jakob Frímann Magnússon sameinast á sviði á Innipúkanum í ár og verða með tónleikaprógramm sem gert er sérstaklega fyrir hátíðina með efni frá litríkum ferli Jakobs og smellum Amabadama. „Þetta verður mjög skemmtilegt, ég er svakalega mikill Stuðmanna aðdáandi, á plöturnar og kann myndirnar utan að,“ segir Salka Sól Eyfeld önnur af söngkonum Amabadama. Hljómsveitin hennar sló eftirminnilega í gegn þegar hún lék í fyrsta sinn á Innipúkanum í fyrra og hefur verið ein vinsælasta hljómsveit landsins undanfarið. Jakob Frímann er einnig fullur tilhlökkunar fyrir samstarfinu. „Amabadama hefur verið í miklu uppáhaldi hjá mér frá því ég heyrði fyrst í sveitinni. Ég hlakka mikið til,“ segir Jakob. Þau ætla þó ekki eingöngu að troða upp saman á tónleikunum og leika lög hvers annars, því einnig ætla þau að semja nýtt lag saman sérstaklega fyrir hátíðina. Jakob á að baki áratuga langan feril sem tónlistarmaður, tónskáld og kvikmyndagerðarmaður. Hann hefur gefið út tónlist sína hérlendis sem erlendis undir nöfnunum JFM, Jobbi Maggadon og Jack Magnet, og á að baki gríðarmargar skífur með Stuðmönnum, auk verka Strax, Röggu & The Jack Magic Orchestra og fleiri sveita. Vænta má að þekkt lög sem Jakob hefur samið, eins og einhverjir Stuðmannaslagarar verði komnir í reggíbúning á tónleikunum. Tónlistarhátíðin Innipúkinn verður haldin um verslunarmannhelgina, eins og hefð er fyrir. Aðaltónleikadagskráin fer fram á tónleikastöðunum Húrra og Gauknum. Þar verður boðið upp á fjölbreytta tónleikadagskrá föstudags-, laugardags- og sunnudagskvöld. Auk þess verður boðið upp á götuhátíðarstemningu í Naustinni, götunni fyrir framan staðina, yfir daginn. Leyfi hefur fengist frá Reykjavíkurborg til að loka götunni þar sem boðið verður upp á enn meiri tónlist, veitingar, markað og almennt fjör. Aðrir listamenn og hljómsveitir sem staðfest hafa þátttöku í Innipúkanum í ár eru Mammút, Maus, Sóley, Ylja, Kimono, Sin Fang, Muck, Steed Lord, Samúel Jón Samúelsson Big Band, Babies og indí-hetjurnar í Sudden Weather Change sem snúa aftur á svið eftir nokkurra ára hlé. Fleiri listamenn og hljómsveitir verða kynntar til leiks á næstu dögum og vikum, en ætla má að sameiginlegur fjöldi þeirra verði um 25.
Mest lesið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Fleiri fréttir Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“