Grikkir þurfa að segja nei Þorbjörn Þórðarson skrifar 1. júlí 2015 08:00 Ef Grikkir fallast á skilyrði hinna evruríkjanna í þjóðaratkvæðagreiðslunni mun það þýða kreppu í landinu um ókomin ár. Þá gæti útganga þeirra úr myntsamstarfinu verið til góðs. Neyðaráætlun sem hefur haldið Grikkjum á floti síðustu mánuði stöðvaðist í gær þegar Grikkir gátu ekki greitt 1,6 milljarða evra afborgun af láni hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum (AGS) og urðu þar með fyrsta þróaða ríkið til að lenda í greiðslufalli hjá sjóðnum í 71 árs sögu hans. Hinn virti franski hagfræðingur Thomas Piketty, sem skrifaði Capital in The Twenty-First Century, gríðarlega vinsæla bók um vaxandi ójöfnuð í heiminum, virðist átta sig á ósanngirninni í kröfum evruríkjanna, framkvæmdastjórnar ESB og AGS gagnvart Grikkjum. Þetta kemur fram í viðtali við hann í helgarútgáfu Financial Times. Hann bendir á tvískinnunginn sem felst í því af hálfu Þjóðverja og Frakka, sem fengu myndarlegar skuldaniðurfellingar eftir seinna stríð, að þröngva niðurskurðarhnífnum upp að hálsi Grikkja. Piketty kallar þetta „sameiginlegt minnisleysi“ (e. collective amnesia) hjá Þjóðverjum og Frökkum en hin evruríkin hafa gert þá kröfu til Grikkja að þeir borgi fjögur prósent af vergri landsframleiðslu næstu þrjátíu árin. „Hver trúir þessu? Hlutverk Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í viðræðunum við Grikki er stórslys,“ segir Piketty. Það hefur aldrei gerst í sögu myntsamstarfsins um evruna að eitt ríkjanna gangi út eftir að það varð meðlimur í klúbbnum. Í raun er ekki gert ráð fyrir því í regluverkinu um myntsamstarfið að ríki hætti í því. Þá greinir menn líka á um hvort Grikkir þurfi yfirleitt að hætta ef þeir virða skuldbindingar sínar að vettugi. Þegar lánasamningar eru vanefndir þá eru afleiðingarnar yfirleitt háðar afstöðu viðsemjandans. Angela Merkel sagði á mánudag að Þjóðverjar væru opnir gagnvart því að semja að nýju eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna óskuðu Grikkir eftir því. Milton Friedman heitinn, Nóbelsverðlaunahafi í hagfræði, spáði því í grein árið 1997 að evran, sem þá hafði ekki verið tekin í notkun, myndi leiða til pólitískrar sundrungar í Evrópu. Spá hans virðist hafa ræst. Brussel og Berlín bera mikla ábyrgð á þeirri vondu stöðu sem Grikkir eru í. Niðurskurðarkrafan sem var sett á gríska ríkið eftir efnahagshrunið varð til þess að dýpka kreppuna enn frekar í Grikklandi. Ef Grikkir fara úr evrunni þá gæti falist í því tækifæri til að ráðast í nauðsynlegar umbætur á regluverkinu utan um myntsamstarfið. Hin PIIGS-ríkin hafa flest náð viðspyrnu eftir banka- og gjaldeyrishrunið og því er ósennilegt að eitthvert þeirra lendi í sambærilegri stöðu og Grikkir eru í núna. Það hefur gengið illa í Grikklandi að ná niður launum og kaupmætti til að gera landið samkeppnishæft að nýju. Með því að taka upp eigin gjaldmiðil á ný geta þeir fellt gengið og náð vopnum sínum. Það verður enginn sigurvegari í atkvæðagreiðslunni á sunnudag. Af tveimur vondum kostum er nei skárri. Grikkir þurfa að fella skilyrðin á sunnudag og það gæti verið gott fyrir þá til lengri tíma að hætta í myntsamstarfinu. „Já“ á sunnudag myndi þýða nánast botnlausa kreppu sem væri þungur kross að bera fyrir framtíðarkynslóðir Grikkja eða það sem Joseph Stiglitz kallar „pyndingar samtímans“.Höfundur er lögfræðingur og starfar sem fréttamaður. Pistillinn birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörn Þórðarson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun
