Sjö ár síðan Valsari skoraði átta mörk á einu tímabili Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. júlí 2015 06:30 Patrick Pedersen hefur farið á kostum í framlínu Vals í Pepsi-deildinni. Vísir/Vilhelm Valsmenn hafa heldur betur jafnað sig eftir stórtapið á móti nýliðum Leiknis í fyrstu umferð og eru nú á hraðri leið inn í baráttuna um Íslandsmeistaratitilinn eftir fjóra sigra í síðustu fimm leikjum sínum í Pepsi-deildinni. Ekkert lið í deildinni er með betri árangur frá og með sjöttu umferð og Valsmenn eru á toppnum bæði yfir flest skoruð mörk (13) og fæst mörk fengin á sig (4) í 6. til 10. umferð. Einn af aðalleikurunum í herferð Valsmanna er án efa danski framherjinn Patrick Pedersen sem skoraði sitt sjöunda og áttunda mark í Pepsi-deildinni í sigrinum á Skagamönnum á sunnudaginn. Aðeins tveir leikmenn hafa skorað meira fyrir Val á heilu tímabili frá og með árinu 2000, en Patrick Pedersen á enn eftir mögulega tólf leiki til að bæta verulega við þennan markafjölda. Helgi Sigurðsson skipar bæði sætin fyrir ofan hann og þar á meðal er Íslandsmeistaraárið 2007 þegar Helgi skoraði tólf mörk. Helgi skoraði sjö mörk í fyrstu tíu leikjunum árið 2007 (einu minna en Pedersen í sumar) en bara þrjú af tíu mörkum sínum í fyrstu tíu leikjum Valsliðsins árið eftir. Pedersen er því að góðri leið með að gera betur í sumar. Það er kannski hægt að gagnrýna Patrick Pedersen fyrir eitt og það er að skora lítið í seinni hálfleik en aðeins eitt af átta mörkum hans í Pepsi-deildinni í sumar hafa komið eftir hálfleik. Fari hann líka að skora eftir hlé í síðustu tólf umferðunum gætu met verið í hættu. Patrick Pedersen hefur samt ekki enn náð að skora þrennu í Pepsi-deildinni en hann hefur fengið samtals 83 mínútur til að innsigla hana í þeim tveimur leikjum þar sem hann hefur skorað tvö mörk. Það var lengi talað um að Valsmenn vantaði framherja eftir að Helgi Sigurðsson fór frá liðinu eftir 2009-tímabilið og oftar en ekki hafa innflutningar Valsmanna á framherjum gengið illa. Pedersen kostaði sitt á sínum tíma en miðað við frammistöðuna er ljóst að Valsmenn keyptu ekki köttinn í sekknum.Flest mörk Valsmanna í efstu deild á þessari öld: Helgi Sigurðsson, 2007 12 mörk (18 leikir) Helgi Sigurðsson, 2008 10 mörk (19 leikir)Patrick Pedersen, 2015 8 mörk (10 leikir) Jóhann Hreiðarsson, 2003 8 mörk (16 leikir) Guðjón Pétur Lýðsson, 2011 8 mörk (17 leikir) Garðar Gunnlaugsson, 2005 8 mörk (17 leikir) Kolbeinn Kárason, 2012 7 mörk (20 leikir) Rúnar Már Sigurjónsson, 2012 7 mörk (22 leikir) Helgi Sigurðsson, 2009 7 mörk (19 leikir) Pálmi Rafn Pálmason, 2008 7 mörk (12 leikir) Matthías Guðmundsson, 2005 7 mörk (18 leikir) Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Fótbolti Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Evrópumeistararnir fóru hamförum Fótbolti Fleiri fréttir „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Sjá meira
Valsmenn hafa heldur betur jafnað sig eftir stórtapið á móti nýliðum Leiknis í fyrstu umferð og eru nú á hraðri leið inn í baráttuna um Íslandsmeistaratitilinn eftir fjóra sigra í síðustu fimm leikjum sínum í Pepsi-deildinni. Ekkert lið í deildinni er með betri árangur frá og með sjöttu umferð og Valsmenn eru á toppnum bæði yfir flest skoruð mörk (13) og fæst mörk fengin á sig (4) í 6. til 10. umferð. Einn af aðalleikurunum í herferð Valsmanna er án efa danski framherjinn Patrick Pedersen sem skoraði sitt sjöunda og áttunda mark í Pepsi-deildinni í sigrinum á Skagamönnum á sunnudaginn. Aðeins tveir leikmenn hafa skorað meira fyrir Val á heilu tímabili frá og með árinu 2000, en Patrick Pedersen á enn eftir mögulega tólf leiki til að bæta verulega við þennan markafjölda. Helgi Sigurðsson skipar bæði sætin fyrir ofan hann og þar á meðal er Íslandsmeistaraárið 2007 þegar Helgi skoraði tólf mörk. Helgi skoraði sjö mörk í fyrstu tíu leikjunum árið 2007 (einu minna en Pedersen í sumar) en bara þrjú af tíu mörkum sínum í fyrstu tíu leikjum Valsliðsins árið eftir. Pedersen er því að góðri leið með að gera betur í sumar. Það er kannski hægt að gagnrýna Patrick Pedersen fyrir eitt og það er að skora lítið í seinni hálfleik en aðeins eitt af átta mörkum hans í Pepsi-deildinni í sumar hafa komið eftir hálfleik. Fari hann líka að skora eftir hlé í síðustu tólf umferðunum gætu met verið í hættu. Patrick Pedersen hefur samt ekki enn náð að skora þrennu í Pepsi-deildinni en hann hefur fengið samtals 83 mínútur til að innsigla hana í þeim tveimur leikjum þar sem hann hefur skorað tvö mörk. Það var lengi talað um að Valsmenn vantaði framherja eftir að Helgi Sigurðsson fór frá liðinu eftir 2009-tímabilið og oftar en ekki hafa innflutningar Valsmanna á framherjum gengið illa. Pedersen kostaði sitt á sínum tíma en miðað við frammistöðuna er ljóst að Valsmenn keyptu ekki köttinn í sekknum.Flest mörk Valsmanna í efstu deild á þessari öld: Helgi Sigurðsson, 2007 12 mörk (18 leikir) Helgi Sigurðsson, 2008 10 mörk (19 leikir)Patrick Pedersen, 2015 8 mörk (10 leikir) Jóhann Hreiðarsson, 2003 8 mörk (16 leikir) Guðjón Pétur Lýðsson, 2011 8 mörk (17 leikir) Garðar Gunnlaugsson, 2005 8 mörk (17 leikir) Kolbeinn Kárason, 2012 7 mörk (20 leikir) Rúnar Már Sigurjónsson, 2012 7 mörk (22 leikir) Helgi Sigurðsson, 2009 7 mörk (19 leikir) Pálmi Rafn Pálmason, 2008 7 mörk (12 leikir) Matthías Guðmundsson, 2005 7 mörk (18 leikir)
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Fótbolti Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Evrópumeistararnir fóru hamförum Fótbolti Fleiri fréttir „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Sjá meira