Ef Grikkir fallast á skilyrði hinna evruríkjanna í þjóðaratkvæðagreiðslunni mun það þýða kreppu í landinu um ókomin ár. Þá gæti útganga þeirra úr myntsamstarfinu verið til góðs. Neyðaráætlun sem hefur haldið Grikkjum á floti síðustu mánuði stöðvaðist í gær þegar Grikkir gátu ekki greitt 1,6 milljarða evra afborgun af láni hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum (AGS) og urðu þar með fyrsta þróaða ríkið til að lenda í greiðslufalli hjá sjóðnum í 71 árs sögu hans. Hinn virti franski hagfræðingur Thomas Piketty, sem skrifaði Capital in The Twenty-First Century, gríðarlega vinsæla bók um vaxandi ójöfnuð í heiminum, virðist átta sig á ósanngirninni í kröfum evruríkjanna, framkvæmdastjórnar ESB og AGS gagnvart Grikkjum. Þetta kemur fram í viðtali við hann í helgarútgáfu Financial Times. Hann bendir á tvískinnunginn sem felst í því af hálfu Þjóðverja og Frakka, sem fengu myndarlegar skuldaniðurfellingar eftir seinna stríð, að þröngva niðurskurðarhnífnum upp að hálsi Grikkja. Piketty kallar þetta „sameiginlegt minnisleysi“ (e. collective amnesia) hjá Þjóðverjum og Frökkum en hin evruríkin hafa gert þá kröfu til Grikkja að þeir borgi fjögur prósent af vergri landsframleiðslu næstu þrjátíu árin. „Hver trúir þessu? Hlutverk Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í viðræðunum við Grikki er stórslys,“ segir Piketty. Það hefur aldrei gerst í sögu myntsamstarfsins um evruna að eitt ríkjanna gangi út eftir að það varð meðlimur í klúbbnum. Í raun er ekki gert ráð fyrir því í regluverkinu um myntsamstarfið að ríki hætti í því. Þá greinir menn líka á um hvort Grikkir þurfi yfirleitt að hætta ef þeir virða skuldbindingar sínar að vettugi. Þegar lánasamningar eru vanefndir þá eru afleiðingarnar yfirleitt háðar afstöðu viðsemjandans. Angela Merkel sagði á mánudag að Þjóðverjar væru opnir gagnvart því að semja að nýju eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna óskuðu Grikkir eftir því. Milton Friedman heitinn, Nóbelsverðlaunahafi í hagfræði, spáði því í grein árið 1997 að evran, sem þá hafði ekki verið tekin í notkun, myndi leiða til pólitískrar sundrungar í Evrópu. Spá hans virðist hafa ræst. Brussel og Berlín bera mikla ábyrgð á þeirri vondu stöðu sem Grikkir eru í. Niðurskurðarkrafan sem var sett á gríska ríkið eftir efnahagshrunið varð til þess að dýpka kreppuna enn frekar í Grikklandi. Ef Grikkir fara úr evrunni þá gæti falist í því tækifæri til að ráðast í nauðsynlegar umbætur á regluverkinu utan um myntsamstarfið. Hin PIIGS-ríkin hafa flest náð viðspyrnu eftir banka- og gjaldeyrishrunið og því er ósennilegt að eitthvert þeirra lendi í sambærilegri stöðu og Grikkir eru í núna. Það hefur gengið illa í Grikklandi að ná niður launum og kaupmætti til að gera landið samkeppnishæft að nýju. Með því að taka upp eigin gjaldmiðil á ný geta þeir fellt gengið og náð vopnum sínum. Það verður enginn sigurvegari í atkvæðagreiðslunni á sunnudag. Af tveimur vondum kostum er nei skárri. Grikkir þurfa að fella skilyrðin á sunnudag og það gæti verið gott fyrir þá til lengri tíma að hætta í myntsamstarfinu. „Já“ á sunnudag myndi þýða nánast botnlausa kreppu sem væri þungur kross að bera fyrir framtíðarkynslóðir Grikkja eða það sem Joseph Stiglitz kallar „pyndingar samtímans“.Höfundur er lögfræðingur og starfar sem fréttamaður. Pistillinn birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.